Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1992, Síða 20

Æskan - 01.06.1992, Síða 20
ÆSKU PÓSTUR Pósthólf 523 -121 Reykjavík TJ ALDVAGN AMÓT í GALTALÆKJARSKÓGI Hæ, hæ, Æska! Mig langar til að segja þér frá tjaldvagnamóti sem haldið var í Galtalækjarskógi helgina 28.-30. júní í fyrra í tilefni þess að liðin voru 20 ár frá því að byrjað var að flytja „Combi Camp“ vagna til íslands. Fyrst voru á dagskrá leikir, pokahlaup og reiptog. Þeir sem unnu fengu súkkulaðistykki í verð- laun. Víða mátti sjá ánægða krakka að borða verðlaunin sín! Fullorðnirfengu sams konarverð- laun en létu ekki bera eins mikið á ánægjunni. Þriðji og skemmtilegasti leikur- inn var Fjársjóðsleit. Þátt í honum tóku krakkar, tíu ára og yngri. Fimmtíu brúður höfðu verið faldar í skóginum. Þegar krakkarnir höfðu fundið brúðu fóru þeir til leikstjór- anna og fengu aðrar stærri að launum. Að leikjunum loknum fór fólk að búa sig undir gróðursetningu. Tít- an hf. og „Combi Camp“ höfðu gef- ið 2000 trjáplöntur til Galtalækjar- skógar. Mótsgestir hjálpuðust að við að gróðursetja þær. Klukkan sex var grillveisla. Þeg- ar allir höfðu borðað sig sadda fengu krakkarnir sælgæti, húfur og blöðrur. Klukkan níu var fjöldasöngur og brenna. Þar voru veitt verðlaun í Ijósmyndakeppni sem fyrirtækið hafði efnt til í fyrravor. Eftir brenn- una var dansað. Morguninn eftir var farið í skoð- unar- og gönguferð. Gengið var um allan skóginn og sýnt hvar gróðursett hafði verið undanfarin ár. Síðan var mótinu slitið. Ég þakka þeim sem héldu þetta mót fyrir frábæra skemmtun. Ég vona að önnur eins verði fljótlega haldin! Sæunn Ingibjörg. Þakka þér fyrir bréfið, Sæunn Ingibjörg! Það var ánægjulegt að þú skemmtir þér vel í Galta- iækjarskógi. Flestir vita að þar eru haldin bindindismót um verslunar- mannahelgar. En rétt er að minna á að fólk getur fengið að tjalda í skóginum á sumrin og notið dvalar í fögru umhverfi. Mörg ný leiktæki verða sett upp í sumar! AÐ VEIÐUM Æska mín góö! Ég sendi þér skrýtlu: Maður nokkur var að veiða úr vaskafati. Annar kom þar að og spurði: - Er veiðin góð? - Sérðu ekki að þetta er bara vaskafat? spurði veiðimaðurinn. Þegar aðkomumaðurinn var farinn sagði hann: - Maður segir ekki öllum frá bestu veiðistöðunum! Katrín Magnúsdóttir. DRAUMAPRINS Kæra Æska! Ég ætla að lýsa draumadúll- unni. Hann er Ijóshærður með svartar augabrúnir. Ég verð að við- urkenna að hann er algjört æði. HHH. NÝJU KRAKKARNIR - OG FLEIRA Kæra Æska! Mig langartil aðfá heimilisfang og fullt nafn Joe í Nýju krökkunum - hvenær hann var fæddur og fleira. Ég bið líka um nokkrar vegg- myndir með þeim - t.a.m. þar sem stakar myndir eru af þeim og nöfn þeirra fylgja. Einn af aðdáendum NKOTB. Kæri Æskupóstur! Hvert er heimilisfang aðdá- endaklúbbs Nýju krakkanna - í New York? Er hægt að vera áskrifandi að bandarískum barna- og unglinga- blöðum eins og Æskunni? Er hægt að græða fótbrot á hamstri? Aðdáandi Nýju krakkanna. Kæra Æska! Ég vildi gjarna að þið birtuð fleiri myndir af NKOTB en þið hafið gert. Ég er mikill aðdáandi þeirra. En - ég sendi bréf til þeirra í febrúar og hef ekki fengið svar enn (nú er maí...) Svara þeir bréfum sjálfir eða aðrir fyrir þá? Þakka gott blað, Ásta Soffía í Grindavík. Kæra Æska! Getið þið haft veggmynd með hverjum einstökum f NKOTB? Hvernig væri að hafa teikni- keppni og láta krakka teikna eftir- lætis poppstjörnuna sfna? En poppgetraun? Salóme Sigurðardóttir. Es.: Vissirðu að Danny Wood á afmæli í dag, 14. maí? Hann er 23 ára. Jordan N.M. Knight verður 22 ára sunnudaginn 17. maí! Svör: Joe: Joseph Mulrey Mclntyre -f. 31.12. 1972, dökkhærðurog brúneygður. Eftirlætismatur og -drykkur: Allt ítalskt - sódavatn með sítrónubragði. Hann byrjaði að syngja sex ára með hópi 70 krakka. Hann á sjö systur og einn bróður! Jói er afar hrifnæmur og kann vel að meta að hitta frægt fólk sem hann hefur lengi dáð. Einkunnarorð hans eru: „Heim- ili manns er þar sem hjarta hans er.“ (Upplýsingar úr bók um Nýju krakkana - eftir Önnu M. Roso (1989)) Heimilisfang aðdáenda- klúbbs (- það eina sem við þekkjum): 2 0 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.