Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 20
ÁSDÍS OG VINIR
HENNAR
eftir Björgu Pétursdóttur 14 ára.
Sumariö var komið og Ásdís,
sem var 11 óra, ætlaði að fó sér
gæludýr. Hún ætlaði annað hvort
að fó sér kettling eða hvolp.
Mamma hennar hafði séð auglýst
í Dagblaðinu að þrjá kettlinga
vantaði gott heimili.
Mæðgurnar skoðuðu þá alla.
Það voru tvær læður og einn
högni. Læðurnar voru báðar svart-
ar og hvítar en högninn var
bröndóttur með hvíta bringu. Ás-
dísi leist strax vel á hann og hon-
um virtist lítast vel á hana.
- Mamma, má ég taka þennan?
Mér finnst hann svo fallegur.
- Hann er rúmlega tveggja
mánaða, sagði konan sem átti
kettlingana.
- Já, ætli það ekki. Mér líst líka
mjög vel á hann, bætti mamma
hennar við.
- Takk, elsku mamma, sagði Ás-
dís og tók litla, fallega kettlinginn
og sagði lágt:
- Þú mátt aldrei fara frá mér,
því að þá græt ég í mörg ár.
Kettlingurinn pírði augun og leit
á hana. Það var eins og hann væri
að þakka henni fýrir að hafa tekið
sig. Fallegu, grænu augun hans
minntu á skærgrænar perlur úr
dýrmætri hálsfesti.
- Jæja, Ásdís mín, eigum við að
fara með hann heim?
- Má hann sofa hjá mér í nótt?
- Já, það ætti að vera í lagi
svona fyrstu næturnar, sagði
mamma.
Þegar þær komu heim var
Gunni, bróðir Ásdísar, í eldhúsinu
með mjólkurglas og kökusneið.
Gunni var 15 ára. Hann starði á
þær eins og þær væru ræningjar
eða eitthvað slíkt.
- Hvað er þessi köttur að gera
hérna? var það fyrsta sem hann
sagði.
- Við sögðum þér um daginn,
Gunni minn, að Ásdís mætti fá sér
dýr. Þú hlýtur að muna eftir því.
- Já, já, ég man það alveg. En ég
vildi ekki einhvern kattarskratta!
Ég hefði viljað sjeffír-hvolp en ekki
svona drasl.
- Gunni þó! Ekki tala svona í á-
heyrn Ásdísar. Hún tekur það
nærri sér.
- Aldrei má maður neitt. Alltaf
er Ásdís eftirlætið ykkar pabba.
Aldrei hef ég fengið neitt svona,
tautaði Gunni og fór út.
- Mamma, af hverju talar hann
svona?
- Æi, þú veist hvernig hann er,
Dísa mín. Taktu ekki mark á hon-
um.
- En mamma, hvað á kettling-
urinn að heita?
- Þú hlýtur að finna eitthvert
nafn. Þú ert svo dugleg við svoleið-
is, Dísa mín, sagði mamma.
Allt í einu heyrðist pínulítið
„mjá" frá kisa.
- Æi, greyið, hann er örugglega
hræddur, sagði Ásdís.
Þær gáfu honum mat og mjólk.
Hann át matinn og lapti mjólkina
og svo tiplaöi hann inn í stofu,
stökk upp í sófann og pissaði í
hornið.
- Oooohh, sagði mamma, greip
um höfuðið og þaut inn í stofu.
Hún tók kisa og byrjaði að þrífa
sófann.
Kettlingurinn var ánægður með
lífið. Hann hljóp um alla íbúðina,
stökk og lék sér. Allt í einu sá Ásdís
hann hvergi. Hún leitaði og leitaði
og fann hann loks þar sem hann
hafði sofnaði í rúminu hennar.
- Mamma, sjáðu kisa. Hann sef-
ur í rúminu mínu, kallaði Ásdís og
náði í mömmu sína. - Æi, sjáðu
hvað hann er sætur, mamma.
- Já, hann er algjört krútt.
Dagurinn leið hratt og þegar
pabbi Ásdísar kom heim úr vinn-
unni, sagði hann.
- Nei, hvað sé ég? Lítill sætur
kettlingur!
Næsta dag var ákveðið að finna
nafn á fallega kettlinginn. Hann
var enn þá svolítið ringlaður eftir
gærdaginn. Pabbi stakk upp á því
að allir skrifuðu kattanöfn á miða
og svo yrði dregið.
Ásdís skrifaði Keli, Gunni skrif-
aði Palli prakkari, mamma skrif-
aði Mahler, Gugga (5 ára systir Ás-
dísar) skrifaði Dúlli og pabbi skrif-
aði Brandur. Nafnið, sem var dreg-
ið, var Brandur.
Brandur og Ásdís urðu mjög
góðir vinir. Dag einn kom hann
með læðu með sér. Hún hét Hosa.
Hún var svört með hvítar hosur.
Hún átti heima í næsta húsi.
Þegar þetta gerðist var Brandur
orðinn 7 mánaða.
- Mamma, sjáðu hvað Hosa er
feit! Kannski er hún kettlingafull.
Ef til vill er Brandur búinn að
finna sér réttu læðuna, loksins!
- Mér sýnist það, sagði mamma.
- Ættum við að skreppa í hús núm-
er 16?
- Já, endilega, sagði Ásdís.
Og mæðgurnar þrjár fóru yfir í
hús númer 16. Þar var tekið vel á
móti þeim og þeim var boðið inn í
kaffisopa. Lína, sem var húsmóðir-
in á heimilinu, sagði þeim að
Hosa væri kettlingafull og líklega
væri það eftir Brand.
- Nei, en gaman, sagði mamma.
Ásdís varð líka mjög ánægð
með það.
2 0 Æ S K A N