Æskan - 01.06.1992, Page 8
MAÐURVERÐUR BASA
AÐ KOMA SER A FRAMFÆRl...
Rætt viö yngsta formann íþróttafélags á landinu, Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur 16 ára.
Hún heitir Anna Guörún Sigurðardóttir og er 16 ára nemi í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Hún hefur gengið við hækjur alla ævi en það hefur ekki aftrað henni
frá því að keppa af fullum krafti í sundi, borðtennis og boltaleiknum „boccia".
Hún er einnig yngsti formaður íþróttafélags á íslandi. Viðtal: Elísabet Elín
Þetta íþróttafélag var stofnað
í október síðastliðnum og
Anna Guðrún hefur gegnt
formannsembætti frá upphafi. Hún
hefur keppt erlendis í sundi og borð-
tennis fyrir íslands hönd og hún hef-
ur keppt innanlands fyrir hönd fé-
lagsins sem hún gegnirformennsku
í. Hún hefur staðið sig glæsilega á öll-
um mótum sem hún hefurtekið þátt
í og fannst Æskunni því tilvalið að taka
hana tali. Ég byrjaði á að spyrja hana
hvernig íþrótt „boccia" væri.
„Það er boltaíþrótt. í því keppa
tvö lið, annað með rauða bolta og
hitt með bláa. Svo er hvítri kúlu hent
í miðju vallarins og liðin eiga að
kasta boltum sínum sem næst hvítu
kúlunni. Það lið, sem færflesta bolta
sem nálægast hvítu kúlunni, vinn-
ur.“
(í greininni verður orðið „bolta-
leikurinn" notað þegar rætt er um
„þoccia“ (framburður: bodsía-orð-
ið er af ítölskum uppruna))
„Ég ták ekki mik-
inn þátt í félags-
lífi áður en það
hetur breyst. Eftir
að félagið var
stofnað hefég
verið miklu meira
með ófötluðum
krökkum. “
Ljésmyndirá bls.
8-9: Odd Stefán
FEIMNIN HEFUR MINNKAÐ
Segðu mér frá íþróttafá-
laginu. Hvað heitir það?
„Það heitir íþróttafélagið Nes. Það
eru ekki margir félagar í því enn sem
komið er. Við erum innan við tutt-
ugu en við vonum að það rætist úr
því!“
- Hefur það aftrað þér í dag-
legu Iffi að vera bundin við
hækjur?
8 æ s K A N