Æskan - 01.06.1992, Qupperneq 54
ÉG OG MAMMA
Kæra
Nanna Kolbrún!
Ég á við tvö vandamál
að stríða. Það fyrra er
þetta:
Hún mamma hætti að
drekka þegar ég var lítil
en hún hafði drukkið mik-
ið. Hún fór í meðferð og
hætti. Einu sinni fórum
við til útlanda og hún fékk
sér stundum bjór. Þegar
hún kom heim byrjaði
hún að drekka aftur en
var að reyna að fela það
fyrir okkur (mér og systur
minni). Systir mín sagði
mér þetta og stuttu
seinna fluttist hún í burtu
og nú er ég ein. Nú er ég
farin að finna mikið af víni
inni í skáp og bak við
ýmsa hluti. Ég þori ekki
að tala við mömmu og
þori bara ekkert að gera.
Getur þú gefið mér ein-
hver ráð? Ég er að trufl-
ast því að mér er kennt
um allt sem fer öfugt.
Síðari vandinn er offita.
Ég er allt of feit. Strákar
taka ekkert eftir mér og
ég á fáa eða eiginlega
enga vini. Ég reyni allt til
að eignast vini og leggja
af en ekkert miðar. Hvað
á ég að gera? Vonandi
geturðu hjálpað mér.
Hvað lestu úr skriftinni?
Hvað er ég gömul?
H.J.Á.L.P.
Svar:
Vandamálin, sem þú nefnir í
bréfi þínu. eru nátengd. Þú hef-
ur tekið að þér mikið hlutverk i
vandamáli mömmu þinnar og þú
situr uppi með það. Þarna á ég
við þögnina og „leyndarmálið“
sem fylgir áfengisdrykkjunni. Þú
berð harm þinn í hljóði og trú-
lega huggar þú þig með því að
borða eða láta eitthvað ofan í
þig sem þér finnst gott. Þú færð
á tilfinninguna að þú sért of feit
og einangrast meir og meir.
Þið þurfið báðar á hjálp að
halda, mamma þín til þess að
losna vicI áfengið og þú til þess
að losna við að bera ein þetta
vandamál innra með þér. Þess
vegna þarftu að tala við ein-
hvern um málið. Ein leið væri að
tala við mömmu þína um vanda-
mál þitt, offituna, og biðja hana
að aðstoða þig við að glíma við
það. Önnur leið er að fá systur
þína eða einhverja aðra ná-
komna ættingja eða vini til þess
að tala við mömmu þína með
þér um vandamál ykkar beggja.
Þriðja leiðin er að leita til lækn-
is. í þeim efnum eru núna mörg
úrræði til þess að hjálpa fólki.
Það eru t.d. til sérstakir hópar
og meðferðarstaðir fyrir konur.
Einnig eru starfrækt námskeið
og stuðningshópar fyrir að-
standendur og sérstakir hópar
fyrir unglinga. Mest af þessu er
hér í Reykjavík en í byggðarlagi
þínu getur þú t.d. snúið þér til
Fjölskylduráðgjafar á Heilsu-
gæslustöðinni.
Allar nánari upplýsingar get-
ur þú fengið með þvíað hringja
í síma Unglingaheimilis ríkisins,
unglingaráðgjöfina í Reykjavík
s. 91-689270.
Skriftin er greinileg en ber
vott um óákveðni. Ég giska á
aldurinn 12-13 ára.
AÐ HÆTTA AÐ VERA
MEÐ STRÁK
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég er meö smávandamál sem
mér virðist þó ekki smávægilegt.
Best er að byrja þá á byrjuninni.
Ég var í heimavistarskóla í vetur
og var þar með strák sem er einu
ári eldri en ég. Við vorum saman í
rúmlega þrjá mánuði. Þetta var
mjög gott samband. En svo lauk
skóla og þá þurftum við að hætta
að vera saman af því við gerðum
ekki ráð fyrir að hittast því að hann
er frekar heimakær og feiminn. Við
eigum heima hvort í sinni sýslunni
og það er langt á milli okkar þótt
sýslurnar séu hlið við hlið. Sein-
asta daginn f skólanum vorum við
meira en klukkutíma að komast að
samkomulagi um hvort við ættum
að hætta að vera saman eða ekki.
Ég held að við höfum ekki viljað
sleppa hvort öðru að minnsta kosti
ekki ég honum. En svo ákváðum
við að hætta að vera saman því
að við myndum líklega ekki hittast
oftar en einu sinni á þessu ári. En
við ákváðum að verða afar góðir
vinir. Við skólaslitin ætlaði ég að
labba til hans hressileg og fara að
tala við hann en það var eins og
hann þyrði ekki að tala við mig
(samt horfði hann stundum á mig).
Ég varð alveg miður mín og mér
leið afar illa. Ég varð svolítið sár.
Eftir að við hættum þá sakna
ég hans mjög og langar svo í hann
aftur. Ég er enn þá hrifin af hon-
um. Fyrst saknaði ég hans svo
mikið að ég fór stundum að grenja
en ég er búin að komast yfir það.
Ég hef talað um þetta við
mömmu og systur mína og þeim
finnst við hafa gert rótt með að
hætta að vera saman. En ég er
ekki viss. Hvað heldur þú um
þetta? Ég er búin að biðja vinkonu
mína, sem var með honum í bekk,
að spyrja hann hvort hann sjái eft-
ir mér eða sé enn þá hrifinn af mér.
Hef ég verið að gera rétt eða
hvað? Hvað heldur þú? Og eitt að
lokum: Hvað lestu úr skrift minni?
Þ.
Svar:
/ bréfi þínu lýsir þú mjög vel
þeim efasemdum og söknuði
sem gera vart við sig þegar á-
kvörðun er tekin um að slíta
sambandi. Ákvörðun er tekin,
eins og hjá ykkur, eftir einlægar
viðræður um kosti þess og galla
acI halda sambandinu áfram eða
hætta. En samt er þetta erfitt.
Flestir, sem slitið hafa sambönd-
um, þekkja það sem þú lýsir: Að
vilja og vilja ekki, að sakna svo
mikið að efasemdir komi upp
um hvort ákvörðunin hafi verið
rétt og hvað það táknar að vera
„mjög góðir vinir" á eftir. Ólík
viðbrögð ykkar á skólaslitunum
sýna að þið hafið metið á ólíka
vegu hvað þetta fæli í sér.
Ég tel að þið hafið staðið
mjög vel að þessu öllu og tekið
rétta ákvörðun. Þið eruð bæði
ung að árum en engu að síður
geta tilfinningar verið sterkar og
viðkvæmar. Það felur oft í sér
mikil sárindi á báða bóga ef ungt
fólk eins og þið sem þurfið að
fara i sitt hvora áttina talar ekki
skýrt saman um hvernig sam-
bandið skuli vera og svo koma
aðrir til skjalanna og allt fer í
flækju.
Tilfinningar breytast svo ört
á þessum árum. Skot og hrifn-
ing koma og fara. Þess vegna er
öryggisleysið í unglingum varð-
andi þessi tilfinningamál líka
mikið. Það kemur oft fram í
ýmsu hátterni því að enginn vill
láta sjá að hann eða hún sé
særð eða sé ekki sama. Flestir
reyna að gefa ekki höggstað á
sér. Þannig var trúlega atvikið á
skólaslitunum hjá ykkur.
Þú virðist vinna vel úr mál-
um þínum. Þú gerir þér grein fyr-
S 8 Æ S K A N