Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1988, Side 44

Æskan - 01.10.1988, Side 44
2. sæti. / Ljósm. Kristín H. Halldórsdóttir 13 ára. Falleg mynd. Kyrrð og fegurð Ijósaskiptanna njóta sín vel. Æskumyndir - verðlaunamyndir 4. sæti. / Sigrún Þorsteinsdóttir 11 ára. Góð mynd, tekin á réttu andartaki. Það er likt og músin sé innan seilingar. . . Við lofuðum í síðasta tölublaði að birta einfaldar leiðbeiningar fyrir áhugasama unga ljósmyndara. Hér koma þær. Heimir Óskarsson, ljósmyndan Æskunnar, tók saman. Ef þú ætlar að taka þátt í ljósmyndasamkeppnl skaltu byrja á því að gera þér grein fyrir því mynd- efni sem beðið er um. Ekki er vænlegt að senda mynd af fíl ef beðið er um fjölskyldumynd. • • - svo að gróft dæmi sé tekið. Það sem skiptir mestu máli í ljósmyndun er fyrst og fremst rétt sjónarhorn og rétt notkun birtu. Til að veita áhugasömum lesendum einhverja leiðsögn þá skal þetta útskýrt örlítið. Þið megið senda okkur myndir ef þið viljið reyna ykkur og við munurn segja álit okkar á hvernig til hafi tekist. Sjónarhorni ræður þú sjálf(ur). Dæmi: Ef þú aetl- ar að taka mynd af einhverju þá getur þú valið þvl stað á myndinni með því að hreyfa myndavélina, ganga fjær myndefninu eða nær, til hliðar, krjúpa> leggjast eða standa uppi á einhverju. Því meira seffl þú leggur þig fram þeim mun skemmtilegri myndir- f staðinn fyrir að smella bara af hugsunarlaust skaltu velta fyrir þér hvernig myndefnið nýtur sin best. Varastu of skrautlegt umhverfi. Það er ágætis regla að hafa aðalatriðið aldrei alveg í miðju nerna nauðsynlegt sé. Reyndu að taka fimm ólíkar myndir af einhverju frá mismunandi sjónarhornum. Notaðu hugmyndaflugið og þá sérðu hvað ljósmyndarinn getur ráðið miklu með breytilegu sjónarhorni. Birtuskilyrði eru margs konar hér á Fróni. Það er í raun kostur en ekki galli. Reyndu að nota birtuna til að gefa myndum þínum ákveðinn blæ. Birta fra glugga er mjúk og myndar eðlilegri skugga en birta frá leifturljósi. Notaðu það því ekki að óþörfu- Birtuskilyrði utan dyra eru best rétt eftir sólarupP' rás og rétt fyrir sólsetur. Margt íleira mætti nefna en okkur þótti rétt að fara ekki of mörgum orðum um efnið svo að það yrði ekki of flókið. . . 44 æskah

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.