Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 34
- Fullorðið fólk er skrýtið,
sagði Dóri litli. - Fyrst kennir
það okkur að tala og svo er
það alltaf að segja okkur að
hafa hljótt!
- Hver er þessi þarna sem
lítur út eins og fuglahræða?
spurði Hákon félaga sinn þeg-
ar þeir komu á dansleikinn.
- Hún heitir Margrét og fað-
ir hennar er milljarðamæringur!
- Nuuú! Viltu vera svo góður
að kynna mig fyrir þessari
Ijómandi laglegu stúlku?
- Mamma! Ég fékk ömmu til
að hætta að naga neglur!
- Það var gott. Hvernig
fórstu að því?
- Ég faldi gervitennurnar
hennar!
- Pabbi! Ég þarf að spyrja
þig tveggja mikilvægra spurn-
inga!
- Hverjar eru þær?
- Sú fyrsta: Get ég fengið
vikupeningana mína strax en
ekki eftir tvo daga? - - Önnur:
Af hverju ekki?
- Mamma, getur þú gefið
mér tvö hundruð krónur?
- Til hvers ætlar þú að nota
þær?
- Handa gamalli konu.
- Það var fallega hugsað.
Gjörðu svo vel, hér eru pen-
ingarnir. Hvaða gamla kona er
það?
- Þessi þarna sem er að
selja ís ...
Gestur á málverkasýningu:
Hvað á þessi mynd að tákna?
Málarinn: Það man ég ekki.
Það eru þrjú ár síðan ég mál-
aði hana.
Verslunarstjórinn: Ég hef
veitt því athygli að stúlkan í
sælgætisdeildinni borðar í sí-
fellu af vörunni.
Forstjórinn: Einmitt! Þá skul-
um við flytja hana yfir í járn-
vörudeildina!
- Mamma! Þeir hafa lagt töl-
urnar vitlaust saman!
Verið var að prófa í sögu í
menntaskóla nokkrum. Kenn-
arinn kallaði á þann sem næst-
ur stóð og byrjað að spyrja
hann.
„Hvenær var frelsisskráin
mikla undirrituð?"
Ekkert svar.
„Hvenær varð Napóleon
keisari?"
Ekkert svar.
„Hvar varstu á föstudags-
kvöldið?"
„Ég var í kvikmyndahúsi
með vinum mínum.“
„Hvernig dettur þér í hug að
þú getir náð prófi með slíku
háttalagi?"
„Ég þarf ekki að hafa
áhyggjur af þessu prófi. Ég var
að koma hingað til að gera við
tölvu í skólanum!"
Sprenglærður prófessor var
á flakki um óbyggðir. Með í för
var skólapiltur honum til að-
stoðar. Eitt kvöldið stakk pró-
fessorinn upp á því að þeir
legðu gátur hvor fyrir annan.
„Ég skal borga þér hundrað
krónur fyrir hverja gátu sem ég
get ekki ráðið og þú verður að
greiða sömu upphæð fyrir þær
sem þú svarar ekki.“
„Það finnst mér ósann-
gjarnt," sagði pilturinn. „Þú ert
miklu lærðari og gáfaðri en ég.
Ég borga ekki nema fimmtíu
krónur."
„Jæja, það er kannski rétt.
Þú mátt byrja.“
„Hvaða fugl getur flogið jafn-
hratt aftur á bak og áfram?"
„Það veit ég ekki. Hér eru
hundrað krónur. Hvaða fugl er
það?“
„Það veit ég ekki. Hér færðu
fimmtíu krónur!"
Litla telpan togaði í hárið á
bróður sínum þangað til hann
hljóðaði af sársauka. Mamma
þeirra huggaði hann og sagði:
„Þú skilur að hún veit ekki
hve sárt þetta er.“
Síðan fór hún aftur fram í
eldhús.
Eftir litla stund æpti litla syst-
ir og orgaði af öllum kröftum.
Mamma hennar hljóp inn.
„Hvað er að barninu?"
spurði hún með öndina í háls-
inum.
„O, svo sem ekki neitt,“
sagði strákur. „Bara að nú veit
hún það!“
Lóa var venjulega þæg og
góð telpa en einu sinni varð
hún afskaplega reið við bestu
vinstúlku sína. Þær flugust á
eins og grimmir kettir. Mamma
hennar ávítaði hana og sagði
að lokum:
„Ég er viss um að það hefur
verið Ijóti karlinn sem hvíslaði
því að þér að toga í hárið á
henni Stínu.“
„Það getur vel verið,“ sagði
Lóa - en bætti svo við eftir að
hafa hugsað sig um:
„En mér datt sjálfri í hug að
sparka í hana!“
Húsmóðirin bað gest sinn
að afsaka að hún hefði stein-
gleymt að kaupa ost. Hann
sagði henni að hafa ekki
áhyggjur af því. Siggi litli, fjög-
urra ára, hlustaði á þetta. Hann
laumaðist út en kom aftur eft-
ir stutta stund með flís af osti
og lagði hana á diskinn hjá
gestinum, hróðugur á svip.
„Þú ert út undir þig, karlinn,"
sagði gesturinn. „Fékkstu
þetta lánað?“
„Nei,“ sagði Siggi. „Ég tók
það úr músagildrunni!"