Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1992, Side 38

Æskan - 01.06.1992, Side 38
Petrína Soffía Þórarinsdóttir 14 ára: gilega er mér illt í magan- um og hausn- um, jó, gg öxlinni. Eg þarf að æla. Hvar er ég eiginlega? Hver í ósköpunum er við hliðina á mér? Ferlegt drasl er hér - ætli íbú- amir hafi ekki heyrt getið um flókn- ar tækninýjungar eins og ryksugu, eða sápuvatn? Hvar ætli salemið sé? Ég ætla ekki að vekja þennan strák. Það er varla að ég hafi mig á fætur .. fljótt.. inn á salerni! Ég kemst ekki alla leiö, allt fer á gólfið. Hvað ætli hann segi þegar hann vaknar? Annars er þetta al- veg í samhengi við útganginn hér. Ferlega er ógeðsleg lykt hérna - af áfengi, sígrettum, svita og ælu. Mér verður óglatt aftur. Ég verð að komast út! Ég get bara elt moldarslóðina! Ekki vildi ég þurfa að þrífa hér. Það yrði margra daga vinna! Veðrið er ekkert æðislegt. Það er svipað líðan minni núna - slabb, slydda og kalsi. Hvemig lenti ég eiginlega í þessu húsi og þessu hverfi? Ég þekki eng- an hér og allra síst strákinn sem svaf þarna. Kannski er ég ekki lengur hrein mey ... Hvaö er ég eiginlega búin að gera! Það væri dæmigert fyr- ir heppni mína ef ég væri orðin ó- frísk. Mamma trompaðist! Ég sem hef aldrei gert neitt af mér. Ég er sextán og hálfs og þetta er í fyrsta sinn sem ég smakka áfengi. Miðað við bekkjarsystkini mín er það nánast heimsmet. En ég hef ekki staðið við það sem ég lofaði sjálfri mér. Hvað á ég að segja við mömmu? Hún hefur alltaf litið á mig sem góða bamið eins og Betu systurdótt- ur sína. Hvað ætli Beta segði ef hún sæi mig núna? Ég veit ekki hvert hún færi. Ég er fegin að ég sagði mömmu að ég ætlaði að gista hjá Evu, ann- ars væri hún búin aö kalla út bæði lögregluna og hjálparsveitirnar til að leita að mér. Við Eva ætluðum ekki að gera neitt af okkur. Við fómm í heimsókn til Andreu sem var ein heima. Andr- ea er ekkert spillt, bara áhrifagjörn. Hún á dálítið erfitt með að segja nei við fólk. Það var ekki henni að kenna að húsið fylltist af einhverj- um krökkum. Það var ekki heldur henni að kenna að allt varð vitlaust og löggan kom. Æi, af hverju lét ég ekki fara með mig heim til Evu? Ég var orðin ölvuð þá strax. Hvert fór ég eiginlega og með hverjum? Rosalega er langt heim til Evu. Ég verð að fara þangað, ekki get ég far- ið heim svona á mig komin. Mamma fengi áfall. Gott að það er ekki læst. Ég vona að ég mæti ekki neinum. Eva hlýtur að geta hjálpað mér. Oo, ég er að drepast í maganum. Hvernig getur fólk dmkkið aftur þegar það er með timburmenn? Jæja, ég slapp þó óséð inn í her- bergiö hennar Evu. En hvert ætli hún hafi farið? Klukkan er bara hálfátta, varla er hún farin út. Kannski er hún ekki komin heim 4 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.