Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1992, Page 12

Æskan - 01.06.1992, Page 12
BARNABÓKAVERÐLAUN Ahverju ári eru veitt nokkur verðlaun fyrir barnabækur. Við höldum þeirri venju að segja frá þeim. Skólamálaráð Reykjavíkur verð- launar fyrir frumsamda bók og þýð- ingu. Nefnd á vegum ráðsins (skóla- safnanefnd) velur bækurnar úr þeim sem komu út árið á undan verð- launaveitingunni. Að þessu sinni hlaut Magnea frá Kleifum verðlaun fyrir bókina Sossu sólskinsbarn. Sólveig Brynja Grétarsdóttir fékk verðlaun fyrir þýðingu bókarinnar Flóttans frá víkingunum eftir Torill Thorstad Hauger. Útgefandi beggja bókanna er Mál og menning. í ár þótti tilefni til að veita sér- staka viðurkenningu fyrir Ijóðabók Þórarins Eldjárns, Óðfluga, sem er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Út- gefandi er Forlagið. Skólasafnanefnd lýsir bókunum þannig (stytt): SOSSA SÓLSKINSBARN „Sagan greinir frá gleði og sorg- um stórrar fjölskyldu á íslandi snemmaá öldinni. í kollinum á Sossu er tryllt fram- leiðsla af skemmtilegum hugsunum. Hún er mikil manneskja, full af til- finningum. Henni finnst yfirleitt feyki- lega gaman að vera til - og þá á hún það til að syngja. Krakkarnir segja að hún sé laglaus en henni er alveg sama um það. Hún syngur samt!“ FLÓTTINN FRÁ VÍKING- UNUM „Sagan gerist á víkingaöld en sögusviðið er að mestu leyti ísland. Hér hefur verið gefin út afar læsi- leg bók sem varpar skemmtilegu Ijósi á löngu liðna tíma. Hún ætti jafnframt að vera auðlesin ungu kyn- slóðinni og fræðandi um víkinga- tímabilið." ÓÐFLUGA „Ljóðin - og myndirnar - eru spriklandi af kátínu og skringileg- heitum. Málnotkun er snjöll og hlát- urtaugarnar eru óspart kitlaðar. Ljóð- in hafa átt greiðan aðgang að ungu kynslóðinni og eru vel til þess fallin að þjálfa brageyra hennar. En Ijóðin kæta jafnt unga sem gamla.“ BENJAMÍN DÓFA BENJAMIN DUFA Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka efnir árlega til samkeppni um bækur handa börnum og ungling- um. í vor hreppti Friðrík Erlingsson íslensku barnabókverðlaunin fyrir handrit sitt að sögunni Benjamín dúfu. Á bókarkápu er þessi lýsing: „Þegar hrekkjusvínið Helgi svarti fremur enn eitt illvirk- ið ákveða fjórir vinir að taka höndum saman, stofna Reglu rauða drekans og hefja baráttu gegn ranglæti heimsins. Þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benja- mín dúfa hafa nóg fyrir stafni og um tíma er lífið eitt ó- slitið ævintýri. En það koma brestir í vináttuna, ævintýr- ið hættir skyndilega og kaldur raunveruleikinn ryðst af hörku inn í líf þeirra...“ DVERGASTEINN DvergaSteinn Almenna bókafélagið efndi til bókmenntasamkeppni 1990. Þrjú handrit voru verðlaunuð, meðal þeirra skemmtilegt ævintýri, Dvergasteinn eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson. Bókin kom út í fyrra og er skreytt mörg- um myndum sem Erla Sigurðardóttir hefur gert. Söguþræðinum er lýst þannig: „Ugla, sem er níu ára, dvelur um tíma hjá ömmu sinni í litlu þorpi úti á landi. í garðinum bak við húsið er stór steinn, sem heitir Dvergasteinn, og er sagt að í honum búi dvergar. Stúlkunni tekst á ævintýralegan hátt að kom- ast í samband við dvergadreng í steininum og hann seg- ir henni frá hörmulegum atburði sem hefur átt sér stað meðal dverganna. Ugla einsetur sér að leysa úr þessum sorglega vanda. En tekst það?“ Við birtum hér Ijóð úr bókinni Óðfluga. Kafiar úr tveimur verðlaunabókum eru á bls. 16 og 45. 12 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.