Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1992, Page 55

Æskan - 01.06.1992, Page 55
ir að þú grætur stundum af söknuði og þú lýsir líka vel þessu ferli sem er yfirleitt þannig að mestu sárindin eru fyrst, síðan mildast allir hlutir. Það er ómetanlegt fyrir þig að geta talað í trúnaði við mömmu þína og systur. Ég er sammála þeim varðandi ákvörð- un þína og stráksins sem þú varst með. Það breytir því ekki að þú þarft tíma til þess að jafna þig og halda áfram að átta þig á hlutunum. Vonandi geta fleiri unglingar komið auga á vissa fyrirmynd í þvíhvernig þið hagið sambandi ykkar. Það er oft erfitt að byrja að vera með einhverjum, en enn þá meiri vandi að hætta. Síðan verður tíminn að leiða í Ijós hvort leiðir liggja saman aftur þegar þið bæði eruð orðin reynslunni ríkari. Skriftin er skýr og ber vott um ákveðni. VINIR SKOTNIR í SÖMU STELPUM Kæra Nanna Kolbrún! Vandamál mitt er að vinur minn rænir alltaf stelpunum sem ég er á höttunum eftir (óviljandi). Fyrst var ég hrifinn af stelpu sem ég upp- götvaði að var hrifin af honum. Seinna kynnist ég annarri sem á heima langt í burtu. Sama dag hættir hann að vera með þeirri fyrri og fer að vera með þeirri sem ég er hrifinn af. Bráðum get ég ekki varist því að hata hann. Við höfum alltaf verið bestu vinir. Hann veit af þessu. Það er verst af öllu því að hann segist ekkert geta gert. Ég þekki stelpu sem er vinkona þeirr- ar sem hann er með. Það er varla að ég þori að reyna við hana. Ef þetta gerist aftur þá verð ég ham- stola. Ég er orðinn þunglyndur en það er ekki af þessu. Fórnarlambið. Svar: Það er alls ekki óalgengt að vinir og vinkonur laðist að þeim sömu. Vinir eru einmitt góðir vinir afþví að áhugamál og jafn- vel smekkur er sá sami. Samt getur þetta verið snúið eins og þú lýsir þessu, sérstaklega þeg- ar um endurtekningar er að ræða. Það getur verið að það sé komin samkeppni þarna á milli ykkar í kvennamálum. Það er heldur ekki óalgengt á milli vina og vinkvenna. Það jákvæða í þessu hjá ykk- ur er að þið talið saman um þetta fyrir opnum tjöldum. Það er alltaf fyrsta skrefið íátt að því acI finna lausn á vandanum. Sumir vinir gera með sér sam- komulag um slíka hluti. Þá er oft tekið mið af vissri siðfræði í samskiptum. Vinur þinn virðist vera fljótur að skipta um stelpur. Er t.d. nauðsynlegt fyrir hann að leita lags við allar þær stelpur sem hann verður hrifinn af, ekki síst ef hann veit að besti vinur hans er skotinn í þeim líka? Svona getið þið haldið áfram að ræða þetta á einlægan hátt og í trúnaði. Þannig vinnið þið ykkur fram að lausn sem þið getið báðir sætt ykkur við. Til- finningar lúta ekki bara náttúru- lögmálum. Það er hægt að hjálpa til með skynsemi og við- ræðum. Það gildir bæði um kvennamálin hjá honum og hatrið hjá þér. Reyndu að hætta að líta á þig sem fórnarlamb. Þú minnist á þunglyndi þitt enda þótt þú skýr- ir það ekki nánar. Rannsóknir á þunglyndi hafa sýnt acI því fólki sem hættir til að líta á sig sem fórnarlömb, þ.e.a.s. finnst það engu fá ráðið um eigin aðstæð- ur eða tilfinningar, er hættara við þunglyndi en þeim sem líta á sig sem gerendur í eigin lífi. Enda þótt margt sé ákveðið í líf- inu þá er alltaf eitthvað sem við getum gert