Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1988, Qupperneq 38

Æskan - 01.10.1988, Qupperneq 38
Ommusaga f^aga eftír Ra§ahildi Ófei eiSsdóttui Einu sinni var góð amma sem átti heima í litlu þorpi við sjóinn. Húsið hennar var ómálað og það voru komnar sprungur í veggina. En garð- urinn hennar var fallegasti garðurinn í þorpinu. Hann var fullur af furðu- legum og litríkum blómum, stórum og smáum. í honum var líka lítil tjörn og í honum voru margir skrítn- ir steinar og svo mosar sem amma fann á heiðinni. Inni hjá ömmu var mikið af kopp- um og kirnum, allt úr rauðum kop- ar. í þeim voru alls konar marglitir vökvar og undarlega ilmandi duft og stundum þurrkuð blóm sem ömmu þótti ákaflega vænt um. Hún vildi ekki að Nanna eða Baddi snertu þau. Nanna og Baddi áttu heima í borg- inni í grárri götu. Það var allt hreint og hvítt inni hjá þeim og lítið bragð að rtiatnum sem mamma þeirra gaf þeim. Hún var hjúkrunarkona með ljóst hár í hvítum búningi. Hún var dóttir ömmu og sendi Nönnu og Badda til hennar á sumrin. Nanna og Baddi fengu að sofa í rúminu hjá góðu ömmu. Hún hafði skrítna, góða lykt. Blómin hennar, kopparnir og kirnurnar höfðu líka góða lykt. Amma læknaði veika fólk- ið í þorpinu með vatninu, sem hún bjó til, með blómum í. Hún gaf það fólkinu sem kom til hennar. Einn sunnudag fór amma með Nönnu og Badda upp á heiði. Hún hafði með sér ýmsa poka. Amma settist við lækinn með Nönnu og Badda og sólin skein á þau og læk- inn. Lækurinn hafði skrítið hljóð eins og suð. Amma sagði að lækurinn væri að spinna. „Hann býr til sögur af blómun- um,“ sagði amma. „Hlustið þið nú vel. Hvað er hann að segja ykkur?“ Nanna og Baddi hlustuðu eins og þau gátu. „Hann er eins og fluga,“ sagði Nanna. „Hann er eins og hrædd, biluð flugvél,“ sagði Baddi. Þá sagði amma: „Einu sinni var falleg álfastúlka sem átti heima í bláa fjallinu þarna. Það er fjallið sem lækurinn kemur frá og hann er blár eins og fjallið. Ef þið tækjuð vel eftir, börnin mín, þá sæjuð þið að það eru alls ekki allir lækir bláir. Sumir eru grænir, sumir eru brúnir, sumir eru gráir og sumir eru rauðir. Allt fer eftir því hvaðan þeir koma og hvert þeir ætla. Fallega álfastúlkan fæddi þennan læk. Hann var blár eins og hún og blíður eins og hún. Hann var barnið hennar og hún hélt á honum og söng fyrir hann og gaf honum að drekka úr bláu brjóstunum sínum. Síðan fór hún að spinna og spinna á rokkinn sinn um leið og hún söng ofurblítt fyrir litla lækinn sinn. Hún ætlaði nefnilega að svæfa hann og láta hann sofa hjá sér í fjallinu og eiga heima hjá sér alltaf. En lækur- inn hoppaði og skoppaði í kringum hana og vildi ekki sofa. Svo hoppaði hann út úr fjallinu og fór að renna niður fjallshlíðina. Hann söng svo ofurblítt fyrir blómin og var blár og tær eins og mamma hans. Þið sjáið að þar sem hann er stilltur og rólegur eins og hér fyrir ofan getuin við speglað okkur í honum. Það V1 hann að við gerum og hann vill a við drekkum af sér því að þá getur hann kysst okkur. Blómin spegla sig líka í honum og hann kyssir þau líka og svo syngur hann ofurblítt ef Þl0 hlustið vel. Hann spinnur líka fallega, bHa strengi eins og mamma hans gerit a rokkinn sinn. Sjáið þið hérna fyrir neðan þar sem hann rennur svona hratt og spriklandi áfram og snýst svona mikið í hringi, litli óþekktar ormurinn. Hérna spinnur hann spinnur og íléttar meira að seg)a saman litlu strengina sína í falleg1 blátt álfaefni. Ég vildi bara að ég gæU farið með það heim og haft það j spariföt á ykkur,“ sagði amnia stundi við. „Litli, blái lækurinn rennur

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.