Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 39

Æskan - 01.03.1992, Blaðsíða 39
ópu heldur lögðu þeir sjálfan Bandaríkjamarkað að fótum sér en það var óhugsandi af- rek fram að dögum þeirra. Árið 1964 seldu Bítlarnir meira en helming allra platna sem seldust í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Eins og oft áður (og síðar) trúðu lykilmenn skemmti-iðn- aðarins ekki að Bítlarnir væru komnir á topp vinsældalistanna til frambúðar. Menn héldu að þetta hlyti að vera bóla sem myndi springa eftir skamman tíma. Hjá bandarísku leyniþjón- ustunni trúðu menn vart eigin augum og eyrum. Þar á bæ var sett á laggir rannsókn til að kanna hvort sovéska leyniþjón- ustan, K.G.B., stæði á bak við „innrás“ Bítlanna á bandaríska skemmti-markaðinn. Á meðan Bítlarnir hreiðruðu um sig á bandarískum vin- sældalistum héldu bandarísk- ir plötuútgefendur áfram að setja á markað djass-slagara með Louis Armstrong, hægláta raul-slagara með Dean Mart- in, Frank Sinatra og Barböru Streisand, svo og lauflétt sál- ar-popp með Diönu Ross og Supremes. Eftir að þeir höfðu valsað án samkeppni um bandaríska vinsældalista í heilt ár stofnuðu þarlendir hljóðfæra- leikarar loks bandaríska „bítla- hljómsveit". Sú hét Byrds. Hún hélt hljómleika á Hótel íslandi í febrúar s.l. Byrds-piltarnir spiluðu þó ekki rokk fyrstu árin heldur fluttu þeir gamla, bandaríska þjóðlagamúsík (eftir Pétur Seeger, Woody Guthrie og Bob Dylan) í útsetningu fyrir trommur og rafhljóðfæri. FRAMHALD POPPÞÁTTUR Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson POPPSKJALASAFNIÐ Nafn: Donald E. Wahlberg Gælunafn: Donnie ( og Donnie ,,Cheese“) Fæðingardagur: 17. ágúst 1969 Fæðingarstaður: Dorchester í Massachusetts-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku Núverandi búseta: Borgin Boston í Massachusetts. Sérkenni: Berfjóra eyrnahringi f vinstra eyra og gimstein á nefinu vinstra megin. Einnig er hann með fæðingardag sinn tattóveraðan á upphendlegg, ásamt nafni sínu og fangamarki foreldra sinna. Systkini: Ein systir og sjö bræð- ur. Donnie er næst yngstur. Einn bræðra Donnies er í hljómsveitinni Marky Mark & The Funky Buch. Atvinna: Söngvari og dansari í hljómsveitinni Nýju krökkunum í hverfinu (New Kids on The Block). Póstáritun: P.O.Box 79, Ashford, Kent, TN 23 3AG, England. TEKJUHÆSTU POPPARARNIR Dægurlagasöngvarar, hljóm- sveitir og leikarar eru tekjuhæstu menn heims. Samkvæmt útreikn- ingum bandaríska tímaritsins For- bes eru þetta tekjuhæstu poppar- ar síðustu tveggja ára. 1. Hljómsveitin Nýju krakkarn- ir í hverfinu (New Kids on The Block). Þeir höluðu inn tæp- lega 7 milljarða íslenskra króna. 2. Madonna (tæplega 4 millj- arðar). 3. Michael Jackson (rúmir 3,5 milljarðar). 4. Hljómsveitin Rolling Stones (3,3 milljarðar). 5. Paul McCartney (tæpir 3 milljarðar). 6. Julio Iglesas (2,7 milljarð- ar). 7. Janet Jackson (rúmlega 2,5 milljarðar). 8. Þungarokkssveitin Aer- osmith (2 milljarðar). 9. Rabb-söngvarinn M.C. Hammer (tæpir 2 milljarðar). 10. Gamla hippahljómsveitin Greatful Dead (hátt í 2 millj- arðar). Til að gera sér grein fyrir því hversu miklar peningafúlgur er um að ræða má deila í upphæðina með 730 dögum (tvö ár). Þá sést að Nýju krakkarnir... hafa náð inn 9 1/2 milljón íslenskra króna á dag eða 6500 kr. á hverri mínútul! VINSÆLDAKOSNING FLÆKINGSINS Útbreiddasta poppblað heims er bandarískt og heitir Rolling Sto- ne (Flækingur). Kaupendur blaðs- ins eru á aðra milljón. (mars-hefti Rolling Stone er birt niðurstaða úr árlegri vinsælda- könnun sem blaðið efnir til meðal lesenda. Þátttakendur skipta tug- um þúsunda og eru frá flestum vestrænum löndum. Æ S K A N 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.