Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1991, Page 54

Æskan - 01.01.1991, Page 54
Ummsjón; Nanna Kolbrún Sigurðardóttir félagsráðgjof Ný og ný vandamál Hæ, hæ, Nanna Kolbrún! Fyrst af öllu langar mig til aö þakka þér fyrir. Þannig var að mamma og pahbi leyfðu mér ekkert. Ég þurfti aö koma heim klukkan 10, mátti ekki vera úti heldur bara hjá vinkonum mínum á kvöld- in og allt eftir því. Svo sá ég bréf í Æskuvanda og þar átti stelpa við svipað vandamál að stríða. Henni var sagt að ræða við for- eldra sína. Ég gerði það. Þú mátt trúa að það var ekki auðvelt. En núna má ég miklu meira. Innilegar þákkir. Vandamál mitt er að það er strákur í skólanum sem er hrifinn af mér. Ég er oft búin að segja honum að ég sé hrifin af öðrum en hann lætur mig ekki í friði. Hann er mjög sætur en svakalega leiðinlegur og ég þoli hann ekki. Hann eltir mig út rnn allt og er alltaf að spyrja hvort ég vilji byrja að vera með sér. Ég er alveg að verða brjál- uð. Margar stelpur eru hrifnar af honum en ég hef engan áhuga. Svo er það að ég er svo- lítið feimin. Venjulega er ég ekki feimin við krakka en ég er hræðilega feimin við kennara. Ef ég er spurð um eitthvað sem ekki tengist náminu í skól- anum fer ég alveg í klessu og roðna og roðna og styn upp einhverri vitleysu. Viltu birta þetta því að ég er orðiri brjáluð á hvoru tveggja. Vonandi er rusla- tunnan södd en ritvélin svöng í þetta skipti. Eitt enn. Mig langar al- veg ofsalega til að leika í kvikmynd eða á sviði. Ég er í leiklistarklúbbi í skól- anum mínum, og hef mik- inn áhuga. Ég ímynda mér alla skapaða hluti, stund- inn að ég sá að leika í kvikmynd og margt annað. Nú hætti ég þessu xmgli. Heill vandamálakassi! Svar: Það var ánægjulegt að heyra að þú gast notfært þér svar í þættinum til þess að þoka málum þínum á- leiðis heima fyrir. Það er einmitt á þennan hátt sem við vonum að þið lesendur getið notað bréfin og svörin sem birtast. Mörg vandamál eru áþekk og ekki er gerlegt að birta öll bréf sem berast. Með því að sjá það sem er líkt hjá sjálfum sér og öðrum er stórt skref stigið í átt að skilningi á sjálfum sér. Með skilningi skapast möguleikar til breytinga. Þannig má segja að með því að skrifa og deila vangaveltum ykkar með öðrum þá hjálpið þið lesendur hver öðrum að átta ykkur betur á tilverunni. Það virðist eins og tilraunir þín- ar til þess aó stugga drengnum frá þér hafi öfug áhrif. Gæti verið að þú sendir honum tvöföld skilaboó? Margar stelpur eiga oft erfitt með að vera ákveðnar og tjá það sem þær vilja tjá. Þá fylgir ef til vill bros eða góðlátlegt augnaráð athuga- semd sem á að setja mörk og sýna ákveðni. Kannaðu eigin vióbrögð með tilliti til þessa. Þetta með feimnina tengist trú- lega einhverju almennu öryggis- leysi gagnvart fullorðnum. Ég held að þú hafir mjög auðugt ímyndun- arafl og látir þig oft dreyma um að raunveruleikinn líti öðruvísi út en hann gerir. Ef mikið misræmi er á milli dagdrauma og raunveruleik- ans getur það skapað visst öryggis- leysi. Annars virðist mér sem þetta sé allt á góðum nótum hjá þér. Þú færð áreiðanlega mikla útrás í leik- listinni. Haltu því áfram. Ég held að feimnin eigi eftir að hverfa í takt við aukinn þroska og innra öryggi samhliða honum. Skriftin er snyrtileg en óöruggari í seinni hluta bréfsins. FjölskylduvandÍ Kæra Nanna Kolbrún! Ég er 13 ára og á í mikl- um vanda. Þegar þetta er skrlfað voru mamma og systir mín ný búnar að ríf- ast heiftarlega. Svo kom pabbi heim og ég og mamma vorum grátandi vegna þess að systir mín lamdi mig. Mömmu sárn- aði svo mjög þegar pabbi þurfti að fara aftur í vinn- una að hún er að hugsa um að skilja við hann. Hún hlýtur að meina þetta af því að hún sagði þetta við bróður sinn sem hún segir nú ekki margt við. Þetta er versti tíminn til að velta fyrir sér skilnaði, rétt fyr- ir jól og svo á ég að ferm- ast í vor. Kæra Nanna, gefðu mér einhver ráð til þess að komast yfir þetta. Ég verð. Ég. Svar: Nú er komió nýtf ár og sá vandi, sem þú lýsir, ef til vill að baki. Oft er það þannig að desember er erf- iður mánuður á mörgum heimilum. Það eru svo margar væntingar bundnar við jólin og því koma oft upp vonbrigði þegar eitthvað fer á annan veg en ætlað var. Þá getur hvert lítið atvik oróið að stórmáli. Allir á heimilinu verða argir og hugsa ef til vill um þaó eitt að kom- ast burt frá erfiðum aóstæðum. Það gæti verið að eitthvaó slíkt hafi verið á feróinni hjá ykkur. Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að jólin eru ekki rétti tíminn til þess að hugsa til skilnaðar. Þaó sama á vió um önnur tímamót í lífi barna eins og t.d. fermingar. Flestum börnum finnst mjög erfitt að hugsa sér skilnaó foreldra sinna og þannig má kannski segja að sjaldan sé um réttan tíma að ræða í þeim efnum. Stundum er skilnaður foreldra óumflýjanlegur, t.d. þegar tilfinningakuldi er kominn upp á milli pabba og mömmu og þau eru óhamingjusöm í samskiptum sín- um. Slík samskipti geta haft verri á- hrif á tilfinningalíf barna en skiln- aður. Börn verða að hafa í huga að skiln- aður foreldranna er ekki þeim að kenna og að foreldrar skilja ekki við börnin sín þó að þeir skilji við makann. Pabbi og mamma verða alltaf foreldrarnir hvort sem þau eru á heimilinu eða ekki. Þessu er ekki hægt að breyta. Samskiptin geta breyst við skilnað og nýir uppalendur komið til skjalanna en þaó breytir ekki staðreyndum lífs- ins. 58 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.