Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 22

Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 22
INNILOKAÐIR f 3'rtiiörti>irtitflnl)in5t eftir Ara Pálmar Hér hefst ný fram- haldssaga eftir Ara Pálmar Andrésson í Mosfellsbce. Hann var 11 ára þegar hann samdi sög- una en hún hlaut aukaverð- laun í smásagnakeppninni 1991. Sagan fjallar um tvo drengi, Jens og Kára. Þeir fara upp í fjall að leita fóð- ur Jens sem hafði týnst þar nokkrum árum áður. Þeir finna Dauðadraugahúsið, lokast inni í því og lenda í ýmiss konar œvintýrum. Þeir fara í Blóðsugugarð og Vofu- turn, lenda í Afturgöngu- storminum - og margt ann- að kemur fyrir. Tekst þeim að finna fóður Jens? Komast þeir nokkurn tíma aftur út? Spurningunum fá þeir svarað sem lesa söguna ... 1- Kafíi ietiittt^et feattt ttttimit Þeir félagar voru nýkomnir inn úr snjónum en voru nú d leiðinni til tedrykkju. Það var sjötti í jólum og gamldrskvöld d morgun. Þeir höfðu keypt mikið af flugeldum og nú dtti bara eftir að skjóta þeim upp. Feður þeirra höfðu bdðir verið bændur d bæjum í Eyja- fjarðarsýslu og höfðu þekkst frd barnæsku. Nú var faðir jens farinn. Hann hafði horf- ið eitt haustið þegar hann hafði lokið við smala. Synir þeirra voru bestu vinir og höfðu lent í ýmsu saman, allt frd skemmtilegum ævintýrum til leiðinlegrar vinnu. Þeir voru eins og ein manneskja sem aldrei leiddist. Þeir voru ekki sjdlfum sér líkir ef þeir hittust ekki. Feður þeirra höfðu líka verið góðir vinir, þó ekki eins og Jens og Kdri. Þegar þeir komu heim til Kdra var heimilisfólkið búið að drekka allt teið og ekkert eftir handa þeim. „Þið hefðuð mdtt bíða að- eins eftir okkur," sagði Kdri sem þótti allt matarkyns gott. „Ég bað ykkur um að vera komnir íýrir klukkan hdlf íjög- ur en nú er klukkan orðin hdlf sex. En ef þið viljið get ég hit- að meira te fyrir ykkur," sagði mamma Kdra sem vildi dvallt allt fýrir son sinn gera. Á meðan hún var frammi fóru strdkarnir inn í herbergi Kdra. Þeir höfðu dvallt margt að segja hvor öðrum. Jens var alveg miður sín vegna ein- hverrar stelpu sem hét Anna Lísa og hugðist leita rdða hjd Kdra sem alltaf var með stelp- urnar d hælum sér. Kdri roðn- aði við spurningum Jens en sagði fdtt. Hann reyndi að breyta um mdlefni en það heppnaðist ekkert of vel. En í stað þess að hætta að spyrja þessara spurninga fór Jens að spyrja enn meir. „Hvað gerir þú til þess að þessar stelpur elti þig svona?" spurði Jens. Kdri fór að skellihlæja. „Nei, hættu nú! Heldur þú að ég fari að ljóstra upp per- sónulegasta leyndarmdli mínu?" sagði hann. „Þú getur nú treyst mér. Ég er besti vinur þinn," sagði Jens sem var orðinn hundleiður d hvernig Kdri lét. „Ég geri svo sem ekki mik- ið. Þær eru bara alltaf d hæl- um mér," sagði Kdri. „Vertu nú hreinskilinn við mig," sagði Jens sem var að verða trylltur. „Það kemur dreiðanlega að því að þær fara að elta þig eins og mig," sagði Kdri. „Finnst þér nýi íslandssögu- kennarinn okkar ekki leiðin- legur," sagði hann svo til að breyta um umræðuefni. Honum var alveg sama 2 2 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.