Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1993, Blaðsíða 4
GLATT í HJALLA í GALTALÆKJARSKÓGI Enn á ný hittast kátir krakkar - á öllum aldri - í Galtalækjarskógi - á Bindindismótinu um verslunar- mannahelgina. Þar koma fram landsþekktir spaugarar og hljóm- sveitir - eitthvað fyrir alla aldurs- hópa. Sjálf Spaugstofan sér um skemmtidagskrá á laugardag og sunnudag - og hin sívinsæla Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur fyrir dansi á palli öll kvöldin. í kúluhúsinu Heklu leika Örkin hans Nóa, Gutlarnir og „Pande- monium". Þolfimi-meistarinn Magnús Scheving kemur fram á sunnudag og þá skemmtir einnig kvartettinn vinsæli, Raddbandið. í nokkur ár hafa börn og ungling- ar sungið af hjartans lyst í Galtaiækjarkeppninni. Nú verður söngvarakeppnin margfalt viða- meiri en fyrr - í þremur flokkum: Foreldrar, unglingar og börn taka lagið, hvert í sínum flokki. Hljóm- sveit Geirmundar leikur undir söng barnanna en hljóðgervill magnar lagaflutning unglinga og fullorð- inna (- Karokee-keppni að hætti Japana). Magnús Sclieving Spaugstolan Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Að venju sér Bindindisfélag öku- manna um keppni í ökuleikni og hjólreiðaþrautum. Sigurvegarar öðlast rétt til þátttöku í úrslita- keppni í Reykjavík í haust. Að sjálfsögðu verður helgistund á sunnudeginum. Sr. Pálmi Matthí- asson annast hana ásamt aðstoð- arfólki. Þeir sem verið hafa við slíka athöfn hjá honum - eða heyrt af henni - láta hana áreiðanlega ekki fram hjá sérfara. UNGLINGA- HLJÓMSVEITIRNAR í hljómsveitinni „Pandemonium" (Ringulreið) eru 15 og 16 ára strákar sem allir voru að Ijúka grunnskólanámi í Réttarholtsskóla nema einn þeirra sem var í Árbæj- arskóla. Hljómsveitina skipa: Rúnar - söngur, Dóri - gítar, Atli - gítar, Ingi - bassi og Palli - trommur. Strákarnir tóku þátt í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem haldin var í Háskólabíói. Þeir hafa einnig spilað í Réttarholts- skóla, Hvassaleitisskóla, Fjöl- brautaskólanum í Ármúla, Bústöð- um, Árseli og á Óháðri listahátíð: „Ólétt ‘93“. Tónlist þeirra er aðallega rokk/þungarokk. Þeir flytja ýmist eigin tónsmíðar eða annarra. Strákarnir ætla að ná langt í tón- 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.