Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1992, Page 13

Æskan - 01.06.1992, Page 13
BOKAGLEYPIR Hann Guðmundur á Mýrum borðar bækur, það byrjaði upp á grín en varð svo kækur. Núorðið þá vill hann ekkert annað, alveg sama þó að það sé bannað. Hann lætur ekki nægja kafla og kafla, hann kemst ekki af með minna en heilan stafla. Hann er víða í banni á bókasöfnum, en beitir gerviskeggi og fölskum nöfnum. Hann gleypir í sig feitar framhaldssögur og fær sér inn á milli stuttar bögur. Hann telur víst að maginn muni skána í mörgum við að bíta í símaskrána. Hann segir: Þó er best að borða Ijóð, en bara reyndar þau sem eru góð. (Þórarinn Eldjárn. - Úr Ijóðabókinni Óðri flugu - eða Óðfluga (= mjög hratt) - eða Óðflugu (óður= Ijóð). Sigrún Eldjárn gerði myndina) Æ S K A N 13

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.