Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 43

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 43
Kevin Costner varð ekki frægur á augabragði. Þegar hann fékk loks bitastætt hlutverk í kvikmynd voru allir þeir þættir, sem hann kom fram í, klipptir úr filmunni! En nú er hann einn hæstlaun- aðasti leikarinn í Banda- ríkjunum... Kevin leikur aðalhlutverk í kvik- myndunum Hróa hetti og Dönsum við úlfa en þær eru í flokki þeirra mynda sem flestir sáu árið 1991. Hann hafði raunar ætlað sér að vinna við auglýsingar en fann brátt að það átti ekki við hann. Hann til- kynnti konu sinni að hann ætlaði að verða leikari. Þau fluttu til Hollywood - án þess að eiga þar vísan stuðning nokkurs manns. Kevin fór á námskeið fyrir leik- ara. Hann fékk smáhlutverk í litlum leikhúsum en gat ekki séð fyrir sér með því. Þess vegna vann hann við trésmíðar og sem fyrirsætatil að afla peninga. Loks fékk hann hlutverk í mynd- inni Okkar á milli. En myndin var stytt og hann sást hvergi! Ekki af því að hann stæði sig illa- heldur þótti myndin betri án þeirra atriða sem hann kom fram í. í myndinni, Dansar við úlfa, fer Kevin ekki einungis með aðalhlut- verk. Hann er einnig leikstjóri og framleiðandi. Margir héldu að hann myndi tapa stórfé, fólk hefði ekki á- huga á Indíánamynd - hvað þá mynd þar sem Indíánamállýska er Kevin Costner er einn vinsælasti kvikmyndaleikar- inn um þessar mundir. Kevin heluryndi af hornabolta. Með börn sín, Jó- hann og Lilju. töluð á löngum köflum. Raunin varð sú að kvikmyndin vann til margra verðlauna og fólk um allan heim flykktist til að sjá hana. Kevin lætur áhættuleikara ekki um varasöm atriði - eins og margir aðr- ir gera. I myndinni um Hróa hött hleypir hann hesti berbakt á harða- spretti um skóginn, berst í einvígi undir 70 m háum fossi og stekkur úrtrjám. KEVIN • er fæddur 18. janúar 1955 í Lynwood í Kaliforníu... • stundaði nám í viðskiptadeild Kaliforníuháskóla og braut- skráðist þaðan 1978... • er kvæntur Cindy Silva. Þau kynntust í Disneyheimi. Það var ást við fyrstu sýn - og hefurenst! Þau giftu sig 1978 og eiga þrjú börn, Önnu sjö ára, Liljufimm áraog Jóhann þriggja ára. (Ensku nöfnin eru Annie, Lily og Joe) Cindy er að læra byggingalist og hönn- un... • hóf kvikmyndaferil sinn í myndinni “Sizzle Beach“ 1979 - og fékk 500 dollara fyrir leik sinn... • varð að greiða tvær milljónir dollara úr eigin vasa þar sem kostnaður við myndina Dans- arvið úlfafórfram úráætlun. Samið hafði verið um að þeir sem veittu fé í hana legðu fram 16 milljónir. Hann mun hafa fengið sýnu meira en framlag sitttil baka... • fékk átta milljónir dollara (480 milljónir íslenskra króna) í laun fyrir leik sinn íHróa hetti... • leikur í frístundum með hljómsveit að nafni “Roving Boys“... • ákvað í samráði við konu sína að aldrei skyldi rætt um hann sjálfan á heimilinu... • hitti Madonnu eftir einhverja hljómleika hennar (hún sendi honum boðsmiða), kvað sýn- inguna hafa verið ágæta en hélt síðan þegar á brott; sagði að fjölskylda sín biði eftir sér... Æ S K A N 4 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.