Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 28

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 28
UR RIKI NATT Umsjón: Óskar Ingimarsson GOSKANINA í hlíðum eldfjallanna Ixtaccihu- atl og Popocatepetl í Mexíkó og á fjallinu Ajusco í námunda við þau á heima smávaxið dýr sem innfæddir nefna teporingo eða zacatuche. Hvergi ervitað um það annars staðar í heim- inum svo að það hlýtur að telj- ast meðal sjaldgæfustu dýra- tegunda. Og nú er stofninn orðinn svo lítill að mikil hætta er á að dýrið heyri sögunni til áðuren langt um líður. ísindamenn vissu ekkert um tilvist dýrsins fyrr en 1893 og flokkuðu það þá með venjulegum hérum. En árið 1911, eftir að hópur banda- rískra dýrafræðinga hafði verið á rann- sóknarferð um svæðið, varð Ijóst að sú flokkun fékk ekki staðist. Þetta var greinilega kanínutegund en líktist þó alls ekki kanínu í vaxtarlagi. Ákveðið var að skipa henni í sérstaka ættkvísl sem kölluð var Romerolagus til heið- urs Romero Rubio, sendiherra Mexíko í Washington, en hann hafði styrkt fyrrnefndan leiðangur. Dýrið er nefnt goskanína á íslensku. Goskanínan heldur sig í hávöxnu, toppóttu grasi í 3-4000 metra hæð þar sem furutré fara að vaxa strjált. Hún gerir sér holu undir steinum eða grastoppum. Lítið er vitað um fæðu hennar nema hvað hún er sólgin í fjallamyntu sem vex innan um grasið og ber sterkan ilm. Goskanínan er lítið dýr, um 30 sentímetrar á lengd, dökkmógrá að ofan með svörtum yrjum. Fætur eru ljósgulrauðir og kviður og bringa Ijós- grá. Hún er næstum skottlaus, eyrun eru fremur lítil og kringlulaga, augun í minna lagi og fætur stuttir. Hljóðin eru há og skerandi og líkjast flauti blísturhéra. Athafnatími goskanínu er á nótt- unni en hún sést þó stundum að deg- inum, einkum um fengitímann. Henni þykir gott að liggja í sólinni, ekki síst eftir kalda nótt eða rigningar. Hún fóðrar bæli sitt með furunálum og hári. Ungarnir fæðast yfirleitt í mars- júlí, eru oftast þrír og getur það ekki talist mikið þegar kanína á í hlut. Ekki eru til neinar upplýsingar um fjölda dýranna fyrr á tímum en víst er að þeim hefur fækkað stórlega á sein- ustu áratugum svo að útrýmingar- hætta vofir yfir þeim. Ein ástæðan er sú að sístækkandi land hefur verið lagt undir maísrækt og þá er grasið í fjallshlíðunum brennt og kanínurnar missa heimkynni sín. Enn meiri hætta stafar þó af skot- glöðum veiðimönnum frá Mexíkó- borg. Þeir láta sem þeir ætli að veiða kornhænur og aðra fugla en gamna sér ótrúlega oft við að skjóta á goskanínur til að reyna hittni sína. Kjötið er ekki snætt, líklega vegna myntubragðsins, og dýrið er „alfrið- að“ en yfirvöld eiga á brattann að sækja þegar þau vilja framfylgja lög- unum. Og fjallabúar telja goskanín- una meindýr sem best sé að uppræta. 2 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.