Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 46

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 46
GÓÐUR ÁRáNGUR f GÓÐU VEfiRI Úrslitakeppni í skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands íslands og Æskunnar fór fram á Laugardals- vellinum í Reykjavík laugardaginn 5. júní sl. - í ágætu veðri. Árangur varð nú enn betri en fyrr og oft var mjótt á munum í keppni í einstök- um greinum og að stigafjölda. ís- landsmet var sett í hástökki í stúlknaflokki: Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla, stökk 1.51 m. Systir hennar átti fyrra metið! Rétt til þátttöku áttu 36 nemend- ur úr 18 skólum. Flestir voru þeir úr Öldutúnsskóla, fimm talsins, en næst flestir úr Breiðholtsskóla, fjórir, - og þrír úr Grunnskóla Blönduóss, Grunnskólanum í Stykkishólmi og Kópavogsskóla. Nokkur forföll voru - og munaði þar mestu um að nemendur Grunnskólans í Stykkishólmi voru bundnirvið móttöku danskra barna og unglinga frá vinabæ sínum. Veg og vanda af undirbúningi keppninnar hafði Geirlaug Geir- laugsdóttir formaður unglinga- nefndar FRÍ. Hún lýsti úrslitum og afhenti verðlaun. Magnús Jakobs- son, formaður FRÍ, flutti ávarp við mótsslit, þakkaði keppendum þátt- tökuna og óskaði þeim til hamingju með glæsilegan árangur. Hann sagði að þeir væru glæsilegir full- trúar þeirra sem stunduðu frjálsar íþróttir og hvatti þá til að leggja rækt við iðkun þeirra. Æskan gaf öllum þeim sem þátt tóku í úrslitakeppninni verðlauna- grip og bók. Tryggingafélagið Ábyrgð veitti einnig styrk til keppn- innar. ÚRSUT Fjögur þau stigahæstu í úrslita- keppninni, tveir drengir og tvær stúlkur, unnu sér rétt til þátttöku í fjölmennu alþjóðlegu íþróttamóti barna sem fram fer í Svíþjóð í sum- ar. Þau eru: (Gr. = Grunnskóli) Fjögurþau stiga- hæstu keppa á móti í Svíþjóð í sumar: Rakel Jensdóttir, Rafn Árnason, Helgi H. Stefáns- son og Hafdís Ósk Pétursdóttir. Rafn Árnason, Varmárskóla - 3375 stig Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla-3229s. Hafdís Ó. Pétursd., Vopnafjarðarsk. — 3063 s. Helgi H. Stefánsson, Barnaskóla Ak. -3045 s. DRENGIR F. 1981 1. Hörður S. Bjarnason, Varmárskóla - 2940 s. 2. Hartmann Pétursson, Sólvallaskóla — 2865 s. 3. Einar V. Viðarsson, Seljalandsskóla — 2845 s. 4. Erlendur Ingvarsson, Gr. Hvolsvelli -2695 s. STÚLKURF. 1981 1. Rakel Jensdóttir, Kópavogsskóla - 3229 s. 2. Hafdís Ósk Pétursd., Vopnafjarðarsk. -3063 s. 3. Kamilla Guðmundsd., Kópavogsskóla - 2803 s. 4. Ester Sigurpálsd., Gr. Fljótshlíð - 2508 s. 5. Dagný Tómasdóttir, Gr. Laugarvatni-2183s. S O Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.