sjálf, breytt eða bætt. Reyndu að koma auga á mögu- leikana og taka ábyrgð á að gera eitthvað sjálfur líka. EKKI TILBÚIN ENN ÞÁ Kæra Nanna Kolbrún! Ég á í miklum vanda og vil biðja þig að hjálpa mér að leysa hann. Þannig er að ég er 14 ára og var hrifin af strák sem er jafngamall mér. Við skulum kalla hann Sigga. Við vorum á ferðalagi og gist- um tvær nætur. Á leiðinni var ég að tala við hann og varð hrifin af honum og hann vissi það. Um kvöldið var hann farinn að sýna mér áhuga. Þegar hann bað mig um að byrja að vera með sér þá missti ég alveg áhugann á honum og talaði ekki við hann meir. Fyrir stuttu varð ég hrifinn af strák sem er 15 ára. Við skulum kalla hann Gunna. Honum var sagt að ég væri hrifin af honum. Ég var að deyja úr ást á honum. Daginn eftir var mér sagt að hann væri hrif- inn af mér og við fórum bæði hjá okkur ef við litum hvort á annað. Allir töluðu um að hann væri ást- fanginn af mér og ég af honum og spurðu af hverju við gerðum ekkert í málinu. Einu sinni labbaði hann að mér. Ég gekk í burtu. Vinur hans sagði mér að hann hefði ætl- að að biðja mig um að byrja að vera með sér og hann væri hrifinn af mér. Þá missti ég alveg áhug- ann á honum og fór að hugsa um enn annan. kanna hvernig viðbrögð þeirra eru en siðan missir þú áhugann. Reyndu að fara rólegar í þetta, gefa þér góðan tíma til að velta fyrir þér eigin tilfinningum. Verðir þú skotin í einhverjum haltu þá þeim tilfinningum út af fyrirþig í dálítinn tíma og reyndu að fylgjast með þvíhvernig þetta þróast. Þér liggur ekkert á og það eru greinilega margir strák- ar sem hafa áhuga á þér. Þeir verða þarna áfram á morgun og hinn daginn. Aðalatriðið er að æða ekki áfram á undan sjálfum sér. Aldurinn í árum er ekki að- alatriðið, heldur tilfinningaþrosk- inn. Sumir eru tilbúnir að fara að æfa sig í samböndum við hitt kynið 14 ára. Aðrir eru það ekki. Ég held að þér liggi of mikið á núna og þú sért of örvænting- arfull um framtíð þína íþessum málum. Reyndu að hægja á þér og njóta betur athyglinnar sem þú færð. Ef þú leyfir tilfinning- um þínum að þróast getur þú betur áttað þig á sjálfri þér en ella. Mér þykir vænt um hve margir senda þættinum bréf. Það er góð byrjun á að kljást við vandamál að letra þau á blað og leita aðstoðar. Ég get auðvitað ekki svarað öllum. En margir lýsa því sama og geta fengið ráð við vanda sín- um með því að lesa þátt- inn. Þeir sem leita til mín verða að muna að skrifa fullt nafn og heimilisfang undir bréfi Meö kærri kveðju, Nanna Kolbrún. Nanna Kolbrún, er eitthvað að mér? Hvað get ég gert? Viltu hjálpa mér? Ég er alveg ráðalaus því að haldi ég þessu áfram eign- ast ég aldrei kærasta, kannski ekki alla ævi. Er ég of ung til að byrja að vera með strák 14 ára? Ég hef skrifað þrisvar áður en bréfin hafa aldrei verið birt. Núna þarfnast ég hjálpar þinnar nauðsynlega. Hvað lestu úr skriftinni? Ein sem hafnar strákum. Svar: Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eitthvað sé að þér. Þú ert bara einfaldlega ekki tilbúin til þess að eignast kærasta enn þá. Þú ert greinilega mjög hrifnæm og tekur vel eftir sætum strákum, ert dá- lítið spennt á meðan þú ert að ÆSKU Æ S K A N 5 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.