Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 50

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 50
Sögumaður, ungur dreng- ur á bœnum Selsundi við rcetur Heklu, stendur vörð meðan faðir hans og tveir ungir Þjóðverjar reisa fjár- hús. Enginn má verða Þjóð- verjanna var. Þeir eru í fel- um í Bólhelli skammt frá bœnum afþví að heims- styrjöldin síðari geisar... 7. kafli HERBÍLLINN Sennilega hefir veriö sunnudag- ur því að af einhverjum ástæðum vomm við ekki að vinna í fjárhús- inu þegar allt í einu birtist skrýt- inn bíll í þýfinu nokkru eftir há- degi. Sáum við hann koma upp ffá vaðinu á Selsundslæknum milli Salgerðarflatar og Hestatorfunnar. Þetta var stuttur bíll með húsi og mikilli blæju yfir afturhlutanum og myndaði eins konar „boddí" eins og það var kallað í þá daga. Silaðist hann heim þýfið eftir kerru- veginum sem lá þar og farið var um með hestvagna eða bfla væm þeir á ferð. Þegar hann kom heim að túnhliðinu stökk maður út, opn- aði það og hélt því opnu meðan bfllinn ók í gegn. Við systkinin opn- uðum hlið þetta fyrir kúnum þeg- ar þær vom sóttar til mjalta kvölds og morgna. Síðan ók bfllinn heim að bænum og stöðvaðist vestan við 5 4 Æ S K A N hestaréttina, milli hennar og litla hesthússins. Tveir menn komu heim að bæjardyrum, báðir her- menn í fullum skrúða. Pabbi fór til dyra. Aðrir í bæn- um létu ekki á sér kræla. Eftir skamma stund kom pabbi aftur inn og bað mig að sækja hestana. - Alla? spurði ég. - Já. Mennina langar að fara á Heklu. Þeir em fjórir. Svo á ég að fýlgja þeim. Þess vegna verð ég að taka Brokk líka. Hann var orðinn aldraður og ekki besti reiðhesturinn eins og nafnið benti til. Ég bjó mig í flýti, heilsaði mönn- unum, sem stóðu framan við bæ- inn, með handabandi og skund- aði síðan vestur á Mosa. Þar hafði ég séð hestana fýrr um daginn. Einn mannanna gekk í humátt á eftir mér en gerði ekkert til að halda í við mig. Þegar ég kom með hestana, en ég hafði lagt við einn þeirra, opn- aði hann fyrir mig túnhliðið og hjálpaði mér að koma þeim inn í réttina. Síðan vom fundin til reið- tygi og lagt á hestana. Loks hélt pabbi af stað með Heklufarana. Áður en þeir fóm ræddu þeir eitt- hvað við pabba og óku síðan her- bflnum niður hjá Svíra og yfir Lind- ina. Létu þeir hann síðan standa neðan við Lambhúsin, í hvarfi. Þar gat enginn utan heimilisins séð hann. Þegar hersingin var horfin aust- ur yfir sandana inn milli hrauns og fjalls fór ég að hugsa margt. Ég man ekki betur en ég þakkað Guði fýrir að tilefhi komu hermannanna var aðeins það að ganga á Heklu. Svo vaknaði forvitnin. Heima í bæ sagði enginn eitt einasta orð um gestakomuna. Þar var ekki nefnd snara í hengds manns húsi. Því ákvað ég að fara út og skoða aðeins þennan merkilega bíl. Ln nú var eins gott að fara varlega. Ef til vill hafði einhver orðið eftir í honum til að gæta hans. Ég stóð lengi upp á Svíranum og beið, ÚTILEGUMENN horfði aðeins á gripinn en sá þar enga hreyfingu. Það var að minnsta kosti enginn sjáanlegur inni í honum. Einhver gat samt verið aftur í, undir þessum stóra segldúk. Þaðan höfðu komið tveir menn. Eftir dágóða stund gekk ég að bílnum og gægðist varlega inn í afturhluta hans. Beið ég þannig um stund uns augu mín höfðu vanist rökkrinu sem inni í honum var. Þar var ekkert að sjá. Að minnsta kosti var ekki nokkur maður þar. Það voru aðeins bekk- ir með hliðunum til að sitja á, föt og bakpokar, auk skófatnaðar. Svona litu þá hermenn og her- bflar út. Þetta var í fýrsta sinn sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.