Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 21

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 21
í því vetfangi kom einkasonur Línu. Hann var 12 ára og hét Helgi. Ásdísi fannst hann bæði sætur og skemmtilegur. Þau voru ágætir vinir, fóru stundum saman í sund og léku sér oft saman með kettina sína. - Hæ, sagði hann glaður í bragði og kom inn í eldhús. - Alltaf er gaman að fá gesti. Hann blikkaði Ásdísi og hún blikkaði hann á móti. - Þetta er frábært meö Hosu, finnst þér það ekki Helgi? - Jú, þetta verður gaman. Það verða þá margir kettlingar í göt- unni. - Jahá, bætti Ásdís við. - Eigum við að koma inn í her- bergi og tala saman, Dísa, sagði Helgi og sýndi á sér fararsnið. - Já, ég er alveg að koma. Ég ætla bara að klára mjólkina, svo kem ég. Helgi fór inn í herbergið sitt og Ásdís kom á eftir. - Takk fýrir mig, Lína. - Já, verði þér að góðu. Þegar þau komu inn í herbergi Helga sáu þau hvar Brandur og Hosa lágu í rúminu hans, bæði steinsofandi. Ásdís settist hjá Brandi og klappaði honum. Helgi kom og settist við hliðina á henni og klappaði um leið Hosu sinni. Næsta dag var ákveðið að fjöl- skyldurnar í húsum númer 14 og 16 færu í skógarferð. Þau ætluðu sér að vera komin heim fyrir kvöldmat. Brandur og Hosa voru úti að leika sér. Um sexleytið kom fjölskyldan heim. Það fyrsta sem Ásdís sá þegar hún steig út úr bílnum var blóðslóð sem lá bak við hús númer 16. Hún byrjaði að gráta áður en hún vissi hvað hafði gerst. Hún hljóp bak við hús og sá þá hvar Hosa var að sleikja blóð Brands. Hann lá þarna hreyfingarlaus. Hosa leit á hana og var blóðug í framan eftir að hafa sleikt Brand. í augunum sást glitta í lítið tár. Ásdís lét sig falla í grasið og öskraði: BRANDUR!! En þarna lá hann og henni varð ljóst að hann var dáinn. Hún há- grét. Helgi var kominn. Ásdís sneri sér að honum og faðmaði hann að sér. Hann hafði svo heitar hendur. Hann strauk tárin burt og sagði lágt: - Núna líður honum vel, Ásdís. Þótt hann sé dáinn lifir hann innra með okkur alla tíð. Við gleymum honum aldrei. Ásdís grét og grét og Helgi grét líka. í þessu komu mamma og pabbi Ásdísar og foreldrar Helga. - Sjáðu, Brandur er dáinn, sagði Ásdís grátandi. Hún grét og grét. Hún tók Brand í fangið og hélt honum fast að sér. Hún þrýsti honum að sér. Hún öskraði: - Af hverju hann? Af hverju þarf ég endilega að lenda í þessu? Mamma hennar kom til hennar og tók hana í fangið. - Svona, svona, Ásdís mín. Þetta getur alltaf komið fyrir. - En mamma, hann var allt of ungur til ab deyja. Hann átti þetta ekki skilið. Af hverju tók Guð Brand en ekki einhvern annan sem var svo gamall að hann hefði hvort sem var dáið úr elli? Eba hvers vegna gat hann ekki bara sleppt því að taka einhvern kött? Ég ætla að drepa kallinn eða kell- inguna sem drap hann. - Ekki tala svona, Ásdís, sagði Helgi. - Ég skal finna hann fyrir þig þegar ég er oröinn lögga og stinga honum í steininn. - Takk, Helgi minn, sagði Ásdís og grét enn meira. - Þessu gleymi ég aldrei. Þau jörðuðu Brand í garðinum eftir tvo daga og voru með alvöru jarðarför. Ásdís söng lagið Móður- sorg sem er um læbu sem missti kettlinginn sinn. Hosa eignaðist kettlingana tveim vikum seinna og Helgi gaf Ásdísi einn. Það var læða. Hún var alveg eins og pabbinn. Þegar Ásdís sá hana fór hún að gráta. Ásdís hugsaði eins vel um kisu litlu og hún gat. Hún nefndi hana Mjásu. Mjása stækkaði og dafnaði vel. En Ásdis fór að leiði Brands á hverju kvöldi og signdi yfir það. Og þegar hún fór með bænirnar á kvöldin bað hún Guð alltaf um að gæta hans vel og leyfa honum að lifa góðu lífi. Ásdís og Helgi voru áfram vinir og tíminn leið. Dag einn tók Ásdís eftir því hvað Mjása hafði fitnað mikið. Mæbgurnar fóru með hana til dýralæknis og hann sagði að hún væri kettlingafull. Mjása eignaðist fjóra kettlinga nokkru seinna. Þeir komust allir á góð heimili. Þegar hér er komið sögu er Ásdís orðin 13 ára og Mjása eins árs. Við skulum skilja vib vinina Ásdísi, Helga, Mjásu og Hosu í bili og heyra frá þeim seinna. (Björg hlaut aukaverðlaun í smásagnakeppninni 1992.) Æ S K A N 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.