Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 27

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 27
SPURT OG SVARAÐ A AUSTURLANDI Lára Valdís ásamt Magnúsi Karli, Irænda sínum, eins og hálfs árs. LÁRA VALDÍS KRISTINS- DOTTIR, REYÐARFIRÐI: Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Ég er í fiskamerkinu (annars trúi ég ekkert sérstaklega á stjörnuspár). Ahugamál: Ég hef mikinn áhuga á frjálsum íþróttum. Ég æfi spretthlaup, lang- stökk og spjótkast. í fyrrasumar keppti ég á sumarhátíð ÚÍA. Það var gaman þó að ekki ynni ég til verð- launa. Starf í fyrrasumar: Ég gætti eins og hálfs árs frænda míns fjóra tíma á dag á meðan for- eldrar hans voru að vinna. Hann var nokkuð prúður. Ég fékk 100 krónur átímann. Vinkonur: Ásta, Díana, Guðrún, Ellen, Sig- rún, Aðalheiður, og ísey. Skólinn: Mér líkar hann bærilega. Það er reyndar dálítið mikið að læra en eitt- hvað verður maður nú að læra. Skemmtilegast þykir mér í hand- mennt og matreiðslu. Stafsetningin er hins vegar leiðinlegust. Félagslíf- ið er þokkalegt. Á föstudögum fáum við t.d. að halda diskótek. Skólaferðalög: Það er ekki mikið um skólaferða- lög hjá öðrum en þeim sem eru í efsta bekknum, 10. bekk. Það er reyndar farið dálítið í heimsóknir í skólana á hinum fjörðunum - ef hægt er að kalla svo stuttar ferðir skólaferðalög. Áhugamál: Útivist (útilegur) og skíðaferðir. Framtíðarstarf: Óákveðið. KRISTJAN RÚNAR HAUKSSON, HÖFN í HORNAFIRÐI Aldur: 11 ára. Áhugamál: Sund er mjög ofarlega á blaði. Ég syndi mikið t.d. á sumrin. Einnig þykir mér gaman að hjóla og leika mér við krakka. Á sumrin hjólum við félagarnir oft í Bergárdal, förum í þrautakóng, torfærukeppni eða hvað það nú kallast. Við höfum gjarnan nesti með okkur. Einnig hjólum við mikið innanbæjar. Skóli: Ég er í 6. bekk. Stærðfræðin er skemmtileg, einnig lestur. Leiðinleg- ast er að vera í skriftartímunum. Það er mjög gott félagslíf í skólanum. Oft eru haldin böll fyrir 9-12 ára eða sér- stök bekkjarböll.Svo er dálítið um klúbbstarf. Sumarið 1990: Fjölskylda mín á sumarbústað í Hellisholti og við dvöldumst oft þar. Ég var mikið í íþróttum og æfði frjálsar (einkum hástökk og kúlu- varp). Einnig æfði ég knattspyrnu með 5. flokki Sindra. Ég var einn þriggja markvarða liðsins. Okkur gekk ekki sem skyldi á íslandsmót- inu en við reynum að gera betur næst. Kannski æfðum við ekki nógu vel. Helstu vinir: Sindri, Svenni, Maggi og Steinar. Framtíðarstarf: Lögregluþjónn. Draumaprinsessa: Ég hef ákveðna stelpu í huga en vil ekki lýsa henni! Kristján Rúnar - á leið í sund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.