Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 25

Æskan - 01.02.1992, Qupperneq 25
Raunar getum við haft mikil áhrif á annan hátt: Með því að koma vel fram við aðra. Þótt í smáu sé getur það mótað þá sem við eigum samskipti við. Með því að skrifast á við út- lend börn og unglinga leggjum við góðu málefni líka lið. Kynni fólks af ólíkum kynþáttum auka skilning á háttum þjóða. Við getum reynt - þó að leið- in verði löng og ströng. ÝMSAR ÓSKIR Kæra Æska! Fyrst vil ég þakka fyrir gott blað. Ég vil gjarna fá birta fróð- leiksmola um Sinéad O'Connor og Whitney Houston. Gætuð þið einnig haft viðtal við Todmobile? Mérfinnst að þið gætuð líka reynt að hafa límmiðana og veggmynd- irnar dálitlu fjölbreyttari. Ekki bara af frægu fólki og dýrum. Þið gæt- uð látið Ijósmynda ýmsa hluti, t.d. skó, gleraugu, tannbursta eða gaff- al á rósóttum dúk. Ég veit um marga sem eru mér sammála um þetta. Gætuð þið haft fleiri unglinga- sögur i blaðinu en hefur verið? Langamma að norðan. Svar: Við getum ekki komið til móts við allar óskir. En Andr- ea í Todmobile er á leiðinni til þín í máli og myndum þegar þetta er skrifað. Okkur berast afar margar beiðnir um frásagn- ir og myndir af frægu fólki. Við komumst ekki yfir það allt - þó að frá mörgum sé sagt í Æsk- unni. Tillögur þínar um límmiða og veggmyndir eru athygli verðar. Líklega tökum við mikið mark á þeim! Við getum ekki lofað því að unglingasögum fjölgi til muna. Þær verða þó annað veifið á síð- um blaðsins. Og við gefum alltaf út bækur ætlaðar unglingum... í MÖRGUM MYNDUM Æskupóstur! Mig langar bara til að spyrja hvort þið ætlið ekki að fara að setja þáttinn, í mörgum myndum, í blað- ið aftur? Hann er rosalega skemmtilegur. Af hverju hafið þið ekki þátt í blaðinu þar sem sagt er frá alls konar störfum? Það skrifa nefni- lega svo margir Æskupóstinum til að spyrja um ýmis störf. Og það tekur mikið pláss þegar sagt er frá þeim. Þá gætuð þið birt fleiri bréf. Stína. Svar: Þátturinn, í mörgum myndum, verður annað veifið í Æskunni. Fyrir allmörgum árum var þáttur í blaðinu undir heitinu, Hvað viltu verða? Þar var sagt frá fjölmörgum störfum. Undan- farið höfum við kosið að svara spurningum um störf all-ýtar- lega íÆskupóstinum. Við mun- um hugleiða hvort við tökum aft- ur upp þann hátt sem áður var hafður á. MEÐ ÖPUM OG HITA- BELTISDÝRUM Kæra Æska! Þökk fyrir veggmyndina af hvolpunum. Ég hengdi hana strax uppávegg. Mig langar til að spyrja þig tveggja spurninga: Getur þú ekki byrjað aftur með þáttinn, Dýrin okkar, og sagt frá öpum og hitabeltisdýrum? Er ekki hægt að hafa vegg- mynd með Sálinni hans Jóns mfns? Ég. Svar: Þátturinn verður áfram - öðru hverju. Kannski segjum við frá dýrum í hitabeltislönd- um. Jú! Eins og þú hefur sjálfsagt þegar séð er vinsælasta ís- lenska hljómsveitin 1991 (könn- un Poppþáttarins) ímiðju blaðs- ins. ÍÞRÓTTAFÓLK Kæra Æska! Þökk fyrir mjög gott blað! Viljið þið hafa íþróttaþátt í blað- inu? Þar gætu verið greinar, viðtöl við frægt íþróttafólk og krakka sem stunda íþróttir. Getið þið birt fróðleiksmola um Alyssu Milano sem leikur stelpuna í Hver á að ráða? Mína mús. Svar: íþróttafólk er iðulega á síðum Æskunnar - og oft segj- um við frá íþróttaiðkunum krakka og afrekum þeirra. Þannig verður áfram. Alyssa er ein af fjölmörgum sem við getum því miður ekki sagt neitt frá - a.m.k. ekki að sinni. VIL KYNNAST ... Æska mín gób! Viltu birta þetta: Ég hef áhuga á að kynnast sem flestum aðdáendum hljómsveitar- inn Skid Row - á öllum aldri og um alit land! Helga Krlstín Skúladóttir, Austurvegi 10, 680 Þórshöfn. FÆÐINGARDAGAR OG HEIMILISFÖNG Æskupóstur! Getur þú sagt mér hvenær Pat- rich Bach og Whitney Houston eru fædd? Veistu hvaðan ég get feng- ið mynd og eiginhandaráritun Charlie Sheen? Jóna. Svar: Eftir mikla leit komumst við að þessu. Við látum upplýs- ingar um ýmsa aðra fylgja því að margir hafa beðið okkur þess. En við getum ekki svarað spurningum allra um þessi efni. Patrich Bach: 30. 3. 1968. Whitney Houston: 9. 8. 1963. Charlie Sheen: 3. 9. 1965 - c/o William Morris Agency, 151 El Chamino Drive, Beverly Hills, CA 90112 USA. Billy Christal: 14. 3. 1947. Don Johnson: 15. 12. 1948. Mel Gibson: 3. 1. 1956. MichaelJ. Fox: 9. 6. 1961. Lisa Stansfield: 27. 4. 1959. Sinéad O’Connor: 8. 12. 1967. Dannii Minogue, c/o Star Merchandising, P.O.Box 136, Warford Hearts, England. Val Kilmer, c/o Creative Artists Agency, Paula Wagner, 9830 Wilshire Blvd., Bev. Hills, CA 90212, USA. Þökk fyrir bréfin, agætu bréfritarar! Gjarna vildum við fá frásagnir af félagsstarfi og viðourðum á heimaslóðum áskrifenda... ÆSKU PÓSTUR Æ S K A N 2 5

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.