Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 25

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 25
Raunar getum við haft mikil áhrif á annan hátt: Með því að koma vel fram við aðra. Þótt í smáu sé getur það mótað þá sem við eigum samskipti við. Með því að skrifast á við út- lend börn og unglinga leggjum við góðu málefni líka lið. Kynni fólks af ólíkum kynþáttum auka skilning á háttum þjóða. Við getum reynt - þó að leið- in verði löng og ströng. ÝMSAR ÓSKIR Kæra Æska! Fyrst vil ég þakka fyrir gott blað. Ég vil gjarna fá birta fróð- leiksmola um Sinéad O'Connor og Whitney Houston. Gætuð þið einnig haft viðtal við Todmobile? Mérfinnst að þið gætuð líka reynt að hafa límmiðana og veggmynd- irnar dálitlu fjölbreyttari. Ekki bara af frægu fólki og dýrum. Þið gæt- uð látið Ijósmynda ýmsa hluti, t.d. skó, gleraugu, tannbursta eða gaff- al á rósóttum dúk. Ég veit um marga sem eru mér sammála um þetta. Gætuð þið haft fleiri unglinga- sögur i blaðinu en hefur verið? Langamma að norðan. Svar: Við getum ekki komið til móts við allar óskir. En Andr- ea í Todmobile er á leiðinni til þín í máli og myndum þegar þetta er skrifað. Okkur berast afar margar beiðnir um frásagn- ir og myndir af frægu fólki. Við komumst ekki yfir það allt - þó að frá mörgum sé sagt í Æsk- unni. Tillögur þínar um límmiða og veggmyndir eru athygli verðar. Líklega tökum við mikið mark á þeim! Við getum ekki lofað því að unglingasögum fjölgi til muna. Þær verða þó annað veifið á síð- um blaðsins. Og við gefum alltaf út bækur ætlaðar unglingum... í MÖRGUM MYNDUM Æskupóstur! Mig langar bara til að spyrja hvort þið ætlið ekki að fara að setja þáttinn, í mörgum myndum, í blað- ið aftur? Hann er rosalega skemmtilegur. Af hverju hafið þið ekki þátt í blaðinu þar sem sagt er frá alls konar störfum? Það skrifa nefni- lega svo margir Æskupóstinum til að spyrja um ýmis störf. Og það tekur mikið pláss þegar sagt er frá þeim. Þá gætuð þið birt fleiri bréf. Stína. Svar: Þátturinn, í mörgum myndum, verður annað veifið í Æskunni. Fyrir allmörgum árum var þáttur í blaðinu undir heitinu, Hvað viltu verða? Þar var sagt frá fjölmörgum störfum. Undan- farið höfum við kosið að svara spurningum um störf all-ýtar- lega íÆskupóstinum. Við mun- um hugleiða hvort við tökum aft- ur upp þann hátt sem áður var hafður á. MEÐ ÖPUM OG HITA- BELTISDÝRUM Kæra Æska! Þökk fyrir veggmyndina af hvolpunum. Ég hengdi hana strax uppávegg. Mig langar til að spyrja þig tveggja spurninga: Getur þú ekki byrjað aftur með þáttinn, Dýrin okkar, og sagt frá öpum og hitabeltisdýrum? Er ekki hægt að hafa vegg- mynd með Sálinni hans Jóns mfns? Ég. Svar: Þátturinn verður áfram - öðru hverju. Kannski segjum við frá dýrum í hitabeltislönd- um. Jú! Eins og þú hefur sjálfsagt þegar séð er vinsælasta ís- lenska hljómsveitin 1991 (könn- un Poppþáttarins) ímiðju blaðs- ins. ÍÞRÓTTAFÓLK Kæra Æska! Þökk fyrir mjög gott blað! Viljið þið hafa íþróttaþátt í blað- inu? Þar gætu verið greinar, viðtöl við frægt íþróttafólk og krakka sem stunda íþróttir. Getið þið birt fróðleiksmola um Alyssu Milano sem leikur stelpuna í Hver á að ráða? Mína mús. Svar: íþróttafólk er iðulega á síðum Æskunnar - og oft segj- um við frá íþróttaiðkunum krakka og afrekum þeirra. Þannig verður áfram. Alyssa er ein af fjölmörgum sem við getum því miður ekki sagt neitt frá - a.m.k. ekki að sinni. VIL KYNNAST ... Æska mín gób! Viltu birta þetta: Ég hef áhuga á að kynnast sem flestum aðdáendum hljómsveitar- inn Skid Row - á öllum aldri og um alit land! Helga Krlstín Skúladóttir, Austurvegi 10, 680 Þórshöfn. FÆÐINGARDAGAR OG HEIMILISFÖNG Æskupóstur! Getur þú sagt mér hvenær Pat- rich Bach og Whitney Houston eru fædd? Veistu hvaðan ég get feng- ið mynd og eiginhandaráritun Charlie Sheen? Jóna. Svar: Eftir mikla leit komumst við að þessu. Við látum upplýs- ingar um ýmsa aðra fylgja því að margir hafa beðið okkur þess. En við getum ekki svarað spurningum allra um þessi efni. Patrich Bach: 30. 3. 1968. Whitney Houston: 9. 8. 1963. Charlie Sheen: 3. 9. 1965 - c/o William Morris Agency, 151 El Chamino Drive, Beverly Hills, CA 90112 USA. Billy Christal: 14. 3. 1947. Don Johnson: 15. 12. 1948. Mel Gibson: 3. 1. 1956. MichaelJ. Fox: 9. 6. 1961. Lisa Stansfield: 27. 4. 1959. Sinéad O’Connor: 8. 12. 1967. Dannii Minogue, c/o Star Merchandising, P.O.Box 136, Warford Hearts, England. Val Kilmer, c/o Creative Artists Agency, Paula Wagner, 9830 Wilshire Blvd., Bev. Hills, CA 90212, USA. Þökk fyrir bréfin, agætu bréfritarar! Gjarna vildum við fá frásagnir af félagsstarfi og viðourðum á heimaslóðum áskrifenda... ÆSKU PÓSTUR Æ S K A N 2 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.