Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 9

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 9
„Ég tók ekki mikinn þátt í félags- lífi áður en það hefur breyst. Eftir að félagið var stofnað hef ég verið meira með ófötluðum krökkum. Félagslíf- ið er opnara fyrir mig núna en fyrr. Fólk gerir sér grein fyrir því að ég er ekki neitt afbrigðileg eða eitthvað slíkt... Það koma samt upp ýmis vandamál; mér hefur verið strítt en eftir að félagið var stofnað hef ég verið minna feimin en áður og þeg- ar maður fer að tala við krakkana taka þeir manni eins og maður er. Maður verður bara að koma sér á framfæri." - Hvar ertu alin upp? „Ég átti heima í Grindavík til 1986. Þá flutti ég til Keflavíkur þar sem ég á heima núna. Það var svolítið erfitt að flytja. Þótt ekki séu nema nokkr- ir kílómetrar á milli var þetta samt þreyting fyrir mig. Krakkarnir tóku mér ekki vel, a.m.k. ekki fyrstu tvö árin. Þá átti ég enga vini hér. En það rættist úr því eins og öðru.“ GENGIÐ FRAMAR ÖLLUM VONUM Hversu oft æfirðu í viku? „Ég æfi sund tvisvar til þrisvar sinnum í viku en æfingunum fjölg- ar næsta vetur. Þá verða þær fjórar eða fimm í viku. Síðastliðinn vetur var ein æfing í viku í boltaleiknum en næsta vetur verða þær tvær eða fleiri. Ég æfi ekki borðtennis. - Hvernig hefur þér gengið í keppni? „Mér hefur gengið framar öllum vonum. Ég hef lent í öðru sæti í sundi og berðtennis en ekki gengið eins vel í boltaleiknum. Mér hefur samt gengið betur í öllum greinun- um en ég þorði að vona.“ - Hvenær kepptirðu fyrst? „Ég keppti fyrst í júní í fyrra í Dan- mörku. Þar var haldið barna- og unglingamót þar sem ég keppti í borðtennis og sundi. Ég var í öðru sæti í sundi og í fjórða sæti í borð- tennis." - Voru margir keppendur? „Já, þarna voru keppendurfrá öll- um Norðurlöndunum." - Hvaða sund iðkarðu? „Ég syndi bakskriðsund. Mér er ætlað að keppa í því framvegis. Ég hef ekki keppt í því áður; keppti í baksundi en þegar ég er farin að synda bakskriðsund sé ég að þar er ég miklu hraðskreiðari. Ég ætla að fara að æfa það núna af fullum krafti." - Hvernig varð íþróttafálagið Nestil? „Ég hafði aldrei æft eða keppt í neinni íþrótt áður en ég fór til Dan- merkur. Við vorum tvö frá Suður- nesjum þar og við vorum spurð hvort það væri eitthvert íþróttafélag fatlaðra í Keflavík. Við sögðum nei, það hefði oft verið reynt að stofna slíktfélag en aldrei orðið úr. Þá vor- um við hvött til að reyna að koma í- þróttafélagi á Suðurnesjum af stað. Ég hafði samband við þá sem hjálp- uðu mér. íþróttasamband fatlaðra stóð með okkur í þessu en við vor- um tvö sem hjálpuðumst að, ég og Anna Guðrún Sig- urðardóttir-16 ára formaður í- þróttafélagsins Ness. „Ég vona að við munum eiga gott samstart við Suð- urnesjamenn og íþróttasambandið í framtíðinni. “ Friðrik Ársæll formaður Sjálfsbjarg- ar á Suðurnesjum. Svo vatt þetta utan um sig og það komu fleiri inn í félagið eins og félagar úr Sundfélagi Suðurnesja og Þroskahjálp." - Og hvenær var félagið stofnað? „Stofnfundurinn var 17. október 1991 og þá var Friðrik Ársæll fund- arstjóri. Þar var kosin stjórn með Æ S K A N 9

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.