Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 46
5sí1fTurn'
fr*ðátburai
Saga mannkynsins er löng og flókin.
Sagnfræðingar fást við að útskýra liðna
atburði. Þeir styðjast við bækur, skjöl og
fornar áletranir. Sumir sagnfræðingar
skrifa um atvik og samskipti manna fyrf
á þessari öld en aðrir um þjóðir í grárri
forneskju eins og komist er að orði um
löngu liðna tíma.
Heródótes skrifar ýmislegt um Sfinxinn mikla (þá þegar meira en 2000 ára) eftir
egypskum leiðsögumanni sínum. 7
Sagnfræðin er raunar gömul vísinda-
grein því að Forn-Grikkir sömdu sagn-
fræðirit fyrir meira en tvö þúsund árum.
Frægasti sagnfræðingur Forn-Grikkja
hét Heródótus en hann naut þess að
ferðast um lönd og fór víða. Hann dvald-
ist með fjarlægum þjóðum og forvitnað-
ist um hagi manna.
Heródótus spurði margs og lagði á
minnið því að einn góðan veðurdag setl'
aði hann að lýsa því sem fyrir hann hefði
borið þessi viðburðaríku ár. Hann gerði
sér grein fyrir því að hann hefði augum
litið margt sem hvorki Grikkir né aðrar
þjóðir höfðu vitað mikið um til þessa.
Þjóðirnar höfðu að mestu verið „hver í
sínu horni“ og þrátt fyrir verslunarferðir
kaupmanna og herferðir árásarherja
vissu menn frekar lítið um siði og sögu
annarra þjóða við Miðjarðarhaf.
Til allrar hamingu lét Heródótus
verða af því að skrifa rit sitt og lýsir hann
þar ólíkum háttum manna. Samtíma-
mönnum hans fannst ganga lygi naest
hve fólk hagaði sér undarlega í sumum
löndum og þveröfugt við það sem þeim
þótti góðir mannasiðir. En Heródótes
kvaðst ekki fara með neinar ýkjur og
sagði óiíka siði þjóða aðallega stafa af
ólíkri fortíð og hefðum sem ríkt hefðu
hjá þeim í langan tíma. Siðirnir, og þar
með taldir siðir Grikkja sjálfra, væru þvl
ekki endilega óbreytanleg, guðleg lög'
mál.
Þessi ályktun er ein elsta niðurstaða
sagnfræðings. Hann hefur viðað að sér
upplýsingum um nútíma sinn og fortíð
gestgjafa sinna eins og kostur var og
kemst að niðurstöðu sem erfítt hefði ver-
ið að komast að á sannfærandi hátt án
upplýsinganna, þ.e.a.s. án alls þess fróð-
leiks sem sagnfræðingurinn hafði aflað á
ferðum sínum í mörg ár.
Heródótus heimsótti Egyptaland á að
giska 450 f.Kr. (= 450 árum fyrir fæð-
ingu Jesú Krists - árið núll!) Þá þegar
var Egyptaland fornt menningarríki og
glæsilegar byggingar gnæfðu við himin-
Margar þeirra voru meira en tvö þúsund
ára þegar gríski sagnfræðingurinn fór
um landið og skráði hjá sér það sem
hann sá og heyrði. Enn þann dag í dag
fÆSKAH