Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1992, Side 35

Æskan - 01.02.1992, Side 35
LOKAIIPPGJOR fyrir árið 1991 UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON Isíðasta tbl. Æskunnar (l.tbl. þessa árs) birtust úrslit í vinsældakönnun sem blaðið efndi til með- al lesenda. Venjan hefur verið sú að birta uppgjör annarra fjölmiðla - ís- lenskra og erlendra - til hliðsjónar. Við hlupum yfir þann lið í síðasta blaði. Hann birtum við í staðinn hér og nú enda hafa margir beðið eftirvæntingarfullir eftir honum. Æskan er nefnilega eini fjölmiðillinn hérlendis sem tekur ár- lega saman allt uppgjör fjölmiðlaflórunnar og birt- ir það á einum stað. Sálin hans Jóns míns átti söluhæstu plötuna 1991 og vinsælasta lagið. SOLUHÆSTU ÍSLENSKU PLÖTURNAR 1991 1. Sálin hans Jóns míns - með samnefndri hljómsveit (10 þús. eint.) 2. GCD - með Bubba og Rúnari (tæp 9 þús. eint.) 3. Deluxe - með Nýrri danskri (rúm 6 þús. eint.) 4. íslandslög - með ýmsum söngvurum (6 þús. eint.) 5. Tvö líf - með Stjórninni (nákvæmlega 5.600 eint.) 6. Opera - með Todmobile (um 5500 eint.) 7. Það er svo undarlegt - með Rokklingunum (rúm 5 þús. eint.) 8. Ég er - með Bubba Morthens rúm 5 þús eint.) 9. Minningar - með ýmsum söngvurum (tæp 5 þús. eint.) 10.Stóru börnin leika sér - með ýmsum söngvurum (tæp 5 þús eint.) Þessi skrá er gerð samkvæmt nokkuð áreiðanlegum sölutölum úr verslunum. A.m.k. þrjáraðrar plöt- ur ættu heima á þessum lista. Það eru plötur systkinanna sjö frá Bol- ungarvík, Ríó tríós og Rabba. Þær plötur seldust í vænum upplögum eftiröðrum leiðum, s.s. í póstkröfu og í heimahúsum. Ógerningur er að sannreyna hvort þessar plötur seldust hver um sig í 7 þús. eintökum eða jafn- vel 12-14 þús. eintökum. Plötur Bubba og Todmobile hafa báðar selst mjög vel eftir jól/áramót. Þær hafa selst í yfir 6 þús. eintökum þegar þetta er skrif- að. Aðrar plötur á listanum hafa lít- ið hreyfst eftir jól. Miðað við auglýsingaherferð og umfjöllun er Ijóst að þrjár plötur „kolféllu“ í sölu. Það eru Tifa, tifa með Agli Ólafssyni og Undir blá- um mána með Sléttuúlfunum. Þær rétt mörðu 3 þúsunda eintaka dreif- ingu, hliðstæða því sem algengt var með lítið kynntar plötur á borð við Lucky One með K.K. og Klikk- að með Síðan skein sól. Sólóplata Eyjólfs Kristjánssonar seldist lítið. Æ S K A N 3 9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.