Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 10

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 10
RÓSIN JÓNAS ævintýrasaga eftir Hrafnhildi Valgarösdóttur. Kæra Æska! Kannski halda krakkarnir, sem lesa Æskuna, að mér þyki alveg ofboðslega leið- inlegt að eiga heima hátt uppi í fjalli, langt frá öðru fólki. Og kannski halda þeir að hér gerist aldrei neitt. Hún ísabella vinkona mín heldur að það sé miklu skemmtilegra að eiga heima niðri á jörðinni heldur en uppi í fjalli og þá segi ég við hana: „Þú veist alls ekki neitt um þessi mál, ísabella mín." Hér er nefnilega alltaf eitt- hvað skemmtilegt að gerast. Eins og t.d. í gær. Ég var að flétta á mér hárið í mestu makindum þegar Snati, hundurinn minn, kom hlaupandi gegnum hunda- lúguna og gelti eins og óður væri. „Hvað er að, Snati minn? Er einhver að koma?" En Snati svaraði engu nema gelti. Svo beit hann í sokkinn minn og togaði mig í átt að dyrunum. Ég ákvað að athuga hvað væri að og sagði honum að ég skyldi koma með honum ef hann hætti að bíta í sokkinn minn. Snati rak upp hátt gelt og stökk út. Ég elti. Hann hljóp og ég hljóp. Við hlupum yfir holt og hæðir þar til ég var að því komin að springa. Þá hætti ég hlaupunum og henti mér niður til að kasta mæðinni. Snati settist hjá mér og sperrti eyrun. Ég tók þá eftir æðislegu fuglagargi. Það var eins og milljón fuglar væru að garga. Þetta voru reiðir fuglar. Alveg öskureiðir. Ég settist upp og litaðist um. Rétt fyrir neðan okkur Snata var svolítill skógur og yfir skóginum var svart ský. Ekk- ert venjulegt ský. Nei, fugla- ský eða eins og það heitir, fuglager. Og þeir voru reiðir þessir fuglar. „Það er eitthvað að hjá þeim," sagði ég við Snata. Mér fannst hann kinka kolli. „Komdu, við skulum at- huga hvað það er." Snati kinkaði aftur kolli og 7 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.