Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1992, Page 4

Æskan - 01.02.1992, Page 4
RAGNHEIÐUR RUNÓLFSDÓTTIR ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS1991: Viðtal: Elísabet Elín Klukkan var hálftólf um kvöld hér á íslandi og úti var nístandi kuldi. ífylkinu Alabama í Bandaríkjunum var hins vegar hlýtt og gott veður og klukkan þar aðeins hálf sjö. íþróttamaður ársins 1991, sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akra- nesi, varnýkomin heim eftir 13 klukkustunda nám og æfing- ar. Hún samþykkti þó strax að fara í viðtal við Æskuna og ég spurði hana fyrst í hvaða skólum hún hefði irerið hér heima: Eg var í Brekkubæjarskól- anum, sem er grunn- skóli á Akranesi, Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóla Suð- urnesja og lauk þaðan stúdentsprófi. IMúna er ég við nám í háskólanum í Alabama, University of Alabama, eða háskólanum ITuscaloosaíAlabama- fylki." - Hvað ertu að læra? „Ég er að læra íþrótta-lífeðlisfræði og er núna á síðasta ári.“ - Hvernig líkar þér? „Þetta er góð reynsla og hér er líka mjög góð aðstaða til að æfa sund með skólanum. Það hefði ég ekki getað gert heima.“ - Eru Bandaríkjamenn ólíkir íslendingum? „Mjög svo. Þeir eru yfirborðs- kenndir og gefnir fyrir að þykjast vera góðir vinir manns. Þeir segja til dæmis „hæ“ við alla og eru ofsa- lega vinalegir á yfirborðinu en svo eru þeir ekki slíkir alveg í gegn.“ - Hvenær byrjaðir þú að æfa sund? „Ætli ég hafi ekki verið skráð í sund á Akranesi svona átta ára. Ég byrjaði samt ekki að æfa almenni- lega fyrr en ég var orðin tólf ára.“ - Með hvaða félögum hefur þú æft frá byrjun? „Ég hef alltaf æft með ÍA nema eitt ár æfði ég með Njarðvíkurliðinu." GENGUR VERSTí FLUGSUNDI firðu með einhverju liði í Bandaríkjun- um? „Já, ég æfi með háskólaliðinu en keppi fyrir Akranes!" - Hefurðu einhvern tíma keppt fyrir háskólaliðið? „Já, ég hef keppt fyrir það síðast- liðin tvö ár. Það gekk bara mjög vel.“ - Hvað er erfiðast við sundið? „Mér hefur gengið einna verst í flugsundi! Ég hef aldrei æft það. Ég byrjaði að æfa baksund - byrjaði á að setja íslandsmet í því; síðan í fjór- sundi og svo í bringusundi sem ég erenn þá í.“ - Hefur þú æft aðrar íþróttir? „Já, en aldrei af sömu alvöru og sundið. Ég var mikið í handbolta, knattspyrnu og badminton (hniti) með ÍA. - Er alltaf jafngaman í sundinu? „Já, já, en þetta er náttúrlega mjög erfitt. Það eru miklar æfingar en mér þykir samt garnan." - Langar þig nokkurn tíma til að hætta? „Nei, ekki svona í alvöru. En það koma dagar þegar maður er þreytt- ur og leiður. Það er eins og í skóla eða vinnu; maður verður stundum þreyttur á því sem hann er að gera.“ - Eru íþróttamenn í fjölskyldu þinni? „Nei, engir náskyldir." Á YFIR ÞRJÚ HUNDRUÐ GULLPENINGA! hvaða mótum hefur þú keppt? „Ég hef keppt á heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, einu sinni á Ólympíuleikum, heimsbikarmótum íþróttamaður ársins 1991 - Ragnheiður Runóllsdótiir með verð- launagripinn. - DV-mynó, Brynjar Gauti. „..æfingarnarerusex tíma á dag... “ Ljósm.: Heimir Óskarsson. (Myndin va 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.