Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 47

Æskan - 01.10.1988, Blaðsíða 47
eru píramídar Forn-Egypta með mestu ntannvirkjum mannkynssögunnar og að- dáunarefni ferðamanna frá öðrum lönd- um. Heródótus lýsti sem sé Egyptalandi, landslagi og lifnaðarháttum íbúanna. Hann lýsti ánni Níl, lífæð þjóðfélagsins, atvinnuvegum og menningu, fjölskyldu- háttum, hátíðum og veðurfari. Hann lýsti fjálgum orðum hve vel Egyptar höfðu um aldir skipulagt þjóðfélag sitt °g nýtt gæði landsins. Landar Heródót- usar hrifust af lýsingum hans og þær Urðu ómetanlegur vitnisburður um sögu Egypta - og sögu menningarinnar. Tíminn leið og gullöld Grikkja leið hkt og Egypta áður. Kynslóðir komu og fóru. Menn vissu minna og minna um fundið bækur um heillandi menningu Forn-Egypta og ættuð að taka ykkur til og lesa eitthvað af þeim. En hafið hug- fast að enn eru fræðimenn að verki, bæði sagnfræðingar og fornleifafræðingar. Síð- ustu 100 árin hefur fornleifafræðin leitt margt í ljós um löngu liðna tíð, í Grikk- landi, Egyptalandi og annars staðar í heiminum. Sumt er svo nýkannað að það er ekki komið lengra en í vísindatímarit fræðimanna. Nú þykjast menn t.d. vita að blómleg menning Forn-Egypta á sér mun lengri sögu en aftur til gullaldanna sem hófust þegar Egyptaland varð eitt ríki (á að giska árið 3000 f.Kr.) og hinir risastóru píramídar voru reistir. í þúsundir ára höfðu menn þá þegar búið skipulega í Arnotd Toynbee - frægasti sagnfræðingur nútímans - samdi mannkynssögu í tíu þykkum bindum. Jafnvei útdrátturinn er stór bók, hafsjór fróðleiks um horfnar þjóðir. fortíð þessara þjóða enda var áhuginn á bessum „heiðnu tímum“ takmarkaður hjá þeim sem réðu. En síðustu aldirnar hefur afstaðan gjörbreyst og að sumu leyti vita menn nú á dögum miklu meira um Forn-Egypta en sjálfur Heródótes. Sagnfræðin hefur tekið fjörkipp. Eins og gefur að skilja hefur sagnfræð- ln þróast síðan á dögum frumherjans, Heródótusar. Gerðar eru strangar kröfur Uni rökfestu og að rétt sé unnið úr þeim uPplýsingum sem sagnfræðingurinn hef- Ur krækt sér í. Vitanlega eru skiptar skoðanir á þessum vísindum sem öðrum en margt kemur í ljós smám saman við rökræður sagnfræðinga í fræðiritum og stundum koma ný gögn til sögunnar og styðja tiltekna túlkun á liðnum atburð- um. En sagnfræðin á sér fræðilega litla systur sem vaxið hefur og dafnað á skömmum tíma og komið að afdrifaríku hði við tilraunir fræðimanna til að svipta hulunni af leyndardómum mannkyns- Sugunnar. Það er fornleifafræðin. Það eru fræðin um leit að mannvirkjum og urunum sem geymst hafa í jörðu; yfir- gefnum, týndum eða gleymdum um langan aldur. í næsta bókasafni getið þið vonandi litlum þorpum í Nílardal og nálægum héruðum. Og stundum hefur verið öðruvísi um- horfs í Sahara en nú á dögum. Veðurfar var ólíkt því sem nú er. Þegar jöklar huldu ísland og hafís náði langt suður fyrir landið var votviðrasamt þar sem nú eru eyðimerkur Sahara og gróður þakti landið. Alls kyns dýr döfnuðu og menn undu þar vel. Þar hafa menn „alið aldur sinn“ (= lifað), staðið í lífsbaráttunni. Börn hafa leikið sér og lært ýmislegt gagnlegt fyrir lífið - eins og þið nú mörg þúsund árum síðar. Píramídarnir miklu voru samt jafnlangt í framtíðinni og þeir eru nú í fortíðinni! Þannig líður tíminn og áfram mun hann líða. Vísindamenn ótal fræðigreina hafa leyst margar gátur um forsögu mannkyns og aðstæður þess á ólíkum tímum - sagnfræðingar, fornleifafræð- ingar og jarðfræðingar. En sannið þið til: Það er áreiðanlega ekki allt komið í leitirnar. Helst lítur út fyrir að nóg verði að starfa á þessu sviði fyrir forvitna grúskara - að minnsta kosti fram að næstu ísöld hér heima á íslandi (eftir nokkur þúsund ár?) og mun lengur í löndum sunnar á jörðinni. Pennavinir Jón Gunnar Kristinsson, Heiðargili 8, 230 Keílavík. 9 ára. Áhugamál: Dýr, bækur o.fl. Berglind Guðmundsdóttir, Blöndubakka 16, 109 Reykjavík. 13-15 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál: Sund, skíðaferðir, strákar o.fl. Anna Sigríður Þorvaldsdóttir, Þórðar- götu 12, 310 Borgarnesi. 11-13 ára. Er sjálf að verða 11 ára. Mörg áhugamál. Anna Lára Guðnadóttir, Víkurbraut 10, 240 Grindavík. 10-12 ára. Áhugamál: Lítil börn, dýr og íþróttir. Guðrún Steinunn Kristinsdóttir, Hlé- gcrði 3, 410 Hnífsdal. 12-14 ára. Áhugamál: Bréfaskipti, dýr og frjálsar íþróttir. Kolbrún Sveinsdóttir, Sandhólum Tjör- nesi, 641 Húsavík. 9-11 ára. Er sjálf 10 ára. Mörg áhugamál. Elísabet Sigmundsdóttir, Hrannarbyggð 10, 625 Ólafsfirði. 11-14 ára. Er sjálf 11 ára. Mörg áhugamál. Helcna Gísladóttir, Birtingakvísl 50, 110 Reykjavík. 13-14 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál: Dýr, tónlist, bréfaskipti o.íl. Svarar skemmtilegum bréfum. Kristín G. Guðmundsdóttir, Brúnagerði 5, 640 Húsavík. 10-100 ára. Er sjálf 12 ára. Áhugamál: Knattspyrna, sætir strákar, hestar o.fl. Bjarni Guðmundur Ragnarsson, Norður- haga, 541 Blönduós. 14-17 ára. Er 15 ára. Áhugamál margvísleg. Arnfríður G. Arngrímsdóttir, Skútu- staðaskóla, 660 Reykjahlíð. 9-12. Áhugamál: Hestar, íþróttir, skíða- og skautaferðir og margt íleira. Kolbeinn Friðriksson, Böggvisbraut 9, 620 Dalvík. 6-7 ára. Er sjálfur að verða 7 ára. Eva Hrund Guðmarsdóttir, Ölduslóð 41, 220 Hafnarfirði. 10-12 ára. Er sjálf 11. Áhugamál: Límmiða- og glansmynda- söfnun og fleira. Helena Gísladóttir, Birtingakvísl 50, 110 Rcykjavík. 13-14 ára. Er sjálf 13. Áhugamál: Dýr, tónlist, pennavinir og íleira. Svarar skemmtilegum bréfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.