Æskan - 01.06.1993, Side 51
EKKERT Af>
ÓTTAST
hana vita um allt. Hjálpaöu mér
því að mér líður mjög illa.
Kæra Æska!
Ég á við ægilegt vandamál að
stríða. Ég er 13 ára og á systur
sem æfir fimleika. Mamma sagði
henni að vara sig því að meyjar-
haftið gæti rofnað. Ég varð dauð-
hrædd.
Einn daginn var ég að horfa á
sjónvarpið og settist óvart á tré-
brún á rúmi. Seinna um
kvöldið sá ég að mér
hafði blætt. Það var
ekki eftir regluleg
ar blæðingar því
að ég hafði
nýlega verið
með þær.
Rauöi krossinn.
Svar:
Vandamálið, sem þú nefnir i
bréfi þinu, er varia mjög alvar-
legt. Eins og þú eflaust veist er
meyjarhaftið þunn, götótt himna
sem tíðablóð kemst í gegnum.
Við kynþroskann verður það
þykkara og meira áber-
andi en áður. Sumar
stúlkur hafa þó
ekkert meyjar-
haft og hjá
öðrum er það
svo lítið að
það grein-
vart.
Það get-
ur rifn-
að við
þetta
hefu
ve r i ð
vegn:
þess að
meyjar-
haftið rofn
aði.
Ég þori ekki
að segja neinum
frá þessu, ekki
einu sinni mömmu
þó að hún sé alltaf að
segja að ég eigi að láta
margt,
t.a.m. í
leikfimi
og við
hjólreiðar.
Ekki er ólík-
legt að það
hafi gerst við
þetta óhapp sem
þú lýsir í bréfinu. En
það er ekkert að ótt-
ast. Reyndu að tala um
þetta við mömmu þina. Ég veit
að henni þætti vænt um að þú
leitaðir eftir trúnaði hennar.
Gangi þér vel!
EINMANA OC ...
Æskuvandi!
Ég ætla loksins að herða mig
upp og skrifa þér bréf. Það verður
að koma í Ijós hvort það kemst
nokkurn tíma í póst. Vandamál mín
eru svo mörg að ég gæti aldrei
komið þeim öllum á blað. Ég ætla
samt að reyna að segja þér frá
nokkrum og vona að þú getir að-
stoðað mig.
1. Ég er ákaflega einmana. Ég á
nokkra kunninga en engan alvöru
vin sem ég get talað við og treyst.
Mér líður afar illa út af þessu. Ég
hef sokkið djúpt í þunglyndi og
margsinnis íhugað sjálfsmorð. Ég
reif mig að nokkru leyti upp úr því
en er enn mjög óánægður me<3
lífið.
2. Einn af bestu kunningjum
mínum er stúlka á sama aldri og
ég. Við höfum svipaðar skoðanir
á öllu. Ég er mjög hrifinn af henni
en hef ekki látið bera á því af ótta
við að eyðileggja allt á miili okk-
ar.
3. Ég er óánægður með útlit
mitt.
4. Ég hef aldrei verið í neinu
rugli. En ég er orðinn hræddur um
að ég fari að leiðast út í það - bara
tíl að gera eitthvað. Ég vil það ekki
en samt...
5. Ég kvíði framtíðinni. Ég er
hræddur um að ég ráði ekki við
það sem ég þarf að takast á við.
Einn óttavilltur.
Svar:
Þakka þér fyrir bréfið! Það var
gott að þú skrifaðir mér. Eflaust
hefur þú fengið einhverja útrás
við það. Vandamál þín eru ein-
manaleiki, vinaleysi, þunglyndi
og léleg sjálfsmynd. Ekki er unnt
að svara þessu öllu í svo stuttu
máli sem hér þarf að gera. En
ég ráðlegg þér að taka þátt i fé-
lagsstarfi, t.a.m. starfi skáta eða
íþróttum. Ræktaðu líka betur
vináttu við stúlkuna. Fáðu hana
til að deila með þér áhyggjum
þinum. Það er auðveldara þegar
tveir bera en einn. Ef hún er vin-
ur i raun veit ég að hún tekur
þessu vel og það gæti treyst
samband ykkar. Einbeittu þér
líka að þvi að efla sjálfsmynd
þína.
Unglingsárin eru mikið breyt-
ingaskeið i lífi fólks. VicI
kynþroskann tekur ung-
lingurinn vaxtarkipp.
Barnið breytist á örfáum
árum i fullvaxna konu eða
karlmann. Það er ekki óalgengt
að sjá pilta á þessum aldri
renglulega vaxna. Hafðu því ekki
áhyggjur af holdafari þínu.
Ég vil lika benda þér á að
vímuefnaneysia er ekki leiðin út
úr þessari vanliðan þinni. Hún
hefði áhrif sem kjaftshögg og
gerði lífið margfalt erfiðara en
það er. Kviðið fólk, sem fer
þessa leið, getur aldrei haft
stjórn á neyslu ávanaefna.
Ég vona að þessar línur hafi
eitthvað hjálpað þér. Best væri
ef einhver sem þú treystir vel
gæti liðsinnt þér. Ef þú leggur
ekki i að ræða við neinn í fjöl-
skyldunni gætirðu hringt í sima-
númer Rauðakross-hússins -
996622 - eða neyðarsímann
985-29600. Hikaðu ekki við að
fara þá leið ef þér liður illa.
Gangi þér vel!
Æ S K A N S S