Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1992, Qupperneq 36

Æskan - 01.03.1992, Qupperneq 36
Birna Hadda Ómarsdóttir og Pétur Róbert Tryggvason, bæði 14 ára: Heimili: Pétur: Rútsstaðir II í Eyjafjarðar- sveit, 25 km frá Akureyri. Ég hef átt heima þaralla ævi. Birna (bróðurdóttir Péturs): Ég á hins vegar heima á Akureyri. Þegar ég var lítil átti ég heima á Höfn í Hornafirði og í Keflavik en á Akur- eyri hef ég átt heima lengst af. Skóli: Pétur: Hrafnagilsskóli. Birna: Síðuskóli. Skemmtilegast að læra: Pétur: Leikfimi, sund og danska. Birna: Get ekki svarað. En leiðinlegast: Pétur: Enska. Birna: Samfélagsfræði og eðlis- fræði. Áhugamál: Pétur: Knattspyrna og aka um á skellinöðrunni minni. Birna: Að vera á skíðum og skaut- um - og synda. Starf í fyrrasumar: Pétur: Ég vann í hænsnabúinu Fjöreggi. Starf mitt fólst í því að ganga í húsin og tína upp dauða kjúklinga. Alltaf tróðust einhverjir þeirra undir og dóu. Ég mokaði líka skít út úr húsunum, sótthreinsaði þau og bar kalk á veggi - ásamt ýmsu öðru sem til féll. í fyrstunni vann ég við að aflífa fuglana en skipti sem betur fór fljótlega um verksvið. Birna: Ég vann líka hjá Fjöreggi ásamt Pétri. Ég var mest í sláturhús- inu, ekki þó við slátrunina sjálfa held- ur var ég við færibandið, eins og það er kallað, pakkaði kjúklingunum inn og svoleiðis. Ég vann einnig við að flokka eggin og lýsa þau til að leita að fúleggjum. Mér líkaði starfið vel. Draumar um framtíðarstörf: Pétur: Að verða atvinnuflug- maður. Birna: Mig langar til að verða snyrtifræðingur eða hárgreiðslu- meistari. Áhugaverðast í fari hins kynsins: Pétur: Margir strákar leggja mest upp úr útliti stelpna. En þær mega að mínu viti ekki vera alveg tómar í kollinum. Þær verða t.d. að vera skemmtilegar. Stelpurnar minnka í áliti hjá mér þegar ég veit að þær drekka eða reykja. Birna: Númer eitt, tvö og þrjú er að strákarnirséu skemmtilegir. Út- lit þeirra skiptir mig minna máli. - E.l. Frændsystkinin Pétur fíóbert Tryggvason og Birna Hadda Ómarsdóttir. 4 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.