Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1992, Síða 50

Æskan - 01.02.1992, Síða 50
Sögumaður, ungur dreng- ur á bœnum Selsundi við rcetur Heklu, stendur vörð meðan faðir hans og tveir ungir Þjóðverjar reisa fjár- hús. Enginn má verða Þjóð- verjanna var. Þeir eru í fel- um í Bólhelli skammt frá bœnum afþví að heims- styrjöldin síðari geisar... 7. kafli HERBÍLLINN Sennilega hefir veriö sunnudag- ur því að af einhverjum ástæðum vomm við ekki að vinna í fjárhús- inu þegar allt í einu birtist skrýt- inn bíll í þýfinu nokkru eftir há- degi. Sáum við hann koma upp ffá vaðinu á Selsundslæknum milli Salgerðarflatar og Hestatorfunnar. Þetta var stuttur bíll með húsi og mikilli blæju yfir afturhlutanum og myndaði eins konar „boddí" eins og það var kallað í þá daga. Silaðist hann heim þýfið eftir kerru- veginum sem lá þar og farið var um með hestvagna eða bfla væm þeir á ferð. Þegar hann kom heim að túnhliðinu stökk maður út, opn- aði það og hélt því opnu meðan bfllinn ók í gegn. Við systkinin opn- uðum hlið þetta fyrir kúnum þeg- ar þær vom sóttar til mjalta kvölds og morgna. Síðan ók bfllinn heim að bænum og stöðvaðist vestan við 5 4 Æ S K A N hestaréttina, milli hennar og litla hesthússins. Tveir menn komu heim að bæjardyrum, báðir her- menn í fullum skrúða. Pabbi fór til dyra. Aðrir í bæn- um létu ekki á sér kræla. Eftir skamma stund kom pabbi aftur inn og bað mig að sækja hestana. - Alla? spurði ég. - Já. Mennina langar að fara á Heklu. Þeir em fjórir. Svo á ég að fýlgja þeim. Þess vegna verð ég að taka Brokk líka. Hann var orðinn aldraður og ekki besti reiðhesturinn eins og nafnið benti til. Ég bjó mig í flýti, heilsaði mönn- unum, sem stóðu framan við bæ- inn, með handabandi og skund- aði síðan vestur á Mosa. Þar hafði ég séð hestana fýrr um daginn. Einn mannanna gekk í humátt á eftir mér en gerði ekkert til að halda í við mig. Þegar ég kom með hestana, en ég hafði lagt við einn þeirra, opn- aði hann fyrir mig túnhliðið og hjálpaði mér að koma þeim inn í réttina. Síðan vom fundin til reið- tygi og lagt á hestana. Loks hélt pabbi af stað með Heklufarana. Áður en þeir fóm ræddu þeir eitt- hvað við pabba og óku síðan her- bflnum niður hjá Svíra og yfir Lind- ina. Létu þeir hann síðan standa neðan við Lambhúsin, í hvarfi. Þar gat enginn utan heimilisins séð hann. Þegar hersingin var horfin aust- ur yfir sandana inn milli hrauns og fjalls fór ég að hugsa margt. Ég man ekki betur en ég þakkað Guði fýrir að tilefhi komu hermannanna var aðeins það að ganga á Heklu. Svo vaknaði forvitnin. Heima í bæ sagði enginn eitt einasta orð um gestakomuna. Þar var ekki nefnd snara í hengds manns húsi. Því ákvað ég að fara út og skoða aðeins þennan merkilega bíl. Ln nú var eins gott að fara varlega. Ef til vill hafði einhver orðið eftir í honum til að gæta hans. Ég stóð lengi upp á Svíranum og beið, ÚTILEGUMENN horfði aðeins á gripinn en sá þar enga hreyfingu. Það var að minnsta kosti enginn sjáanlegur inni í honum. Einhver gat samt verið aftur í, undir þessum stóra segldúk. Þaðan höfðu komið tveir menn. Eftir dágóða stund gekk ég að bílnum og gægðist varlega inn í afturhluta hans. Beið ég þannig um stund uns augu mín höfðu vanist rökkrinu sem inni í honum var. Þar var ekkert að sjá. Að minnsta kosti var ekki nokkur maður þar. Það voru aðeins bekk- ir með hliðunum til að sitja á, föt og bakpokar, auk skófatnaðar. Svona litu þá hermenn og her- bflar út. Þetta var í fýrsta sinn sem

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.