Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 45

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 45
að bera. Nonni þrábað hann samt að leyfa sér þetta. Loksins lét hann undan en þó með því skilyrði að hann færi að sofa klukkan níu um kvöldið. Nonni samþykkti það. Klukkan níu um kvöldið var hann kominn í rúmið en ekki gekk honum vel að sofna. Hann hlakkaði svo mikið til morgundagsins. En hann forðaðist að láta fólkið sjá að hann væri vakandi því að hann hélt að þá fengi hann ekki að fara til ánna morguninn eftir. Klukkan var orðin meira en tólf þegar Nonni sofnaði. Klukkan hálf sex vaknaði hann. Hann fór fljótlega að klæða sig. Svo borðaði hann morgunmatinn. Sama veðurblíðan var og daginn áður. Nonni fór út léttklæddur. Mikið hlakkaði hann til. Skyldi hann nú ekki finna einhverjar ær bornar? Hann hafði ekki gengið nema um það bil fimm mínútur þegar hann fann fyrstu ána borna. Hún hafði eignast stóran hrút. Hann var hvítur með gulan hring um hálsinn. Ærin hafði borið nálægt bæjarlæknum svo að Nonni þurfti að reka hana talsvert langan spöl til þess að forða lambinu frá því að detta í lækinn. Hann hafði ekki gengið langan spöl þegar hann kom auga á aðra rollu sem stóð þar hjá litlu moldarbarði og var að kara lambið sitt því að hún var nýborin. Hún hafði líka eignast hrútlamb. Það var einnig stórt og fallegt. Nonni hélt göngunni áfram all- lengi og fann ekki fleiri ær bornar. Hann var að hugsa um að snúa heim á leið þegar hann kom auga á kind sem lá í horninu á girðingunni. Honum fannst vissara að athuga um hana. Þegar hann nálgaðist stóð hún á fætur. Þá sá hann að hvítt lamb lá hjá henni. Þegar hann kom nær stóð lambið á fætur. Þá stappaði ærin niður öðrum framfætinum. Nonni hélt áfram til þeirra. Hann vildi sjá hvort lambið væri hrútur eða gimbur. Þetta var stór og falleg gimbur, nærri alhvít. Þetta var þá lambadrottningin en fyrsta gimbrin, sem fæðist hvert vor, er kölluð lambadrottning og fyrsti lambhrúturinn er kallaður lambakóngur. Nonni gaf gimbrinni sykurvatn eins og hann hafði gefið hinum lömbunum sem hann hafði fundið nýfædd þennan morgun. Það var föst venja á Hjalla - til þess að ekki greri fyrir þau eins og það var kallað. En það var að rófan greri ekki föst fyrir endaþarminn. Nonni athugaði hvort gimbrin væri komin á spena eins og hann hafði gert með hin lömbin. Þau reyndust öll vera komin á spena og voru vel full. Klukkan var að verða átta þegar Nonni kom heim. Hann hafði ekkert verið að flýta sér í góða veðrinu. I eldhúsinu hitti hann mömmu sína og var heldur en ekki hróðugur þegar hann sagði henni að hann hefði fundið þrjár ær bornar, allar með ljómandi fallegum lömbum, tveimur hrútum og einni gimbur. Mamma gaf honum heitt kakó og mikið af brauði með. Síðan fór hann upp í rúm og svaf til hádegis því að hann hafði aðeins sofið rúma fimm klukkutíma nóttina áður. Þegar hann kom á fætur til að borða hádegismatinn var hann mjög glaður yfir afreksverkinu frá því um morguninn. Hann sagði við pabba sinn að hann gæti vel gengið við ærnar á morgnana. Pabbi hans sagði honum að það væri ekki alltaf sól og blíða, stundum kæmi hellirigning og þá þyrfti að hýsa lambærnar og líka þær ær sem væru komnar nálægt burði. Þá þyrftu allir að hjálpast að við að koma fénu í hús áður en lömbin króknuðu. Kannski gæti hann hjálpað eitthvað til við að hýsa lambærnar. Þá segir Nonni: „Ég get þó gengið við ærnar þegar veðrið er gott.“ Pabbi svarar: „Þú skalt fá að ganga oft við ærnar í vor. Þú ert svo áhugasamur og duglegur strákur“ Það glaðnaði nú heldur yfir Nonna. Nonni átti eina á. Hann hlakkaði mikið til þegar hún væri borin. Kannski ætti hún tvö lömb eða ef til vill gimbur. Þá ætlaði hann að biðja pabba sinn að lofa henni að lifa næsta vetur. Fyrsti dagur sauðburðarins leið svo að ekki báru fleiri ær. (Höfundur er roskinn maður og var bóndi. Hann skrifar undir dulnefni). Æ S K A N 4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.