Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 41

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 41
Frá Ingunni Þóróardóttur: Óli, sex ára, hefur valið sér ævi- starf og útskýrir það á þennan hátt: „Ég ætla að verða prestur þeg- ar ég verð stór. Þá þarf ég bara að vinna einn dag í viku. Það er fínt fyrir mig því að það er, hvort sem er, aldrei neitt skemmtilegt í sjón- varpinu á sunnudögum." Lítill drengur er í rannsókn hjá lækninum ... - Er ekki allt í lagi með eyrun og nefið, vinur? spyr læknirinn. - Nei, svarar strákur. Þau eru alltaf fyrir þegar ég fer úr og í peys- una mína! - Heyrðu mig, Anna, segir pabbi. Hvers vegna kemurðu svona seint úr skólanum í dag? - Kennarinn lét mig sitja eftir. - Lét hann svona duglega telpu sitja eftir? - Já, hann spurði hvaða gagn Golfstraumurinn gerði og ég svar- aði: „Hann rekur við að landi og bætir loftið.“ Andrés var að reyna nýja bíl- inn sinn. Hann gaf duglega í og ók greitt. Eiginkona hans sat í framsæt- inu og reyndi allt sem hún gat til að stjórna ökulagi manns síns. „Ekki svona hratt. Hægðu á þér! Hemlaðu!!“ æpti hún hvað eftir annað en Andrés lét sem hann héyrði ekki til hennar. Að lokum þreyttist hann samt og sagði: „Hvað gengur eiginlega á? Er ekki allt í lagi, kona?“ „Jú,“ sagði hún. „En það er lög- reglubíll á eftir okkur og hann er alltaf að reyna að komast fram úr - Hvert er nafnið? spurði dóm- arinn. - Jón Jónsson, svaraði maður- inn. - Hvað ertu gamall? - Ég verð 85 ára í næsta mán- uði. - Finnst þér þú ekki of gamall til að vera að stela bílum? - Jú, mérfinnst það. En þegar ég var ungur voru fáir bílar til! Úr skólablaði Klúkuskóla : - Ertu búin að gleypa þrjá fimmtíu króna peninga, stelpa? spurði bálreið móðir. - Já, en ekki að gamni mínu. Það var umferðarfræðsla í skólan- um og ég var stöðumælir... Maður nokkur keypti sér bíl og gat greitt hann með saxófóninum sínum. Skýringin var sú að hann átti heima í næstu íbúð við bílasal- ann ... Ferðaskrifstofa nokkur skipu- lagði langt ferðalag um eyðimerk- ur Norður-Afríku. Góðum manni varð að orði að vonandi rynni sú ferð út í sandinn ... Auglýsing: Tennur hafa fund- ist. Eigandinn getur vitjað þeirra til mín að Perlustíg 111 - og fær þær afhentar ef hann gefur skýringu á því hvernig þær komust í jarðar- berjatertuna mína ... Úr Norska barnablaöinu: (Norðmenn hafa Svía í því hlut- verki sem sumir íslendingar hafa Hafnfirðinga ...) Nokkrir Svíar stofnuðu hijóm- sveit og fengu að æfa sig í félags- heimilinu. Húsvörðurinn kom til þeirra og sagði: „Fínt, strákar! Ég var úti að hlusta á ykkur. Þar hljómaði þetta vel!“ Þá hlupu allir Svíarnir út til að heyra hljóminn... Tveir Svíar voru að veiða í Laxá. íslendingur var þar líka. Hann kastaði línunni svo langt af stönginni að hún fór yfir ána. Þar voru gæsir á vappi og öngullinn festist í einni þeirra. - Vá, maður! sagði annar Sví- inn. Hér hljóta að vera stórir laxar fyrst þeir nota svona stórar flugur í beitu! Liðsforinginn: Þegar við segj- um góða nótt hér í hernum þá merkir það: Steinþegið þið og far- ið strax að sofa! Hermaðurinn: Góða nótt, liðs- foringi! Svíinn: Það var ekið á mig, lög- regluþjónn! Lögregluþjónn: Hvar var það? Svíinn: Rétt fyrir framan bílinn Svíi heimsótti íslenskan vin sinn. Þeir áttu báðir heima í há- skólabænum Lundi. Þegar hann ætlaði heim aftur var farið að helli- rigna.íslendingurinn bauð honum að vera hjá sér um nóttina svo að hann yrði ekki holdvotur á leiðinni heim. Hann fór að búa um hann í gestaherberginu. Þegar hann kom frá því sá hann Svíann hvergi. En eftir stutta stund snaraði hann sér inn, gegnblautur. - Ég hljóp bara heim til að sækja náttfötin mín ... Æ S K A N 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.