Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 43

Æskan - 01.02.1992, Blaðsíða 43
Kevin Costner varð ekki frægur á augabragði. Þegar hann fékk loks bitastætt hlutverk í kvikmynd voru allir þeir þættir, sem hann kom fram í, klipptir úr filmunni! En nú er hann einn hæstlaun- aðasti leikarinn í Banda- ríkjunum... Kevin leikur aðalhlutverk í kvik- myndunum Hróa hetti og Dönsum við úlfa en þær eru í flokki þeirra mynda sem flestir sáu árið 1991. Hann hafði raunar ætlað sér að vinna við auglýsingar en fann brátt að það átti ekki við hann. Hann til- kynnti konu sinni að hann ætlaði að verða leikari. Þau fluttu til Hollywood - án þess að eiga þar vísan stuðning nokkurs manns. Kevin fór á námskeið fyrir leik- ara. Hann fékk smáhlutverk í litlum leikhúsum en gat ekki séð fyrir sér með því. Þess vegna vann hann við trésmíðar og sem fyrirsætatil að afla peninga. Loks fékk hann hlutverk í mynd- inni Okkar á milli. En myndin var stytt og hann sást hvergi! Ekki af því að hann stæði sig illa- heldur þótti myndin betri án þeirra atriða sem hann kom fram í. í myndinni, Dansar við úlfa, fer Kevin ekki einungis með aðalhlut- verk. Hann er einnig leikstjóri og framleiðandi. Margir héldu að hann myndi tapa stórfé, fólk hefði ekki á- huga á Indíánamynd - hvað þá mynd þar sem Indíánamállýska er Kevin Costner er einn vinsælasti kvikmyndaleikar- inn um þessar mundir. Kevin heluryndi af hornabolta. Með börn sín, Jó- hann og Lilju. töluð á löngum köflum. Raunin varð sú að kvikmyndin vann til margra verðlauna og fólk um allan heim flykktist til að sjá hana. Kevin lætur áhættuleikara ekki um varasöm atriði - eins og margir aðr- ir gera. I myndinni um Hróa hött hleypir hann hesti berbakt á harða- spretti um skóginn, berst í einvígi undir 70 m háum fossi og stekkur úrtrjám. KEVIN • er fæddur 18. janúar 1955 í Lynwood í Kaliforníu... • stundaði nám í viðskiptadeild Kaliforníuháskóla og braut- skráðist þaðan 1978... • er kvæntur Cindy Silva. Þau kynntust í Disneyheimi. Það var ást við fyrstu sýn - og hefurenst! Þau giftu sig 1978 og eiga þrjú börn, Önnu sjö ára, Liljufimm áraog Jóhann þriggja ára. (Ensku nöfnin eru Annie, Lily og Joe) Cindy er að læra byggingalist og hönn- un... • hóf kvikmyndaferil sinn í myndinni “Sizzle Beach“ 1979 - og fékk 500 dollara fyrir leik sinn... • varð að greiða tvær milljónir dollara úr eigin vasa þar sem kostnaður við myndina Dans- arvið úlfafórfram úráætlun. Samið hafði verið um að þeir sem veittu fé í hana legðu fram 16 milljónir. Hann mun hafa fengið sýnu meira en framlag sitttil baka... • fékk átta milljónir dollara (480 milljónir íslenskra króna) í laun fyrir leik sinn íHróa hetti... • leikur í frístundum með hljómsveit að nafni “Roving Boys“... • ákvað í samráði við konu sína að aldrei skyldi rætt um hann sjálfan á heimilinu... • hitti Madonnu eftir einhverja hljómleika hennar (hún sendi honum boðsmiða), kvað sýn- inguna hafa verið ágæta en hélt síðan þegar á brott; sagði að fjölskylda sín biði eftir sér... Æ S K A N 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.