Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 55

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 55
byrja að finna meira og meira til sveiflna og tví- bentra tilfinninga í garð þeirra sem standa þér næst og þú býst við mestu af. Það er nú einu sinni svo þegar blæðingar byrja að þá langar flestar stelpur til þess að geta talað vel og innilega við mæður sínar. Andlega hliðin á þessum breyting- um felur oft í sér að stelp- ur verða litlar í sér og feimnar. Þá er nauðsyn- legt að geta fengið stuðn- ing hjá mömmu eða eldri systur, þær tvær sem þú vilt að fylgist nákvæmlega með þér þó að hvorug hafi getað talað við þig í trúnaði enn þá. Getur ver- ið að þú gefir ekki kost á því með því að vera of flóttaleg í sambandi við þetta? Reyndu að staldra við og hlusta vel þegar mamma þín kemur með einhverjar athugasemdir um blæðingarnar. Þetta virðist allt eðlilegt hjá þér. Blæðingar eru oft óreglulegar í byrjun. Einnig kemur oft brún út- ferð eða slím á fyrstu dög- um blæðinga. Mundu að mamma þín hefur líka byrjað á túr og hún veit hvernig þér líð- ur. Reyndu að spyrja hana beint um það sem þú hefur áhyggjur af. Það gæti verið: „Mamma það kemur eitthvað brúnt en ekki blæðing hjá mér. Hvað er það?“ Þá færð þú skýr svör og sambandið á milli þín og mömmu þinnar styrkist þegar samræður komast á. Ég sé ekkert í bréfinu sem geti bent til að þú sért veik. Ég giska á að þú sért tólf ára. Ekki er ég sér- fræðingur íþví að lesa úr skrift en skriftin þín er snyrtileg. Einnig gæti ég trúað að þú hefðir nokk- uð góða kímnigáfu. ERFIÐUR KENNARI Kæri Æskuvandi! Þakka gott blað. Við bekkurinn eigum við vandamál að stríða. Kenn- arinn okkar drekkur um helgar. Hann heldur að hann sé góður kennari og heldur að hann geti greitt úr vandamálum. En svo er ekki. Margir í bekknum, sem hann kennir, hafa lækkað í prófum síðan hann kom. Við fórum einu sinni heim til hans til að stríða honum svolítið. Hann hringdi í lögg- una af því að hann vildi vera í friði. Seinna hringdi hann heim til nokkurra sem áttu hlut að máli og gerði úlfalda úr mýflugu. Viltu reyna að greiða úr vandamáli okkar? F.M., G.K. Svar: Þetta virðist mér vera nokkuð flókið mál og hafa fallið í frekar óheppilegan farveg. Kennarinn ykkar kann að eiga við einhver vandamál að stríða og, ef svo er, batna þau senni- lega ekki við það að þið gerið at í honum. Þegar samskipti barna og þeirra sem ráða yfir þeim (eins og kennara og foreldra) fara eins og þið hafið lýst í bréfinu þá er alltaf hætta á að annar að- ilinn verði að sigra og hinn að tapa. Það er slæmt fyrir báða aðilja. Sá sem vinnur þarf stöðugt að vera á verði. Þeir sem tapa verða sárir og reiðir og þurfa að eyða mikilli orku í það að leita hefnda. í slíkri stöðu eru það oft- ast börnin sem tapa. Mál- ið er eftir sem áður óleyst. Réttast er að leysa þetta innan skólans, tala við yfirkennara eða skóla- stjóra og segja þeim frá áhyggjum ykkar; reyna að útskýra hvernig ykkur finnist kennslan hafa breyst og einkunnir dal- að. Þannig fáið þið tæki- færi til þess að koma fram með það sem ykkur býr í brjósti. Gefið ekki höggstað á ykkur með óæskilegri hegðun. Það er mjög erfitt að gera úlfalda úr mýflugu ef þið gætið þess að vera mál- efnaleg og láta mál- ið ganga rétta leið. Það getur verið að þið þurfið að fá einhverja for- eldra í lið með ykkur til þess að vinna málinu brautargengi innan skól- ans. Svar til „Froskalappa“: Reyndu að líta björtum augum á þær breytingar sem þú lýsir. Lestu það bréf í þættinum sem fjall- ar að nokkru um sama efni. Mundu að flestar mæður eru skilningsríkar og vilja styðja dætur sín- ar. Þú skalt ræða af hrein- skilni við mömmu þína um málið. Þá verður það ekkert vandamál! Kæru bréfritarar! Ég minni ykkur enn á þaö aö þiö eigið aö rita nöfn ykkar og heimilisföng undir bréf. Annars veröa þau ekki birt. Þiö megið gjarna segja til aldurs. Þaö auðveldar mér aö gefa ykkur góö ráö. Með kærri kveóju, Nanna Kolbrún. ÆSKU Æ S K A N 5 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.