Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1992, Side 50

Æskan - 01.03.1992, Side 50
Sagan geríst á stríðsárun- um. Tveir Þjóðverjar hafa um skeið hafst við í helli skammt frá bœnum Sel- sundi við rœturHeklu. Eng- inn veit af þeim nema sögumaður, ungur dreng- ur, og faðir hans, bóndinn á bœnum. - En nú dregur til tíðinda... 8. kafli Reibarslagib Það varð ekki hjó því komist að hugsa stundum til þess að svo gat farið að herinn kæmist að því hvar Þjóðverjarnir væru. Sú hugsun var víst aftur ó móti aldrei hugsuð til enda. Hún hefði einfaldlega boðað endalok ævintýrisins sem nú var að verða hluti daglegs lífs. Það var sí- fellt að verða erfiðara að gæta þess að missa aldrei út úr sér eitt orð sem gæfi í skyn neitt það sem ekki mútti segja. Ágústmúnuður var að byrja. Bygg- ingu fjdrhússins var lokið. Nú stóð heyskapurinn sem hæst. Þaö kom sér einstaklega vel að pabbi hafði keypt heyvinnuvélar. Túnið var sí- fellt að stækka og slétturnar orðar margar og véltækar. Á þessum úrum þurftí þó að eiga góða dróttarhesta til að geta notað vélar í landbúnað- inum. Það þurfti tvo hesta fyrir slúttuvélina og líka fyrir snúnings- vélina. Með þeim var heyið slegið og þurrkað. Hins vegar nægði einn hestur fyrir rakstrarvélina. Það voru oftast nær ég og Brokkur sem súum um að vinna með henni og taka heyið saman í garða þegar það var orðið þurrt. Það hafði verið mikið að gera um daginn við að nd saman heyinu af Austurtúninu. Það var nú allt kom- ið í galta um kvöldið og beið þess þannig að verða flutt heim í hlöð- ur. Galtar eða bólstrar, eins og þeir voru kallaðir, voru uppborin hey sem oft voru í margir hestburðir af töðu. Þeim var svo mokað í hestvagna og síðan ekið heim í hlöðu. Við fórum snemma að sofa og svóf- um fast þreytt eftir verk dagsins. Eldsnemma morguninn eftir vökn- uðum við síðan við það að barið var harkalega í bæjarþilið. Það var ljóst að einhver vildi hafa samband við þd sem inni voru. En hver skyldi það vera svona eldsnemma á morgni? Brdðlega var kallað d pabba með nafni. Þd gat ég ekki stillt mig um að gægjast út um gluggann svona rétt á bak við lélega gardínuna. Þar gaf nú heldur betur á að líta. Fimm hermenn með riffla í hönd- um stóðu fyrir utan bæinn og hjd þeim maöur í venjulegum fötum, só sem kallaði á pabba. Hann vildi sýnilega fd hann út til að tala við sig. Pabbi hafði nú lokið við að klæða sig og fór rólega út úr bænum til að reyna að vekja ekki fólkið ef einhver væri sofandi enn þó. Ég stalst enn til að gægjast út og þú sú ég þegar hann kom út á hlaðið að hermenn- imir gripu hann og mér sýndist þeir fleygja honum upp aö bæjarþilinu. Að minnsta kosti beindu þrír þeirra byssum sínum að honum eins og þeir ætluðu að skjóta hann. Nú var mér öllum að verða lokið. Ég greip fýrir munninn og varð einhvem veg- inn stífúr. Maðurinn í venjulegu fötunum sagði eitthvað við pabba sem ég gat þó ekki heyrt. Svo gekk öll hersingin af stað fram túnið, steinþegjandi, fannst mér. Tveir hermannanna beindu byssum sínum að pabba sem fór á undan þeim en hinir lötmðu á eftir. Nú tók ég fyrst eftir því að ÚTILEGUMENN tveir herbílar stóðu framan við tún- ið. Annar þeirra var eins og sd sem komið hafði nokkm dður en hinn var öbmvísi, með yfirbyggingu yfir allan bílinn. Þeir gengu nú yfir þýfiö og niður aö læk, yfir plankann og sandinn fram hjd Bólhúsunum nýju. Síban héldu þeir austur með hraunjaðrinum uns þeir hurfu inn í lautina þar sem Bólhellirinn var. Þab var engum blööum um það að fletta. Þeir vom ab sækja Þjóðverjana. Nú skyldi æv- intýrið frd mér tekiö. Ég man ekki lengur hvað ég hugsaði eftir að ég sd þd hverfa inn í hraunið. Þó minn- ist ég þess ekki að hafa beinlínis ver- ið hræddur. Ef til vill var ég svo skelk- abur að ég gerbi mér enga grein fýr- ir því. Mér fannst tíminn óralengi að líða S 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.