Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1993, Side 46

Æskan - 01.06.1993, Side 46
GÓÐUR ÁRáNGUR f GÓÐU VEfiRI Úrslitakeppni í skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands íslands og Æskunnar fór fram á Laugardals- vellinum í Reykjavík laugardaginn 5. júní sl. - í ágætu veðri. Árangur varð nú enn betri en fyrr og oft var mjótt á munum í keppni í einstök- um greinum og að stigafjölda. ís- landsmet var sett í hástökki í stúlknaflokki: Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla, stökk 1.51 m. Systir hennar átti fyrra metið! Rétt til þátttöku áttu 36 nemend- ur úr 18 skólum. Flestir voru þeir úr Öldutúnsskóla, fimm talsins, en næst flestir úr Breiðholtsskóla, fjórir, - og þrír úr Grunnskóla Blönduóss, Grunnskólanum í Stykkishólmi og Kópavogsskóla. Nokkur forföll voru - og munaði þar mestu um að nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi voru bundnirvið móttöku danskra barna og unglinga frá vinabæ sínum. Veg og vanda af undirbúningi keppninnar hafði Geirlaug Geir- laugsdóttir formaður unglinga- nefndar FRÍ. Hún lýsti úrslitum og afhenti verðlaun. Magnús Jakobs- son, formaður FRÍ, flutti ávarp við mótsslit, þakkaði keppendum þátt- tökuna og óskaði þeim til hamingju með glæsilegan árangur. Hann sagði að þeir væru glæsilegir full- trúar þeirra sem stunduðu frjálsar íþróttir og hvatti þá til að leggja rækt við iðkun þeirra. Æskan gaf öllum þeim sem þátt tóku í úrslitakeppninni verðlauna- grip og bók. Tryggingafélagið Ábyrgð veitti einnig styrk til keppn- innar. ÚRSUT Fjögur þau stigahæstu í úrslita- keppninni, tveir drengir og tvær stúlkur, unnu sér rétt til þátttöku í fjölmennu alþjóðlegu íþróttamóti barna sem fram fer í Svíþjóð í sum- ar. Þau eru: (Gr. = Grunnskóli) Fjögurþau stiga- hæstu keppa á móti í Svíþjóð í sumar: Rakel Jensdóttir, Rafn Árnason, Helgi H. Stefáns- son og Hafdís Ósk Pétursdóttir. Rafn Árnason, Varmárskóla - 3375 stig Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla-3229s. Hafdís Ó. Pétursd., Vopnafjarðarsk. — 3063 s. Helgi H. Stefánsson, Barnaskóla Ak. -3045 s. DRENGIR F. 1981 1. Hörður S. Bjarnason, Varmárskóla - 2940 s. 2. Hartmann Pétursson, Sólvallaskóla — 2865 s. 3. Einar V. Viðarsson, Seljalandsskóla — 2845 s. 4. Erlendur Ingvarsson, Gr. Hvolsvelli -2695 s. STÚLKURF. 1981 1. Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla - 3229 s. 2. Hafdís Ósk Pétursd., Vopnafjarðarsk. -3063 s. 3. Kamilla Guðmundsd., Kópavogsskóla - 2803 s. 4. Ester Sigurpálsd., Gr. Fljótshlíð - 2508 s. 5. Dagný Tómasdóttir, Gr. Laugarvatni-2183s. S O Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.