Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 4
RAGNHEIÐUR RUNÓLFSDÓTTIR ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS1991: Viðtal: Elísabet Elín Klukkan var hálftólf um kvöld hér á íslandi og úti var nístandi kuldi. ífylkinu Alabama í Bandaríkjunum var hins vegar hlýtt og gott veður og klukkan þar aðeins hálf sjö. íþróttamaður ársins 1991, sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akra- nesi, varnýkomin heim eftir 13 klukkustunda nám og æfing- ar. Hún samþykkti þó strax að fara í viðtal við Æskuna og ég spurði hana fyrst í hvaða skólum hún hefði irerið hér heima: Eg var í Brekkubæjarskól- anum, sem er grunn- skóli á Akranesi, Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og lauk þaðan stúdentsprófi. IMúna er ég við nám í háskólanum í Alabama, University of Alabama, eða háskólanum ITuscaloosaíAlabama- fylki." - Hvað ertu að læra? „Ég er að læra íþrótta-lífeðlisfræði og er núna á síðasta ári.“ - Hvernig líkar þér? „Þetta er góð reynsla og hér er líka mjög góð aðstaða til að æfa sund með skólanum. Það hefði ég ekki getað gert heima.“ - Eru Bandaríkjamenn ólíkir íslendingum? „Mjög svo. Þeir eru yfirborðs- kenndir og gefnir fyrir að þykjast vera góðir vinir manns. Þeir segja til dæmis „hæ“ við alla og eru ofsa- lega vinalegir á yfirborðinu en svo eru þeir ekki slíkir alveg í gegn.“ - Hvenær byrjaðir þú að æfa sund? „Ætli ég hafi ekki verið skráð í sund á Akranesi svona átta ára. Ég byrjaði samt ekki að æfa almenni- lega fyrr en ég var orðin tólf ára.“ - Með hvaða félögum hefur þú æft frá byrjun? „Ég hef alltaf æft með ÍA nema eitt ár æfði ég með Njarðvíkurliðinu." GENGUR VERSTí FLUGSUNDI firðu með einhverju liði í Bandaríkjun- um? „Já, ég æfi með háskólaliðinu en keppi fyrir Akranes!" - Hefurðu einhvern tíma keppt fyrir háskólaliðið? „Já, ég hef keppt fyrir það síðast- liðin tvö ár. Það gekk bara mjög vel.“ - Hvað er erfiðast við sundið? „Mér hefur gengið einna verst í flugsundi! Ég hef aldrei æft það. Ég byrjaði að æfa baksund - byrjaði á að setja íslandsmet í því; síðan í fjór- sundi og svo í bringusundi sem ég erenn þá í.“ - Hefur þú æft aðrar íþróttir? „Já, en aldrei af sömu alvöru og sundið. Ég var mikið í handbolta, knattspyrnu og badminton (hniti) með ÍA. - Er alltaf jafngaman í sundinu? „Já, já, en þetta er náttúrlega mjög erfitt. Það eru miklar æfingar en mér þykir samt garnan." - Langar þig nokkurn tíma til að hætta? „Nei, ekki svona í alvöru. En það koma dagar þegar maður er þreytt- ur og leiður. Það er eins og í skóla eða vinnu; maður verður stundum þreyttur á því sem hann er að gera.“ - Eru íþróttamenn í fjölskyldu þinni? „Nei, engir náskyldir." Á YFIR ÞRJÚ HUNDRUÐ GULLPENINGA! hvaða mótum hefur þú keppt? „Ég hef keppt á heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, einu sinni á Ólympíuleikum, heimsbikarmótum íþróttamaður ársins 1991 - Ragnheiður Runóllsdótiir með verð- launagripinn. - DV-mynó, Brynjar Gauti. „..æfingarnarerusex tíma á dag... “ Ljósm.: Heimir Óskarsson. (Myndin va 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.