Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 22

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 22
Hvar var mamma? Af hverju hljóðaði hún svona? Mamma var í þvottahúsinu og Helga flýtti sér til hennar. Mamma stóð d miðju gólfi með fangið fullt af óhreinum þvotti. Hún hló svo mikið að tdrin runnu niður vangana. Helga starði d hana. Hvað var að mömmu? Loks gat hún tal- að. - Helga mín, líttu inn í þvottavélina! Helga skildi hvorki upp né niður. En hún gerði samt eins og mamma sagði. Hún hróp- aði upp yfir sig. Mjdsa var inni í þvottavélinni. Þarna ld litla kisan hennar og malaði. Helga ætlaði að toga hana út en Mjdsa vildi ekki fara. En hvað var þetta litla, loðna sem ld við magann d henni? Helga trúði ekki sín- um eigin augum. Mjdsa var búin að eignast kettling, lít- inn, svartan hnoðra. Hún hafði eignast kettling inni í þvottavélinni. Pabbi var kominn og mamma sagði honum frd því sem hafði gerst. - Þvílíkur prakkari! sagði pabbi. Ég hef aldrei vitað kött sem hefur svo mikið hug- myndaflug að gjóta inni í þvottavél. - Það var gott að ég sd hana en setti ekki vélina í gang. Helga leit hneyksluð d mömmu. Hún vissi ekki alveg hvernig hún dtti að ldta. Hún var ddlítið reið við Mjdsu að hverfa svona. En hún var líka mjög glöð að sjd hana. Það var líka yndislegt að fd lítinn kettling. Nú var Mjdsa allt í einu orðin mamma. Þetta hafði Helgu ekki dottið í hug. Pabbi kom með körfuna hennar Mjdsu. Hann tók kett- linginn og setti hann í körf- una. Þd lét Mjdsa ekki segja sér það tvisvar en stökk út úr þvottavélinni og ofan í körf- una. Helga starði d Mjdsu. - Af hverju svaraði hún mér ekki í gær þegar ég var að tala við hana? Mamma leit d Helgu. - Þú verður að skilja það, Helga mín, að dýrin verða að fd að vera í friði þegar þau eru að eignast afkvæmi. - }d, en ég var svo hrædd um hana. - Ég veit það, Helga mín, en dýrin skilja ekki alltaf það sem við hugsum. Kannski hefur Mjdsu langað til að koma þér d óvart. Hún hefur líka verið lasin í gær. Það er erfitt fyrir kisur að eignast kettlinga. Sér- staklega í fyrsta sinn. Pabbi fór með körfuna inn í herbergið hennar Helgu. Hann brosti stríðnislega. - Ætlarðu að leyfa henni að vera hjd þér eða finnst þér of mikið að hafa tvo herbergis- félaga? Við getum alveg ldtið körfuna inn d bað. Helga leit hneyksluð d pabba. Hún gat varla svarað þessu. Auðvitað vildi hún hafa kisuna sína hjd sér. - Pabbi, hættu að stríða mér. Ég vil hafa kisu mína. - Etu þd hætt að vera reið við Mjdsu? Helga brosti. - Jd. Hún lagðist d hnén við körf- una og horfði d Mjdsu. Hún var sannkallaður prakkari. Pabbi settist d gólfið hjd Helgu. - Hvað eigum við að kalla kettlinginn. Þetta er fress svo að hann verður að heita strdka- nafni. Helga hugsaði sig um. - Hann d að heita Kalli. Kalli kettlingur. - Það er gott nafn, sagði pabbi. Helga horfði d Mjdsu. Hún malaði og lygndi augunum. Nú leið henni vel. Kalli kett- lingur saug spenann d mömmu sinni í dkafa. Helga var dnægð. Hún var svo feg- in að Mjdsa var komin í leit- irnar. Það var ekki heldur verra að fd tvo ketti í staðinn fýrir einn. (Birgitta Halldórsdóttir er hús- móðir í sveit og rithöfundur. Eftir hana hafa komið út átta skáldsög- ur fyrir fullorðna. í 8.-10. tbl. Æsk- unnar 1990 birtist framhaldssaga hennar, Pétur fer í sveit). 2 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.