Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1992, Side 40

Æskan - 01.03.1992, Side 40
 Daninn Lars Ulrich er besti trommuleikari dægurlagaheimsins aö mati lesenda Rolling Stone. Hljómsveitin hans, Metallica, er á sama vettvangi kosin besta þunga- rokkssveitin. GUNS N’ ROSES OG METALLICA Þungarokkssveitirnar Guns N’ Roses og Metallica koma næstar R.E.M. að vinsældum. Fyrrnefnda sveitin er næst „besta hljómsveit- in,“ næst „besti skemmtikrafturinn” með næst bestu plötuna (Use Your lllusion). G.N’R. lenda reyndar einnig I þeirri stöðu aö vera kosnir „versta hljómsveitin” með „verstu plötuna” og „verstu hljómleikana.” Metallica er kosin „besta þung- arokkssveitin" (G.N’R í öðru sæti) en því þriöja sem „besta almenna hljómsveitin,” og „besti skemmti- Bandaríska gítar-nýrokksveitin R.E.M. er virtasta og vinsælasta hljóm sveit heims um þessar mundir. R.E.M. Bandaríska gítar-nýrokksveitin R.E.M. er sigurvegari vinsælda- valsins. R.E.M. er kosin „Skemmti- kraftur ársins 1992,“„Besta hljóm- sveitin11 með „bestu plötuna” og „besta lagið“ (Loosing My Religion). Að auki er söngvari R.E.M., Michael Stipe, kosinn „besti söngvasmiðurinn” og „besti söngvarinn.” krafturinn," með þriðju bestu plöt- una og þriðja besta lagið („Enter Sandman”). Lagið „(Everything 1 Do) I do It For You“ með Bryan Ad- ams er í öðru sæti. Auk þess er Metallicu-forsprakkinn, hinn danski Lars Ulrich kosinn heimsins besti trommuleikari. Besti bassaleikarinn er kosinn Flea (úr Red Hot Chili Peppers), besti gítarleikarinn er Eddie Van Halen og besti hljómborðsleikar- inn Elton John. NIRVANA OG PUBLIC ENEMY Besta nýliðasveitin er þrumu- rokksveitin Nirvana. Besta rabb- fyrirbærið er hljómsveitin Public Enemy. Besta söngkonan er Mari- ah Carey. Hátt í 60 gagnrýnendur Rolling Stone blaðsins gerðu sérlista eftir sínum smekk. Þar var niðurstað- an nánast samhljóða lesendum. Þó telja gagnrýnendur Skid Row vera verri hljómsveit en G.N.’R. en skosku sveitaslagarasöngkonuna Bonnie Raitt betri söngkonu en Maríu Carey og þeir velja írska söngvarann Van Morrison besta söngvarann. VISSIR ÞÚ AÐ ...?? ...í síðasta þætti var sagt frá því að plötur Bubba og Todmobiles hafi selst best íslenskra platna eft- ir síðustu áramót. Við þá frásögn má bæta að plata Sálarinnar hans Jóns míns hefur einnig selst vel. Þegar þetta er skrifað hafa um 11 þúsund eintök selst af henni. ...Hljómsveitirnar Stjórnin og Rokkhljómsveit íslands hafa skipt á gítarleikurum ... ...Nýr gítarleikari Stjórnarinnar, Friðrik Karlsson, greip gamlan meðspilara sinn með yfir í Stjórn- ina. Sá heitir Jóhann Ásmundsson og leikur á bassagítar. Friðrik og Jóhann eru kunnastir fyrir að hafa leitt heimsfrægu djassrokksveitina Mezzoforte. Gárungar kalla þessa nýju liðskipan Stjórnarinnar gælu- nafninu Mezzo-stjórnina ... ...Sykurmolarnir hafa endur- heimt fyrri vinsældir á alþjóðamark- aðnum, jafnvel gott betur. Sam- kvæmt ensku poppblöðunum náði nýja Sykurmola-platan 12. sæti breska breiðskífulistans (16. sæti BBC-listans sem er talinn áreiðan- legri). Lag Sykurmolanna, „Hit“, fór í efsta sæti „Óháða listans” í Bret- landi og „Nýrokklistans” í Banda- ríkjum Norður-Ameríku ... ...Bjössi, söngvari rokksveitar- innar Rutar, er sonur Baldvins Jónssonar, eiganda Aðalstöðvar- innar... ...Ari Eldon, bassaleikari Rut- ar, er bróðir Þórs Eldons gítarleik- ara Sykurmolanna ... 4 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.