Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1993, Side 42

Æskan - 01.06.1993, Side 42
ÞAÐ $1 RKR MANN Afi BERJAST A M0T1STRAUMNUM MA6WÚS SUCIMO meistari I þolfimi vegna þess að hún er gott alhliða æfingaform. Hefur þú æft/keppt í fleiri greinum en þessari? Ég á um 70 verðlaunapeninga fyrir hlaup, þá aðallega fyrir 1500 metra og 5000 metra. Ég æfði einnig körfuknattleik, handknattleik og fimleika sem strákur. Hefur þú ákveðið þátttöku í mótum erlendis á næstunni? Já, ég mun keppa á opnu stór- móti í Kóreu, á opnu móti í Frakk- landi, á Evrópumótinu í Ungverja- landi og á Norðurlandamóti í Sví- þjóð. Ég mun einnig sjá um kennslu og sýningar í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Kóreu og Frakklandi. Hefur þú áhuga á öðrum greinum íþrótta? Já, næstum öllum í- þróttagreinum en tennis er eftirlætis- greinin mín. Hvað gerir þú helst í tóm- stundum - ef nokkr- ar eru ...? Ég hef lítinn tímafyrir tómstundastarf en þær fáu stundir, sem ég hef, reyni ég að nýta til að smíða í húsinu mínu. Á hverjum hefur þú mest dá- læti? - Af íþróttamönnum: Auðvitað mesta afreksmanni ís- lands í íþróttum fyrr og síðar, hon- um Jóni Páli heitnum. - tónlistarfólki: Mána Svavarssyni. Það er svo gott að vinna með honum. Hvar og hvenær ertu fæddur? 11. nóvember 1964 í Reykjavík. Hvenær byrjaðir þú að æfa þoltimi? Fyrir átta árum byrjaði ég að kenna þolfimi í líkamsræktarstöð í Reykjavík. Ég hef kennt og æft mig einn tíma á dag síðan. Hvaða árangri hefur þú náð? Ég varð tvöfaldur íslandsmeist- ari 1992 og 1993, Norðurlanda- meistari 1993 og varð í 3. sæti á heimsmeistaramótinu í Japan 1993. Hverjir hafa verið helstu keppi- nautar þínir - hér á landi og ut- anlands? Alltof fáir hérlendis en erlendis eru það Japanar, Brasilíumenn og Argtentínumenn. Hver er leiðin til að ná góðum árangri í þessari íþróttagrein? Að auka þol sitt, t.d. með hlaup- um, teygja vel á og æfa þolfimi þrisvartil fimm sinnum í viku. Borða hollan mat og hafa mikinn sjálfsaga, eins og þarf í öllum ein- stak- lings- íþróttum. Hvað þykir þér erfiðast í undirbúningi fyrir keppni? Að hafaekki þjálfara til að reka mig áfram. Stunda margir þolfimi? Það stunda nokkur þúsund manns þolfimi á degi hverjum hér á íslandi og erlendis er það gífur- legur fjöldi. Þolfimi er mjög hent- ugt æfingarform því að það er ekki háð aldri, kyni eða líkamsástandi. Fólk finnur sér bara þolfimitíma við sitt hæfi. Margir stunda þolfimi ásamt aðal-íþróttagrein sinni - Á verðlaunapalli á heimsmeislara- mótinu í Japan 1993. Smiðurinn Magnús 4 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.