Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 35

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 35
LOKAIIPPGJOR fyrir árið 1991 UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON Isíðasta tbl. Æskunnar (l.tbl. þessa árs) birtust úrslit í vinsældakönnun sem blaðið efndi til með- al lesenda. Venjan hefur verið sú að birta uppgjör annarra fjölmiðla - ís- lenskra og erlendra - til hliðsjónar. Við hlupum yfir þann lið í síðasta blaði. Hann birtum við í staðinn hér og nú enda hafa margir beðið eftirvæntingarfullir eftir honum. Æskan er nefnilega eini fjölmiðillinn hérlendis sem tekur ár- lega saman allt uppgjör fjölmiðlaflórunnar og birt- ir það á einum stað. Sálin hans Jóns míns átti söluhæstu plötuna 1991 og vinsælasta lagið. SOLUHÆSTU ÍSLENSKU PLÖTURNAR 1991 1. Sálin hans Jóns míns - með samnefndri hljómsveit (10 þús. eint.) 2. GCD - með Bubba og Rúnari (tæp 9 þús. eint.) 3. Deluxe - með Nýrri danskri (rúm 6 þús. eint.) 4. íslandslög - með ýmsum söngvurum (6 þús. eint.) 5. Tvö líf - með Stjórninni (nákvæmlega 5.600 eint.) 6. Opera - með Todmobile (um 5500 eint.) 7. Það er svo undarlegt - með Rokklingunum (rúm 5 þús. eint.) 8. Ég er - með Bubba Morthens rúm 5 þús eint.) 9. Minningar - með ýmsum söngvurum (tæp 5 þús. eint.) 10.Stóru börnin leika sér - með ýmsum söngvurum (tæp 5 þús eint.) Þessi skrá er gerð samkvæmt nokkuð áreiðanlegum sölutölum úr verslunum. A.m.k. þrjáraðrar plöt- ur ættu heima á þessum lista. Það eru plötur systkinanna sjö frá Bol- ungarvík, Ríó tríós og Rabba. Þær plötur seldust í vænum upplögum eftiröðrum leiðum, s.s. í póstkröfu og í heimahúsum. Ógerningur er að sannreyna hvort þessar plötur seldust hver um sig í 7 þús. eintökum eða jafn- vel 12-14 þús. eintökum. Plötur Bubba og Todmobile hafa báðar selst mjög vel eftir jól/áramót. Þær hafa selst í yfir 6 þús. eintökum þegar þetta er skrif- að. Aðrar plötur á listanum hafa lít- ið hreyfst eftir jól. Miðað við auglýsingaherferð og umfjöllun er Ijóst að þrjár plötur „kolféllu“ í sölu. Það eru Tifa, tifa með Agli Ólafssyni og Undir blá- um mána með Sléttuúlfunum. Þær rétt mörðu 3 þúsunda eintaka dreif- ingu, hliðstæða því sem algengt var með lítið kynntar plötur á borð við Lucky One með K.K. og Klikk- að með Síðan skein sól. Sólóplata Eyjólfs Kristjánssonar seldist lítið. Æ S K A N 3 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.