Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 28
K VIKM YNDA-LEIKIRNIR
Veröld Waynes
(Wayne’s World) Margir leikir
tengjast kvikmyndum - svo sem
Skjaldbökunum („Turtles), Tveim á
toppnum („Lethal Weapon” (Bein
þýðing: Banvænt vopn)), Tortímand-
anum II („Terminator II”), Adams-fjöl-
skyldunni („The Adams Family”) - og
svo mætti lengi telja. Söguþráðurinn
er þó ekki alltaf sá sami og í mynd-
unum. Sú er raunin með þennan leik.
Hann á fátt sameiginlegt með kvik-
myndinni annað en nafnið. Mark-
miðið er einungis að komast milli
borðanna án þess að týna aukalífun-
um - og
tapa leikn-
um með
því. Byrj-
að er í
hljóðfæra-
verslun.
Þar verð-
ur að fara
varlega því að hætturnar eru margar.
Þær liggja í leyni þar til komið er á
leiðarenda. Grafíkin í leiknum er
mjög góð enda er hann gerður fyrir
„Super Nintendo". Tónlistin er þokka-
leg; lík þeirri sem er í kvikmyndinni.
Mér finnst eitthvað vanta í þennan
leik - en geri mér ekki fulla grein fyrir
hvað það er...
EINKUNN
Grafík 91%
Hljóð 83%
Skemmtun 74%
Fullkomleiki 77%
Meðaltal Super Nintendo 81,3%
Svalur
í þessum geysilega spennandi
tölvuleik á að stýra svölum karli
(„Spot” er hann nefndur) réttar leiðir
yfir borðin til að finna annan með
sama heiti því að hann er týndur.
Hann finnst á níunda borði - ef allt
gengur að óskum. Leikurinn er gerð-
ur fyrir Sega-tölvurnar. Tónlistin er
kröftug „hardcore” og grafíkin er ótrú-
lega góð.
EINKUNN
Grafík 97%
Hljóð 97%
Skemmtun 98%
Fullkomleiki 97%
Meðaltal Sega 97,3%
TEIKNIKEPPNIN
Ég minni á teiknikeppnina sem ég
kynnti í 5. tbl. Teikna á mynd sem
tengist tölvum að einhverju leyti. Val-
in verður frumlegasta myndin og sú
vandaðasta - og tölvuleikir veittir í
verðlaun. Óheimilt er að draga í
gegn. Skilafrestur er til 10. ágúst nk.
Myndirnar skal merkja þannig:
Teiknikeppni Tölvuþáttar Æskunn-
ar - og senda til
Hafþórs Kristjánssonar,
Sjávargötu 5,
225 Bessastaðahreppi.
2 8 Æ S K A N