Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1992, Side 27

Æskan - 01.02.1992, Side 27
SPURT OG SVARAÐ A AUSTURLANDI Lára Valdís ásamt Magnúsi Karli, Irænda sínum, eins og hálfs árs. LÁRA VALDÍS KRISTINS- DOTTIR, REYÐARFIRÐI: Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Ég er í fiskamerkinu (annars trúi ég ekkert sérstaklega á stjörnuspár). Ahugamál: Ég hef mikinn áhuga á frjálsum íþróttum. Ég æfi spretthlaup, lang- stökk og spjótkast. í fyrrasumar keppti ég á sumarhátíð ÚÍA. Það var gaman þó að ekki ynni ég til verð- launa. Starf í fyrrasumar: Ég gætti eins og hálfs árs frænda míns fjóra tíma á dag á meðan for- eldrar hans voru að vinna. Hann var nokkuð prúður. Ég fékk 100 krónur átímann. Vinkonur: Ásta, Díana, Guðrún, Ellen, Sig- rún, Aðalheiður, og ísey. Skólinn: Mér líkar hann bærilega. Það er reyndar dálítið mikið að læra en eitt- hvað verður maður nú að læra. Skemmtilegast þykir mér í hand- mennt og matreiðslu. Stafsetningin er hins vegar leiðinlegust. Félagslíf- ið er þokkalegt. Á föstudögum fáum við t.d. að halda diskótek. Skólaferðalög: Það er ekki mikið um skólaferða- lög hjá öðrum en þeim sem eru í efsta bekknum, 10. bekk. Það er reyndar farið dálítið í heimsóknir í skólana á hinum fjörðunum - ef hægt er að kalla svo stuttar ferðir skólaferðalög. Áhugamál: Útivist (útilegur) og skíðaferðir. Framtíðarstarf: Óákveðið. KRISTJAN RÚNAR HAUKSSON, HÖFN í HORNAFIRÐI Aldur: 11 ára. Áhugamál: Sund er mjög ofarlega á blaði. Ég syndi mikið t.d. á sumrin. Einnig þykir mér gaman að hjóla og leika mér við krakka. Á sumrin hjólum við félagarnir oft í Bergárdal, förum í þrautakóng, torfærukeppni eða hvað það nú kallast. Við höfum gjarnan nesti með okkur. Einnig hjólum við mikið innanbæjar. Skóli: Ég er í 6. bekk. Stærðfræðin er skemmtileg, einnig lestur. Leiðinleg- ast er að vera í skriftartímunum. Það er mjög gott félagslíf í skólanum. Oft eru haldin böll fyrir 9-12 ára eða sér- stök bekkjarböll.Svo er dálítið um klúbbstarf. Sumarið 1990: Fjölskylda mín á sumarbústað í Hellisholti og við dvöldumst oft þar. Ég var mikið í íþróttum og æfði frjálsar (einkum hástökk og kúlu- varp). Einnig æfði ég knattspyrnu með 5. flokki Sindra. Ég var einn þriggja markvarða liðsins. Okkur gekk ekki sem skyldi á íslandsmót- inu en við reynum að gera betur næst. Kannski æfðum við ekki nógu vel. Helstu vinir: Sindri, Svenni, Maggi og Steinar. Framtíðarstarf: Lögregluþjónn. Draumaprinsessa: Ég hef ákveðna stelpu í huga en vil ekki lýsa henni! Kristján Rúnar - á leið í sund.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.