Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Síða 41

Æskan - 01.02.1992, Síða 41
Frá Ingunni Þóróardóttur: Óli, sex ára, hefur valið sér ævi- starf og útskýrir það á þennan hátt: „Ég ætla að verða prestur þeg- ar ég verð stór. Þá þarf ég bara að vinna einn dag í viku. Það er fínt fyrir mig því að það er, hvort sem er, aldrei neitt skemmtilegt í sjón- varpinu á sunnudögum." Lítill drengur er í rannsókn hjá lækninum ... - Er ekki allt í lagi með eyrun og nefið, vinur? spyr læknirinn. - Nei, svarar strákur. Þau eru alltaf fyrir þegar ég fer úr og í peys- una mína! - Heyrðu mig, Anna, segir pabbi. Hvers vegna kemurðu svona seint úr skólanum í dag? - Kennarinn lét mig sitja eftir. - Lét hann svona duglega telpu sitja eftir? - Já, hann spurði hvaða gagn Golfstraumurinn gerði og ég svar- aði: „Hann rekur við að landi og bætir loftið.“ Andrés var að reyna nýja bíl- inn sinn. Hann gaf duglega í og ók greitt. Eiginkona hans sat í framsæt- inu og reyndi allt sem hún gat til að stjórna ökulagi manns síns. „Ekki svona hratt. Hægðu á þér! Hemlaðu!!“ æpti hún hvað eftir annað en Andrés lét sem hann héyrði ekki til hennar. Að lokum þreyttist hann samt og sagði: „Hvað gengur eiginlega á? Er ekki allt í lagi, kona?“ „Jú,“ sagði hún. „En það er lög- reglubíll á eftir okkur og hann er alltaf að reyna að komast fram úr - Hvert er nafnið? spurði dóm- arinn. - Jón Jónsson, svaraði maður- inn. - Hvað ertu gamall? - Ég verð 85 ára í næsta mán- uði. - Finnst þér þú ekki of gamall til að vera að stela bílum? - Jú, mérfinnst það. En þegar ég var ungur voru fáir bílar til! Úr skólablaði Klúkuskóla : - Ertu búin að gleypa þrjá fimmtíu króna peninga, stelpa? spurði bálreið móðir. - Já, en ekki að gamni mínu. Það var umferðarfræðsla í skólan- um og ég var stöðumælir... Maður nokkur keypti sér bíl og gat greitt hann með saxófóninum sínum. Skýringin var sú að hann átti heima í næstu íbúð við bílasal- ann ... Ferðaskrifstofa nokkur skipu- lagði langt ferðalag um eyðimerk- ur Norður-Afríku. Góðum manni varð að orði að vonandi rynni sú ferð út í sandinn ... Auglýsing: Tennur hafa fund- ist. Eigandinn getur vitjað þeirra til mín að Perlustíg 111 - og fær þær afhentar ef hann gefur skýringu á því hvernig þær komust í jarðar- berjatertuna mína ... Úr Norska barnablaöinu: (Norðmenn hafa Svía í því hlut- verki sem sumir íslendingar hafa Hafnfirðinga ...) Nokkrir Svíar stofnuðu hijóm- sveit og fengu að æfa sig í félags- heimilinu. Húsvörðurinn kom til þeirra og sagði: „Fínt, strákar! Ég var úti að hlusta á ykkur. Þar hljómaði þetta vel!“ Þá hlupu allir Svíarnir út til að heyra hljóminn... Tveir Svíar voru að veiða í Laxá. íslendingur var þar líka. Hann kastaði línunni svo langt af stönginni að hún fór yfir ána. Þar voru gæsir á vappi og öngullinn festist í einni þeirra. - Vá, maður! sagði annar Sví- inn. Hér hljóta að vera stórir laxar fyrst þeir nota svona stórar flugur í beitu! Liðsforinginn: Þegar við segj- um góða nótt hér í hernum þá merkir það: Steinþegið þið og far- ið strax að sofa! Hermaðurinn: Góða nótt, liðs- foringi! Svíinn: Það var ekið á mig, lög- regluþjónn! Lögregluþjónn: Hvar var það? Svíinn: Rétt fyrir framan bílinn Svíi heimsótti íslenskan vin sinn. Þeir áttu báðir heima í há- skólabænum Lundi. Þegar hann ætlaði heim aftur var farið að helli- rigna.íslendingurinn bauð honum að vera hjá sér um nóttina svo að hann yrði ekki holdvotur á leiðinni heim. Hann fór að búa um hann í gestaherberginu. Þegar hann kom frá því sá hann Svíann hvergi. En eftir stutta stund snaraði hann sér inn, gegnblautur. - Ég hljóp bara heim til að sækja náttfötin mín ... Æ S K A N 4 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.