Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Síða 39

Æskan - 01.03.1992, Síða 39
ópu heldur lögðu þeir sjálfan Bandaríkjamarkað að fótum sér en það var óhugsandi af- rek fram að dögum þeirra. Árið 1964 seldu Bítlarnir meira en helming allra platna sem seldust í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Eins og oft áður (og síðar) trúðu lykilmenn skemmti-iðn- aðarins ekki að Bítlarnir væru komnir á topp vinsældalistanna til frambúðar. Menn héldu að þetta hlyti að vera bóla sem myndi springa eftir skamman tíma. Hjá bandarísku leyniþjón- ustunni trúðu menn vart eigin augum og eyrum. Þar á bæ var sett á laggir rannsókn til að kanna hvort sovéska leyniþjón- ustan, K.G.B., stæði á bak við „innrás“ Bítlanna á bandaríska skemmti-markaðinn. Á meðan Bítlarnir hreiðruðu um sig á bandarískum vin- sældalistum héldu bandarísk- ir plötuútgefendur áfram að setja á markað djass-slagara með Louis Armstrong, hægláta raul-slagara með Dean Mart- in, Frank Sinatra og Barböru Streisand, svo og lauflétt sál- ar-popp með Diönu Ross og Supremes. Eftir að þeir höfðu valsað án samkeppni um bandaríska vinsældalista í heilt ár stofnuðu þarlendir hljóðfæra- leikarar loks bandaríska „bítla- hljómsveit". Sú hét Byrds. Hún hélt hljómleika á Hótel íslandi í febrúar s.l. Byrds-piltarnir spiluðu þó ekki rokk fyrstu árin heldur fluttu þeir gamla, bandaríska þjóðlagamúsík (eftir Pétur Seeger, Woody Guthrie og Bob Dylan) í útsetningu fyrir trommur og rafhljóðfæri. FRAMHALD POPPÞÁTTUR Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson POPPSKJALASAFNIÐ Nafn: Donald E. Wahlberg Gælunafn: Donnie ( og Donnie ,,Cheese“) Fæðingardagur: 17. ágúst 1969 Fæðingarstaður: Dorchester í Massachusetts-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku Núverandi búseta: Borgin Boston í Massachusetts. Sérkenni: Berfjóra eyrnahringi f vinstra eyra og gimstein á nefinu vinstra megin. Einnig er hann með fæðingardag sinn tattóveraðan á upphendlegg, ásamt nafni sínu og fangamarki foreldra sinna. Systkini: Ein systir og sjö bræð- ur. Donnie er næst yngstur. Einn bræðra Donnies er í hljómsveitinni Marky Mark & The Funky Buch. Atvinna: Söngvari og dansari í hljómsveitinni Nýju krökkunum í hverfinu (New Kids on The Block). Póstáritun: P.O.Box 79, Ashford, Kent, TN 23 3AG, England. TEKJUHÆSTU POPPARARNIR Dægurlagasöngvarar, hljóm- sveitir og leikarar eru tekjuhæstu menn heims. Samkvæmt útreikn- ingum bandaríska tímaritsins For- bes eru þetta tekjuhæstu poppar- ar síðustu tveggja ára. 1. Hljómsveitin Nýju krakkarn- ir í hverfinu (New Kids on The Block). Þeir höluðu inn tæp- lega 7 milljarða íslenskra króna. 2. Madonna (tæplega 4 millj- arðar). 3. Michael Jackson (rúmir 3,5 milljarðar). 4. Hljómsveitin Rolling Stones (3,3 milljarðar). 5. Paul McCartney (tæpir 3 milljarðar). 6. Julio Iglesas (2,7 milljarð- ar). 7. Janet Jackson (rúmlega 2,5 milljarðar). 8. Þungarokkssveitin Aer- osmith (2 milljarðar). 9. Rabb-söngvarinn M.C. Hammer (tæpir 2 milljarðar). 10. Gamla hippahljómsveitin Greatful Dead (hátt í 2 millj- arðar). Til að gera sér grein fyrir því hversu miklar peningafúlgur er um að ræða má deila í upphæðina með 730 dögum (tvö ár). Þá sést að Nýju krakkarnir... hafa náð inn 9 1/2 milljón íslenskra króna á dag eða 6500 kr. á hverri mínútul! VINSÆLDAKOSNING FLÆKINGSINS Útbreiddasta poppblað heims er bandarískt og heitir Rolling Sto- ne (Flækingur). Kaupendur blaðs- ins eru á aðra milljón. (mars-hefti Rolling Stone er birt niðurstaða úr árlegri vinsælda- könnun sem blaðið efnir til meðal lesenda. Þátttakendur skipta tug- um þúsunda og eru frá flestum vestrænum löndum. Æ S K A N 4 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.