Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1992, Side 11

Æskan - 01.06.1992, Side 11
„Ég þekkti Önnu Karólínu og hún stakk upp á því að ég færi. Þetta var nýtt fyrir mér; ég hafði aldrei farið áður til útlanda að keppa. Ég var mjög spennt en líka dálítið hrædd. Ég vissi ekkert hvernig svona mót færu fram en þetta var afar gaman og ég kynntist mörgum. Maður er ekki eins feiminn og áður þegar maður er búinn að kynnast svona mörgum. Það var alveg frábært að geta komist til að keppa.“ - Hvað voruð þið lengi? „Við vorum í fimm daga í ferð- inni en mótið var ítvo daga.“ - í hverju felst að vera for- maður fþróttafélags? „Ég fæ allar upplýsingar sendar frá fþróttasambandi fatlaðra og á að miðla þeim til félaganna og athuga hverjir þeirra hafa áhuga á að taka þátt í keppni. Ég sé ásamt stjórninni um að ráða þjálfara. Við höldum fundi ef einhver sérstök mál ber að og þá á formaður að boða til fund- anna. Við höldum yfirleitt fundi í sambandi við hvert mót sem við tök- um þátt í, þó ekki fyrir smá-mótin, þá tölum við bara við krakkana og spyrj- um hvort þau hafi áhuga á að vera með. Starf formannsins felst eink- um í því að ráða þjálfara, skipuleggja æfingatíma, þoða til funda og sækja fundi fyrir félagið. - Hingað til hafa félagarnir sjálfir fengið að ráða hvort þeir vilja keppa en annars er það þjálfaranna að ákveða hverjir fara. Við þekktum alla krakka sem nú eru í félaginu og vorum ánægð að þeir vildu vera með. Við stefnum að því að fá fleiri í félagið og viljum kynna það sem best. Þroskahjálp mun vonandi koma okkur til hjálp- ar í sambandi við kynningarfundi eins og hún hefur gert hingað til. Það hjálpar okkur mikið að hafa samband við önnurfélög sem vinna með fötluðum." EF FÓLKIÐ KEMUR EKKI TIL OKKAR FÖRUM VIÐ TIL ÞESS! En hvernig hafið þið kostað ferðir keppenda til útlanda? „Þegar íþróttafélagið Nes var stofnað þá styrkti Njarðvíkurbær okk- ur með 25.000 krónum og við erum á fjárlögum Njarðvíkurbæjar fyrir árið 1992. Þetta eru þeir styrkir sem við höfum fengið fram til þessa en við verðum að afla enn meira fjár í fram- tíðinni. Við vonum þá náttúrlega að Suðurnesjamenn taki við sér og styðji okkur en það virðist því mið- ur ekki vera mikill áhugi á íþróttafé- lagi fatlaðra hér enn þá. Svo má vera að fólk sé bara hrætt og viti ekki hvernig það getur komist í samband við okkur. Þá getur verið að við för- um bara til þess svo að það þurfi ekki að komatil okkar!" - Viltu segja eitthvað að lokum? „Já, ég vil koma því á framfæri að þetta félag er jafnt fyrir ófatlaða sem fatlaða þótt fatlaðir hafi komið því af stað og æfi og keppi fyrir félag- ið. Þeir ófötluðu eru hins vegar styrktarfélagar. Ég vil koma á fram- færi þakklæti til íþróttasambands fatl- aðra fyrir góðan stuðning við félag- ið og okkur öll. Ég vona að við mun- um eiga gott samstarf við Suður- nesjamenn og íþróttasambandið í framtíðinni." Anna Cuðrún með silfurverðlaun fyrir sund á íslandsmólinu 1992. Æ S K A N 7 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.