Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 13

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 13
KEPPNIUM FRUMLEGASTA OG FALLEGASTA UMSLAGID Enn ein keppni afmælisbarnsins; Æskunnar! Hún verð- ur 95 ára í haust - en á henni eru engin ellimörk. Hún efn- ir nú til nýstárlegrar keppni: Sá sem sendir okkur frumlegt eða fallegt umslag getur átt von á góðum glaðningi! Sá sem reynist frumlegastur fær Redstone „Crazy- boy“-sjónvarpsleikjatölvu með 23 leikjum - frá Tölvu- landi hf., verslun í Borgarkringlunni. Fimm sendendur fá að launum - hver - þrjár hljómplötur/snældur frá Steinum hf. (með Sálinni - eða Stjórninni, Todmobile, Nýrri danskri, Bubba og Rúnari, Karli Örvarssyni, Mezzoforte, K.K., Eyjólfi Kristjánssyni) þrjár bækurÆskunnar þrjú myndbönd frá Bergvík hf. (Tinna- og/eða knatt- spyrnumyndir) Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal. Tilvalið er að setja í umslagið lausnir á þrautum, beiðni um að nafn verði birt í pennavina- eða safnaradálkum, eða bréf til Æskupósts - og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Umslögin geta verið af ýmsu tagi. IMota má venjulegt umslag og mála á það mynd - eða auka við það með einhverju efni. Líka má búa til umslag - úr pappír eða GEFIÐ HUGMYNDAFLUGINU VÆNGI! Eina skilyrðið er að letra póstfang Æsk- unnar á umslagið og gleyma ekki að geta um nafn, heimilisfang og aldur. Póstfangið er: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavík. HEIL A HUFI! I tilefni 95 ára afmælisÆskunn- ar 5. október nk. verður í næstu tölublöðum get- raun með glæsi- legum verðlaun- um. Hún tengist ýmsum stuttum fræðsluþáttum. Tilgangurinn er að minna á hve miklu við getum ráðið sjálf um heill okk- ar og heilbrigði með því að gæta okkar vel. Það gerum við með því -að fara varlega - í umferð og nánast hvar og hvenær sem er - -að hafna ýmsu óþörfu og óhollu -en velja það sem eykur líkur á heilbrigðu lífi. Auðvitað verður ekki við öllu séð. En við getum ráðið miklu með réttu vali. Æskan hefur frá upphafi göngu sinnar vakið athygli á þessu á margan hátt til að lesendur hennar mættu lifa vel og lengi: HEILIR Á HÚFI. Til samstarfs við Æskuna og útgefanda hennar, Stórstúku íslands, hafa gengið nokkur félög og stofnanir sem einnig hafa lagt mikið af mörkum í þessu skyni. Það eru Áfengisvarnaráð, Krabbameinsfélag íslands, Manneld- isráð, Rauði krossinn, Slysavarnafélag íslands og Umferðarráð. Þessir aðiljar munu sjá um stutta fræðsluþætti í Æskunni. VERÐLAUN TENGJAST HEILBRIGÐUM LIFSHATTUM Verðlaun fyrir rétt svör verða af ýmsu tagi - en tengjast öll hollustu og heilbrigð- um lífsháttum. Sþurn- ingar verða í hverju tölublaði til áramóta- úr efni þess (ef til vill áfleiri en einum stað í blaðinu) - og þrír hljóta verðlaun fyrir rétt svör í hvert sinn. Aðalverðlaun fyrir fyrsta hluta getraunarinnar er Jazz-fjallahjól frá Trek - af þeirri gerð sem hentar vinningshafa. Tvenn aukaverðlaun eru íþrótta- búningar. FYRSTI HLUTI GETRAUNARINNAR, HEIL Á HÚFI! 1. Hvenær fóru rannsóknir að sýna samband milli tóbaksreykinga og ýmissa hættuiegra sjúkdóma? 2. Af hverju eiga flestir, sem byrja að reykja tóbak, erfitt með að hætta því? 3. Hver gefur heilræði í þessu tölublaði og segir: „Byrjið aldrei að reykja!“ Svör skal senda til Æskunnar, pósthólf 523,121 Umslagið verður að leggja í Reykjavík - merkt: Heil á húfi - fyrir 30. aprfl nk. póst fyrir 17. maf nk. Æ S K A N 7 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.