Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 6
SNJORINN s njórinn myndast þeg- arlofthiti ferniðurfyr- ir frostmark, oftast nær þannig að vatnsguf- urnar í loftinu breytast í fast efni án þess að breytast fyrst í vatn. Vísindamenn segja að vatnseind- irnar þurfi að ná sér í kjarna áður en þær geti kristallast. í efri loftlögum er mikið af ryki, smákristöllum úr snjónum og plöntufrjói. Að þessum ögnum dragast vatnseindirnar og mynda þar líkt og fylkingar. Grikkir hinirfornu nefndu snjó- inn „vatns-ull“. Þeir litu á hann sem heild og dáðust að fegurð hans enda þótt hún komist ekki í neinn sam- jöfnuð við fegurð hinna einstöku ískristalla. Reglubundin lögun einstakra snjókorna og takmarkalaus marg- breytni þeirra uppgötvaðist ekki fyrr en smásjáin kom til sögunnar. Nú á seinni árum hafa snjókorn verið varðveitt þannig að steypt er utan um þau með þunnu plastefni sem er gangsætt og harðnar afar fljótt. Síðan má raða þessum snjókornum á glerfjalir, geyma þau þar lengi, at- huga þau í smásjá og taka af þeim Ijósmyndir. Þessar rannsóknir hafa leitt í Ijós að engin tvö snjókorn eru nákvæm- lega eins enda þótt flest þeirra séu í líkingu við sexhyrnda stjörnu. Marg- breytileikinn er sem sé takmarka- laus. Stundum kemur það fyrir þótt sjaldan sé að snjókorn séu þríhyrnd. Vísindamaður einn, sem lengi hef- urfengist við snjórannsóknir, hefur tekið Ijósmyndir af 4000 mismun- andi tegundum þeirra. Annar vís- indamaður hefur giskað á að enda þótt þúsund milljónir snjókorna falli samtímis á eina ekru lands þá séu engin tvö þeirra nákvæmlega eins. Slík er fjölbreytnin í listaverkum nátt- úrunnar. Snjórinn minnir ósjálfrátt á hvít- an lit en þó er snjór ekki alltaf hvít- ur. Þar sem snjókornin kristallast í loftinu eru þau glær og gagnsæ eins og gler. En þegar þau falla í dyngju til jarðar eða skefur í skafla þá sýn- ist sjórinn hvítur vegna þess að krist- allar hans endurkasta Ijósinu jafnt í allar áttir. Snjókorn eru létt vegna þess að alltaf er nokkuð af lofti í þeim. Þyngd snævar er ekki nema 1/15 af þunga íss en ísinn aftur á móti 9/10 af þunga vatns. Það ereinkennilegtvið þau snjó- korn sem myndast við lítinn kulda að þau eru miklu stærri en hin sem myndast í miklu frosti. Snjór, sem fellur í miklu frosti á norðurhveli jarð- ar, er þannig gerður að kornin eru örsmá eins og sandkorn og þess vegna hafa vísindamenn kallað þetta „sandsnjó". Þessi snjór er harður og slítur mjög skíðum og sleðum. Svo eru til önnur snjókorn enn minni og hafa vísindamenn nefnt þau „demantsryk". Þetta eru örsmá- ir kristallar sem eru eins og salli í loftinu og virðast svo léttir að þeir geti varla hnigið til jarðar. Ef maður horfir í móðu þeirra rétt undir sól þá glitra allir þessi örsmáu kristallar eins og þeir væru demantar. HRÍM Það er með ýmsu móti en kunnastar eru frostrósir á gluggum, þessi undursamlegu listaverk. En er fram í sækir breytast þessar rósir í hélu. Héla eða hrím myndast einnig á víðavangi eins og oft má sjá á stein- um og málmum og í moldarflögum. Hún myndast af vatnsgufum í loft- inu þegar aðeins er frost við yfirborð jarðar og getur hæglega myndast þótt frostlaust sé í fárra feta hæð yfir jörð. Þetta hrím myndast ekki þar sem mjög mýrlent er. Oft gerir hrímið mikið tjón á ökrum erlendis. Hafa menn því tekið upp á því til þess að verja uppskeruna að veita vatni á akrana eða brenna þar moðrusli. Uppgufun vatnsins varnar hélu- myndun og reykinn leggur venjulega með jörðu þegar lyngt er og hlífir hann þágróðrinum. HAGL Svo er enn ein tegund af snjó sem er mismunandi stór korn erfalla hátt úr lofti. Þessi korn myndast þannig að ískristallar, sem eru á nið- urleið, hittafyrir uppsteymi af hlýrra lofti og berast með því upp í kalt loft aftur og myndast þá íshúð utan um þá. Þá þyngjast þeir svo að þeir falla aftur niður í hlýrra loft og berast svo með uppsteymi þess á nýjan leik upp í kalt loftlag og bætist þá önnur íshúð utan á þá. Þannig gengur þetta koll af kolli og alltaf stækka kornin. Stundum festast tvö eða fleiri sam- an og hlaða utan á sig ísbrynju þang- að til þau eru orðin svo að segja hnöttótt og svo stór og þung að loft- ið getur ekki haldið þeim uppi. Þá falla þau til jarðar og hafa oft valdið 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.